Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 4

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 4
4 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR VIRKJANIR Framkvæmdir geta hafist við álver á Bakka árið 2013, náist samningar og skilyrði umhverfismats verði uppfyllt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sameiginlegt mat virkjana við Þeistareyki og álvers á Bakka verður auglýst síðar í mánuðinum. K a t r í n J ú l í u s d ó t t i r iðnaða r ráðher ra sagði í Fréttablaðinu í gær að hún liti svo á að Alcoa hefði til haustsins að segja til um hvort af álversbyggingu yrði. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa, segir að enn sé eftir að ljúka rannsóknum á Þeistareykjum og óvíst hve mikil orka sé á svæðinu. Bergur Elías Ágústsson, stjórnarformaður Þeistareykja, segir fyrirhugað að bora tvær rannsóknarholur á svæðinu. Það gæti náðst fyrir haustið. „Búið er að rannsaka hluta svæðisins sem gefur 200 megawött og það er í umhverfismati. Svæðið er þó mun stærra en gert var ráð fyrir.“ Erna segir enga samninga í gangi um orku. „Alcoa hefur ekki haft neinn forgang að þessari orku og hefur hann ekki eins og staðan er í dag. Við erum eins og hver annar fjárfestir og höfum áhuga á að kaupa þessa orku.“ Hún segir að fyrir 250 þúsund tonna álver þurfi 400 megawött af orku, en stærð álversins ráðist af því hve mikil orka er á svæðinu. Aðspurð hvort Alcoa hyggi enn á álver á Bakka segir hún það ráðast af því hve mikil orka verður í boði og um hvaða verð semjist. Fyrirtækið hafi mikinn áhuga á verkefninu. Fréttablaðið greindi frá því að Jean-Pierre Gilardeau, aðstoðarforstjóri Alcoa og stjórnarformaður Fjarðaáls, hefði sagt á fundi í iðnaðarráðuneytinu í október 2008, að engin ákvörðun yrði tekin um Bakka næstu fjögur árin. Erna segir erfitt að staðfesta tveggja ára gömul ummæli, en hugsanlega megi skoða þau í ljósi þess ástands sem þá var. Alltaf hafi verið ljóst að langan tíma taki að rannsaka orkusvæðin. „Það er verið að ljúka sameig- inlegu umhverfismati fyrir virkj- anir og álver og það fer vonandi í kynningu síðar í mánuðinum. Við höldum okkar vinnu áfram, ljúkum matinu og skoðum síðan málin.“ kolbeinn@frettabladid.is Geta byrjað á álveri á Bakka árið 2013 Alcoa getur hafið framkvæmdir við álver á Bakka árið 2013 verði næg orka á umsemjanlegu verði á Þeistareykjum. Umhverfismat verður auglýst síðar í mán- uðinum. Bora á tvær rannsóknarholur í viðbót sem gætu klárast fyrir haustið. ÞEISTAREYKIR Umhverfismat fyrir virkjanir að Þeistareykjum og álver á Bakka verður auglýst síðar í mánuðinum. Eftir á að bora tvær rannsóknarholur á svæðinu. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON ERNA INDRIÐADÓTTIR BERGUR ÁGÚST ELÍASSON SAMGÖNGUR „Með innheimtu veg- tolla á ákveðnum leiðum er verið að skekkja búsetuskilyrði á land- inu með þeim hætti að ekki verður við unað,“ segir bæjarráð Hvera- gerðis, sem mótmælir harðlega öllum áformum um innheimtu veggjalda á stofnbrautum út af höfuðborgarsvæðinu. Slíkt gangi þvert á stefnu stjórnvalda um suð- vestursvæðið sem eitt atvinnu- og búsetusvæði. „Ef nú á að fara út í meiri háttar breytingar á fjár- mögnun vegakerfis landsmanna þá hljóta þær hinar sömu forsendur að gilda innan höfuðborgarsvæð- isins jafnt sem úti á landi,“ segir bæjarráðið. - gar Mótmæli frá Hvergerðingum: Veggjöld bjaga búsetuskilyrði FJÖLMIÐLAR Tilgangurinn með stefnu Pálma Haraldssonar í Fons gegn fréttamanni RÚV er að hræða blaðamenn frá því að fjalla um aðdraganda hrunsins, að mati fréttamannsins, Svavars Halldórs- sonar. Pálmi hefur nú stefnt honum vegna fréttar um peninga, fengna að láni úr Glitni, sem eiga að hafa horfið. Pálmi segir fréttina ranga. Hann geti gert grein fyrir því hvað varð um féð. Svavar stendur við fréttina og spyr í samtali við Vísi hvers vegna auðmenn sem eiga fé til að kæra blaðamenn leggi það ekki í þrotabú fyrirtækja sinna. - kóþ Pálmi í Fons fer gegn RÚV: Vill fá milljónir frá fréttamanni STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn hefur hafið undirbúning að fram- boði til borgarstjórnar Reykjavík- ur. Að sögn Sigurjóns Þórðarson- ar, formanns flokksins, er unnið að röðun fólks á lista en hann vill ekki upplýsa um hver leiða muni listann. „Það er á tæru að marg- ir eru á því að mikil eftirspurn sé eftir góðum lista í Reykjavík,“ segir Sigurjón. Afráðið er að Frjálslyndi flokk- urinn muni bjóða fram í Reykja- vík, Kópavogi, Grindavík og í Skagafirði þar sem Sigurjón sjálf- ur verður líklega í efsta sæti. Þá er verið að skoða framboð á Akur- eyri. Að auki á flokkurinn aðild að sameiginlegum framboðum á nokkrum stöðum. - bþs Frjálslyndi flokkurinn: Undirbýr fram- boð í Reykjavík SIGURJÓN ÞÓRÐARSON NÝJUSTU KIÐLINGARNIR Gráhöttótt huðna og hvítur hafur komu í heiminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. MYND/HÚSDÝRAGARÐURINN REYKJAVÍK Geitburði er nú lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og mun það trú starfsmanna að nú sé vorið að koma. Frjósemi geitanna í garðinum er með mesta móti en af þeim sex huðnum sem báru var Ísbrá síðust. Hún bar tvo kiðl- inga í gær; gráhöttótta huðnu og hvítan hafur. Samtals komu ellefu kiðlingar í heiminn í húsdýragarðinum. - jab Vorið kemur í húsdýragarð: Ellefu kiðlingar komu í heiminn VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 15° 11° 9° 14° 12° 8° 8° 20° 15° 20° 17° 27° 8° 16° 15° 3° Á MORGUN 5-10 m/s. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 4 10 10 10 10 7 9 12 9 7 8 10 9 7 8 5 4 7 9 8 14 15 10 6 7 8 5 8 87 6 10 MILT Í VEÐRI Það dregur heldur úr vætunni syðra þegar kemur fram á daginn og undir kvöld verða víða skúrir en það léttir til norðaustan- lands. Á morgun verður yfi rleitt gott veður, fremur hæg- ur vindur og lítils háttar væta vestan til og áfram nokkuð milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður UTANRÍKISMÁL Fráleitt er að halda því fram að fresta eigi ESB-við- ræðum eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráð- herra hefur gert, að mati Össurar Skarphéðinssonar, núverandi utan- ríkisráðherra. „Menn mega ekki fara á taug- um þótt blási aðeins á móti,“ sagði hann í gær við Stöð 2. Össur tekur ekki aðfinnslur Ingi- bjargar til sín, en hún hefur gagn- rýnt að enginn sé að berjast fyrir aðildinni, enda sé það ekki líklegt til vinsælda nú um stundir. Össur hvetur á móti fólk eins og Ingi- björgu, fólk sem hafi barist fyrir aðild að ESB í gegnum árin, til að láta rödd sína heyrast. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsæt- isráðherra sagði einnig á blaða- mannafundi í gær að hún væri ekki jafn svartsýn og Ingibjörg, sem telur að samn- ingur við ESB verði felldur í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Jóhanna sýtir að ekki hafi gef- ist tækifæri til að kynna málið almennilega, en telur stuðning fólks við aðild koma til með að aukast að lokinni betri kynningu. - kóþ Utanríkisráðherra hvetur Evrópusinna eins og Ingibjörgu til að láta í sér heyrast: Fráleitt að fresta viðræðum við ESB ÓLÍK SÝN INNAN FLOKKSINS Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir fráleitt að halda því fram að fresta eigi viðræðum við ESB eins og Ingibjörg Sólrún vill. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 09.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,5007 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,47 128,07 195,90 196,86 170,83 171,79 22,948 23,082 21,494 21,620 17,627 17,731 1,3592 1,3672 193,23 194,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.