Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Forstjórabíll annó 2010 Reynsluakstur á notuðum bíl 10 Stjórnir fyrirtækja Karlar í mörgum stjórnum 2 Ferðaþjónusta Nauðsynlegt að jafna strauminn 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 7. apríl 2009 – 4. tölublað – 6. árgangur Úrvalsvísitalan (OMXI6) rauf 960 stiga múrinn í Kauphöllinni eftir hádegið í gær og hefur hún ekki verið hærri innan dags síðan 17. febrúar í fyrra. Vísitalan hefur hækkað um 17,8 prósent frá ára- mótum. Úrvalsvísitalan, sem saman- stendur af sex veltumestu hluta- félögunum sem skráð eru á mark- að, tók við af OMXI15-vísitölunni í ársbyrjun 2009. Helmingur félaganna sex eru færeysk. Bakkavör verður tekið úr vísitölunni um miðjan mánuð- inn. Ekki liggur fyrir hvaða félag tekur sæti þess. Úrvalsvísitalan nýja stóð í þús- und stigum á fyrsta viðskipta- degi í fyrra og rauf þúsund stiga múrinn innan tveggja fyrstu við- skiptadaganna áður en hún tók að gefa hratt eftir. - jab Vísitalan við upphafspunkt Pétur Gunnarsson skrifar Ætla má að tekjur lífeyrissjóðanna hefðu verið 50- 100 milljörðum króna hærri en raun bar vitni á síð- asta ári ef gjaldeyrishöftin kæmu ekki í veg fyrir að þeir gætu nýtt heimildir til að fjárfesta erlendis með svipuðum hætti og síðustu ár. Þetta er mat heimildarmanna úr lífeyrissjóðakerf- inu. Gjaldeyrishöftin og skortur á erlendu fé hafa einnig leitt til þess að lífeyrissjóðir hafa ekki getað uppfyllt samninga um að taka þátt í fjárfestingar- verkefnum erlendis. Sjóðirnir eru bundnir með sitt fé hér á landi þar sem lítið er um tækifæri til fjárfestinga, önnur en ríkistryggt skuldabréf. Erlendar eignir eru um fjórðungur af eignum sjóð- anna. Lífeyrissjóðum er heimilt að fjárfesta fyrir helming tekna sinna erlendis. Sú heimild hefur ekki verið nýtt að fullu í gegnum árin. Væru gjaldeyris- höftin ekki til staðar og helmingur teknanna hefði notið markaðsávöxtunar erlendis síðasta ár má ætla að tekjur sjóðanna hefðu orðið 100-150 milljörðum króna hærri en raunin varð síðasta ár. Að jafnaði hafa um 25 prósent verið fjárfest er- lendis. Ef sú væri enn raunin hefðu tekjurnar orðið 50 til 75 milljörðum hærri en raunin varð miðað við markaðsávöxtun. Við þær aðstæður, sem eru í innlendu efnahags- lífi, segja heimildir Markaðarins að forsvarsmenn sjóðanna hefðu viljað nýta sér heimildir til erlendra fjárfestinga í mun meiri mæli en gert var að jafn- aði fyrir hrun. Miðað við það sé sennilegt að sjóðirn- ir hefðu í raun hagnast um hundrað milljarða króna hærri fjárhæð á erlendum fjárfestingum en raunin varð. „Það er aldrei hægt að fullyrða nákvæmlega hverjar tölurnar væru en það er hægt að fullyrða að þetta hefur haft neikvæð áhrif á sjóðina,“ sagði framámaður í lífeyrissjóðakerfinu. Eins og margir aðrir í hans stöðu sér hann fram á að þurfa líklega að skerða réttindi sinna lífeyrisþega á þessu ári. Lífeyrissjóðir verða af tugmilljörðum Ætla má að lífeyrissjóðir hafi misst möguleika á tekjum sem nema milli 50 til 100 milljarða króna vegna gjaldeyrishafta. Þ R Ó U N V Í S I T Ö L U N N A R Úrvalsvísitalan frá upphafi árs 2009 til 6. apríl 2010. Jan. 2009 apr. 2010 1000 800 600 400 Keyrt á málaferli Hundruð einkamála hafa verið höfðuð á hendur japanska bílaframleiðand- anum Toyota vegna innköllunar bifreiða með bremsugalla. Toyota skoðar nú hvort skárra sé að fall- ast á 16,4 milljarða dala sekt, sem væri viðurkenning á afglöpum, eða verjast bandarískum stjórn- völdum fyrir dómi, sem hefði í för með sér slæmt umtal. Fjárhættuspilarar Ein af afleið- ingum heimskreppunnar er sú að mjög hefur dregið úr umsvifum fjárhættuspilara í Norður-Dakóta, en þar hefur sú iðja verið stund- uð af meira kappi en annars stað- ar í Bandaríkjunum. Á síðasta ári eyddu íbúar og ferðamenn þar 250 milljónum dala í spilavíti, bingó, happdrætti og önnur fjárhættu- spil. Kæra mútugreiðslur Franska olíufyrirtækið Total var ákært fyrir mútugreiðslur til Íraks á ár- unum 1996-2003, þegar olíusölu- bann Sameinuðu þjóðanna á hend- ur Írak var í gildi. Þetta kemur fram í ársskýrslu olíurisans, sem birt var á föstudag. Rannsóknir hafa staðið yfir árum saman og sér ekki fyrir endann á þeim. • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Svansmerkt prentverk ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD Lífeyrir hefur hækkað undan- farin ár, enda verðtryggður. Fram undan er hins vegar skerðing greiðslna til lífeyrisþega hjá fjölmörgum sjóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.