Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2010 3 James May, einn af stjórnendum Top Gear-þáttanna sem sýndir eru á BBC, er væntanlegur til landsins í vikunni ásamt sjónvarpstökuliði og hyggst búa til innslög um eld- gosið á Fimmvörðuhálsi. Starfs- menn Arctic Trucks munu aðstoða hópinn við að komast á staðinn og leggja til sérútbúna bíla og vana menn. „Það hafa verið nokkur tengsl á milli okkar síðan við fórum með umsjónarmönnum þáttanna og tökuliði á segulpólinn (Magn- etic North Pole) árið 2007 þar sem þeir tóku upp efni fyrir þátt sem fékk nafnið Polar Special og fjallaði um fyrsta bílaleiðangur manna á segulpólinn. Þegar gosið á Fimmvörðuhálsi hófst gafst síðan tækifæri til að endurtaka leikinn hér heima og höfðu stjórn- endur þáttarins því samband, en May mun keyra á sama 38 tommu Toyota Hilux-bíln- um og ekið var á segulpólinn fyrir þremur árum,“ segir Hallveig Andrésdótt- ir, mark- aðsstjóri Arctic Trucks. Hall- veig segir ekki ljóst hversu lengi hópurinn muni dvelja hér á landi enda fer það eftir veðurskilyrðum við gosstöðvarnar. Hún á hins vegar von á því að efnið verði nokkuð óhefðbundið eins og Top Gear-manna er von og vísa. vera@frettabladid.is Top Gear-innslög tekin upp á Fimmvörðuhálsi Aðstandendur Top Gear-bílaþáttanna, sem sýndir eru á BBC2 sjónvarpsstöðinni, eru væntanlegir til lands- ins í vikunni og hyggjast taka upp óhefðbundin innslög eins og þeirra er von og vísa við gosstöðvarnar. James May mun aka sama bílnum og ekið var á í ferð sem hann fór með Arctic Trucks á segulpólinn fyrir þremur árum. M YN D /A R C TI C TR U C K S Bílaverksmiðjan Carbon Motors Corp í Indiana í Bandaríkjunum hefur byggt bíl sem nefnist E7 og er hannaður frá grunni sem lögreglubíll. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda,fib.is. Hinn dæmigerði bandaríski lögreglubíll sem flestir þekkja úr bíómyndum er af gerðinni Ford, Chevrolet eða Chrysler. Nú má þó búast við að hinn nýi sér- hannaði lögreglubíll verði áberandi í framtíðinni enda nú þegar búið að panta rúmlega 12 þúsund bíla en gert er ráð fyrir að seld verði 230 þúsund einök af þessum nýja bíl sem líklega verða afhent árið 2013. Vélin í bílnum verður sex strokka 300 hestafla BMW-dísilvél. Burðarvirki hans er heil grind sem klædd er utan með trefjaplastplötum sem auðvelt er að skipta um ef skemmdir verða. Hjólabúnaður og hemlar eiga að þola nán- ast hvað sem er og er bílnum ætlað að veita farþegum hámarksvernd. Bíll- inn hefur verið í þróun frá árinu 2003 og hefur fjöldi lögreglumanna komið að hugmyndavinnu hans. Þeir lögðu meðal annars til að afturdyr bílsins opnuð- ust fram á við. - sg Sérhannaður lögreglubíll BANDARÍSKUR LÖGREGLUBÍLL MEÐ 300 HESTAFLA BMW-DÍSILVÉL. Umsjónarmenn Top Gear- þáttanna eru þeir James May, Richard Hammond og Jeremy Clarkson. Að þessu sinni er May einn á ferð ásamt tökuliði. NORDICPHOTOS/GETTY Auður Ottesen garðyrkjufræðingur verður með námskeið á Krúsku að Suðurlandsbraut 12, laugardaginn 10. apríl 2010 frá kl. 11:00 – 13:00. Lærðu að rækta kryddjurtir NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 10. APRÍL VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir kryddjurta sem ræktaðar eru utandyra eða í eldhúsglugganum, lærum að þekkja nýtingu kryddjurtanna og möguleikana í matseld. Námskeiðið kostar 3.000 kr. og eru léttar veitingar innifaldar. Skráning fer fram í gegnum netfangið kruska@kruska.is eða á staðnum. Auður Ottesen, garðyrkjufræðingur LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.