Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 2

Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 2
2 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Kristján, drakkstu í þig þessa reynslu? „Já, og þessi sýn og akstur fara ekki saman.“ Kristján Möller samgönguráðherra kynnti sér færanlegt forvarnahús Sjóvár í fyrra- dag og meðal þess sem hann prófaði voru sérstök gleraugu sem líkja eftir því hvernig sjónin breytist eftir drykkju áfengis. Sparnaði þínum er vel varið hjá Auði Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 13. apríl kl. 17:15 að Borgartúni 29. Taktu góða ákvörðun Eignastýring og séreignarsparnaður Allir velkomnir NORÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu- stjórn gefur lítið fyrir orð Baracks Obama Bandaríkjaforseta í vik- unni, þegar hann kynnti breytta stefnu Bandaríkjastjórnar gagn- vart beitingu kjarnorkuvopna. Samkvæmt nýju stefnunni setja Bandaríkin sér þá reglu að beita aldrei kjarnorkuvopnum gegn öðrum en ríkjum sem þegar hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Þetta eigi að vera öðrum ríkjum hvatning til að losa sig við kjarn- orkuvopn. Norður-Kórea segir þessa nýju stefnu fjandsamlega í sinn garð og heitir því að halda áfram að við- halda og byggja upp kjarnorku- vopnabúr sín. - gb Hafnar kröfu Bandaríkjanna: Framleiða fleiri kjarnorkuvopn ELDGOS „Nýting gervitungla er mjög skemmtileg viðbót,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur, um nýjan búnað bandarísku geimvísindastofnun- arinnar (NASA), sem gerir vís- indamönnum mögulegt að fylgjast með gosinu við Fimmvörðuháls úr geimnum. Á fréttavef NASA segir að bún- aðurinn hafi reiknað út að um sex tonn af hrauni hafi runnið upp á yfirborðið í gosinu á hverri sek- úndu. Magnús segir það vanmat. Ætla megi að magnið hafi verið allt að tífalt meira. - jab NASA sér gos úr geimnum: Vanmeta magn hraunsins GOSIÐ NASA hefur fylgst með gosinu úr gervihnetti síðan það hófst fyrir um þremur vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝSKÖPUN Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri og Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um aukafjárveitingu til Nýsköp- unarsjóðs námsmanna upp á 120 milljónir króna, 90 milljónir koma frá ríkinu en 30 frá borg. Með aukafjárveitingunni er horft til þess að draga úr atvinnu- leysi meðal háskólanema. Búist er við að fjárveiting úr Nýsköpunar- sjóði geri allt að fjögur hundruð nemum kleift að starfa við sjálf- stæðar rannsóknir í sumar. - jab Aukið fé til rannsókna: Fjögur hundr- uð fá vinnu SKÓLAMÁL Leikskóli verður í Engi- dalsskóla í Hafnarfirði frá næsta hausti ef tillaga þess efnis verður ofan á eftir umræðu sem nú fer fram um skólastarfið í norðurbæ Hafnarfjarðar. Efstu bekkirnir í Engidalsskóla, sem nú nær upp í sjöunda bekk, myndu þá flytjast yfir í Víðistaðaskóla sem nær frá fyrsta upp í tíunda bekk. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kveður stefnt að niðurstöðu síðar í mánuðinum. Hann bendir á að nemendum í Engidalsskóla hafi fækkað mikið og stefni að óbreyttu að þeir verði aðeins um tvö hundruð næsta haust. - gar Hagræðing í Hafnarfirði: Leikskólabörn í grunnskólann VIÐSKIPTI Skattrannsóknarstjóri hefur krafist kyrr- setningar á eignum tveggja auðmanna vegna ríf- lega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Farið verður fram á tugi kyrrsetninga á næstu vikum, meðal annars á eignum útrásarvík- inganna. Skattrannsóknarstjóri segir bankareikn- inga hafa verið tæmda fyrir framan nefið á ríkinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóri segir að ríkið eigi ekki annan kost en að kyrrsetja eignir þeirra sem eru til rannsóknar og í raun hefði þurft að bregðast fyrr við. Hinn 30. mars síðastliðinn voru samþykktar breytingar á lögum um tekjuskatt. Þær fela meðal annars í sér að til tryggingar greiðslu væntan- legrar skattkröfu í málum sem eru í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra sé heimilt að krefjast kyrr- setningar hjá skattaðila ef hætta þykir á að eign- um verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun. Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóri segir að nú þegar sé búið að krefjast kyrrsetningar eigna. Stefán segir að tugir mála muni fara þessa leið á næstu vikum. Miðað sé við að skattkrafan sem verður grundvöllur kyrrsetningarinnar nemi að lágmarki 50 milljónum króna. Endanleg skattkrafa sé þó ekki sama upphæð og krafist sé kyrrsetningar á. - ghh Skattrannsóknarstjóri telur hættu á að eignum verði skotið undan: Vill kyrrsetja eignir auðmanna STEFÁN SKJALDARSON Skattrannsóknarstjóri segir að ríkið eigi ekki annan kost en að kyrrsetja eignir auðmannanna tveggja. FJÁRMÁL Mál Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, stærstu eig- enda bankans, vekur furðu, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. Hún segist hafa orðið agndofa yfir því. „Manni finnst ótrúlegt að þetta hafi getað gerst inni í bönkunum eins og fram hefur komið í þessum tölvupóstum. Það er mjög mikilvægt að þetta fari réttar leiðir og í þessu tilviki á að vísa þessu máli til sérstaks sak- sóknara,“ sagði hún á blaðamanna- fundi í gær. Slitastjórn og skilanefnd Glitnis greindi frá því sömuleiðis að þær ætli að senda sérstökum sak- sóknara kynningu á þeim málum sem þremenningarnir og þremur starfsmönnum bankans til viðbót- ar hefur verið stefnt fyrir. Þeir Jón Ásgeir og Pálmi eru grunað- ir um að hafa misnotað stöðu sína sem aðaleigendur bankans. Allir hinna stefndu eru grunaðir um refsiverða háttsemi. Í tilkynningu sem slitastjórn og skilanefnd sendi frá sér vegna málsins kemur fram að við afgreiðslu þeirra mála sem upp komi hafi Glitnir átt samstarf við embætti sérstaks saksóknara og fjármálaeftirlit í tengslum við það. - jab FORSÆTISRÁÐHERRA Mikilvægt er að öll mál fari réttar boðleiðir, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Forsætisráðherra agndofa yfir málum bankastjóra og eigenda Glitnis: Allt fer til sérstaks saksóknara Stal slátri og kjúklingi Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Reykjavík í fyrradag en hann hafði stolið fartölvu, tölvuskjá og síma frá starfsfólki í stofnun einni. Við leit á þjófnum kom einnig í ljós sláturkeppur og frosinn kjúklingur. LÖGREGLUMÁL SLYS Ungur piltur slasaðist við tölvuleik á höfuðborgarsvæð- inu í fyrradag. Slysið átti sér stað á heimili drengsins en af ókunnum ástæðum hoppaði hann upp úr sófa og rak höfuð- ið í loftið meðan á leiknum stóð. Pilturinn fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðslin telj- ast minni háttar. Ekki er vitað hvaða tölvuleik drengurinn var að spila. Ungur piltur á slysadeild: Slasaðist við að spila tölvuleik UMHVERFISMÁL Ræktun lúpínu á Íslandi verður stórlega takmörkuð frá því sem nú er, samkvæmt nýrri áætlun umhverfisráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra fól í nóvember í fyrra þeim Sveini Runólfssyni landgræðslu- stjóra og Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, að gera áætlun um aðgerð- ir til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og uppræta hana þar sem hún sé óæskileg. Niðurstaða þeirrar vinnu var kynnt á blaða- mannafundi í umhverfisráðuneytinu í gær. Einnig var fjallað um plönt- una skógarkerfil sem eins og lúp- ínan reyndist útbreiddari á hálend- inu og friðlýstum svæðum en áður var talið. Skýrsluhöfundar leggja til að setja þessum tegundum strang- ar skorður til að takmarka neikvæð áhrif þeirra en jafnframt nýta lúp- ínuna á völdum svæðum til land- græðslu og ræktunar. Meðal annars er lagt til að gerð verði lagabreyting þannig að rækt- un lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við þessar plöntur sem fyrst voru fluttar til Íslands í kringum árið 1900 og eru nú farnar að drepa niður annað plöntulíf. „Á ári líffræðilegrar fjölbreytni þarf að huga sérstaklega að þeim þeim þáttum sem varða ágengar tegundir. Þar hefur farið fremst í flokki alaskalúpínan,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Sigurður H. Magnússon frá Náttúrfræðistofnun Íslands sagði áhrifaríkustu leiðina til að eyða lúpínu vera að úða hana með eitri. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði aðspurður á fundum að sú aðferð væri ítarlega rannsökuð og myndi ekki valda skaða ef rétt væri staðið að verki. Sauðfjárbeit og sláttur lúpínunnar eru tvær aðferðir sem einnig voru nefndar. Báðir vildu Sveinn og Sigurður þó fyrst og fremst höfða til almenn- ings að vera meðvitaðan um óæski- leg áhrif lúpínunnar. „Lúpínan hefur alltaf fengið blóð- ið til að renna í fólki, einhverra hluta vegna,“ svaraði Svandís spurð hvort hún ætti jafnvel von á pólit- ískum deilum vegna hinnar nýju stefnu ráðuneytisins. „Bæði nátt- úruverndarsinnar og landgræðslus- innar hafa haft á þessu miklar skoð- anir – eðlilega vegna þess að þarna er um mjög kraftmikla plöntu að ræða sem er frábær landgræðslu- planta en um leið mjög ógnandi við náttúrulegt umhverfi. Það sem ég er að freista þess að gera með þessari vinnu og þessari skýrslu er að leiða þessi sjónarmið saman og leita leiða til að stemma stigu við lúpínunni þar sem hún á alls ekki heima.“ gar@frettabladid.is Ráðherra lýsir stríði á hendur lúpínunni Takmarka á tjón af völdum alaskalúpínu hérlendis með því að hefta útbreiðslu hennar og uppræta þar sem hún veldur skaða. Umhverfisráðherra segir nýja áætlun eiga að sameina sjónarmið náttúruverndarsinna og landgræðslufólks. AÐGERÐIR KYNNTAR Sigurður H. Magnússon, Sveinn Runólfsson, Svandís Svavars- dóttir og Jón Gunnar Ottósson kynntu í gær mikla stefnubreytingu varðandi ræktun alaskalúpínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í ESJUHLÍÐUM Alaskalúpínu og skógar- kerfli verða settar strangari skorður, samkvæmt niðurstöður nefndarinnar. SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.