Fréttablaðið - 09.04.2010, Page 29

Fréttablaðið - 09.04.2010, Page 29
FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 3 „Ég ætla að flytja perlur eftir nokkra frábæra tónlistarmenn eins og Dylan, Cohen, Lennon og U2, við undirleik Kjartans Valde- marssonar píanóleikara. Líka að ræða aðeins um textana og úr hvaða jarðvegi tónlistin er sprott- in. Þetta eru allt lög sem hafa haft sterk áhrif á mig gegnum árin,“ segir Þórunn þegar fræðst er um dagskrá hennar í Þjóðleik- húskjallaranum. Fyrsta gigg er í kvöld klukkan 20 og það næsta annað kvöld á sama tíma. Leikarar eru hæfileikafólk sem liggur margt á hjarta að sögn Þór- unnar og hún efast ekki um að margt skemmtilegt eigi eftir að koma fram á Kvöldstundum með listamanni, tónlist, ljóðalestur, leiklist, jafnvel uppistand. „Mín kvöld verða eitthvað fram á vorið en þetta er auðvitað tilrauna- starfsemi enn þá. Við hoppum út í djúpu laugina og gerum það af heilum hug og heitu hjarta. Svo tekur einhver annar við keflinu með haustinu. Það eina sem hefur verið ákveðið er að engar reglur eru fyrir því hvað verði til flutnings.“ Þau Þórunn og Kjartan hafa unnið saman áður, meira að segja í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá voru þau með Kjallarakabarett og fluttu lög frá ýmsum tímum, ásamt hljómsveit. „Þetta var í lok síðustu aldar, þá átti fólk oft skemmtileg kvöld í Kjallaranum yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi og það er eitthvað sem mig langar að endurvekja. Kjallarinn er svo dásamlegur staður, þar er nálægðin svo mikil og því myndast hæfileg djass- kjallarastemning,“ segir Þórunn. Hún tekur fram að kvöldstund- in hennar taki góðan klukkutíma og aðgangseyrir sé bara þúsund krónur. gun@frettabladid.is Lög sem hafa haft áhrif Kvöldstund með listamanni er yfirskrift skemmtana sem hefjast í Þjóðleikhúskjallaranum um helgina. Þar setja leikarar Þjóðleikhússins saman dagskrá að sínum hætti. Þórunn Lárusdóttir ríður á vaðið. „Við hoppum út í djúpu laugina og gerum þetta af heilum hug og heitu hjarta,“ segir Þórunn um dagskrána sem hún og Kjartan Valdemarsson píanóleikari frumflytja í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝJAR SUMARVÖRUR Gakktu inn í sumarið ... ... með Paco Gil bankastræti 7 101 reykjavík sími 551 3470reykjavík A N T O N & B E R G U R Við vorum að fá nýja sendingu af æðislegum Paco Gil sumarskóm. Verð frá 37.800 kr. Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík, Sími: 551 0606 / 894 0367 sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Opið kl. 13–18 Laugard. kl. 12–18 Innrammaðar í 40 x 40 cm eða 18 x 18 cm Vandaðar seríur af konumyndum. ‚frænkan‘ ‚íslenskt landslag‘

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.