Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 6
6 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR við vorum að endurgera í síðustu viku,“ segir Óskar Bergsson. Spurður hvers vegna borgar- yfirvöld hafi ekki kannað hvort GR hafi staðið við eldri samning áður en nýr 230 milljóna króna styrktarsamningur var gerður við GR fyrir nokkrum dögum segir Óskar að eftirlitskerfi og reglur Reykjavíkurborgar séu tiltölu- lega skýrar. Í ljósi málsins varð- andi GR verði hins vegar farið yfir alla stofnstyrki sem séu í gangi og sömuleiðis farið yfir eft- irlit borgarinnar á því að það sé framkvæmt samkvæmt því sem kveðið sé á um. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sjá menn hlutina hins vegar í öðru ljósi. „Eftir stendur að klúbburinn brást við bankahruni af skynsemi og ráðdeild. Staðið hefur verið við skuldbindingar við borgina,“ segir í yfirlýsingu framkvæmdastjóra GR. gar@frettabladid.is Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is Eigum mikið úrval af tungumálaforritum frá EuroTalk. Forritin eru afar hvetjandi sem henta breiðum aldurshópi. Verð f rá 4.995 kr. Lærðu nýtt tungumál heima í stofu! Aðalfundur Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn 20.04.2010 kl. 18:15 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar – 2. Ársreikningar 2009 3. Stjórnarkjör – 4. Önnur mál Léttar veitingar að fundi loknum. Tökum virkan þátt í starfi Miðborgarinnar okkar Stjórnin FJÁRMÁL Samningar Reykjavíkur- borgar við Golfklúbb Reykjavík- ur verða endurskoðaðir. Skýring- ar sem félagið gaf í gær á meðferð fjárframlags frá borginni þykja ófullnægjandi. „Þessar skýringar sem koma fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur staðfesta að ákvarðanir um breyt- ingar á framkvæmdum sem samn- ingurinn tók til voru teknar af stjórn golfklúbbsins án samráðs við borgina,“ segir Óskar Bergs- son, formaður borgarráðs. Í greinargerð sem Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR, sendi frá sér í gær kemur fram að af 210 milljónum króna sem borg- in veitti klúbbnum vegna tiltek- inna framkvæmda á árunum 2007 til 2009 hafi 115 milljónir í raun ekki farið til framkvæmda. „Í miðju bankahruni haustið 2008 tekur stjórn GR þá ákvörð- un að fresta stórum framkvæmd- um sem ráðgerðar voru sumarið 2009. Í ljósi óvissunnar var talið ráðlegra að greiða frekar niður lán vegna framkvæmda og hafa vaðið fyrir neðan sig, með öðrum orðum að sýna ráðdeild og skyn- semi,“ segir í greinargerð fram- kvæmdastjórans sem þar með staðfestir að peningarnir frá borg- inni hafi runnið til þess að borga niður fjármagnskostnað hjá félag- inu í stað þess að fara í umsamda uppbyggingu. „Golfklúbburinn færir náttúr- lega fram ákveðin rök fyrir því hvers vegna þeir gerðu þetta en þeir hefðu átt að upplýsa borg- ina og leita samþykkis. Orð mín og borgarstjóra standa og við telj- um að það sé full ástæða til að endurskoða samningana, bæði þá sem í gildi eru og líka þann sem Borgin fellst ekki á skýringu golfklúbbs Formaður borgarráðs segir fulla ástæðu til að endurskoða alla samninga við Golfklúbb Reykjavíkur sem hafi borið að hafa samráð við borgina um breytta notkun á fé úr borgarsjóði. Golfklúbburinn segist hafa staðið við samninga. FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Blekið var varla þornað á nýjum 230 milljóna króna styrktarsamningi við Golfklúbb Reykjavík- ur þegar í ljós kom að klúbburinn hafði ekki uppfyllt ákvæði fyrri samnings upp á 210 milljónir. GARÐAR EYLAND ÓSKAR BERGSSON STJ ne se my í v kr sé ur se á gj sa v lj fy Fæ V sa n FJÁRMÁL „Ég ætla ekki að svara þessu á þessu stigi vegna þess að ég var beðinn um skýringar sem ég er að útbúa,“ segir Garðar Eyland, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, um afdrif stórs hluta af 210 milljónum króna sem félagið fékk í styrk frá Reykjavíkurborg. Í ársreikningi GR fyrir tímabil- ið 1. nóvember 2088 til 31. október 2009 er greint frá því að Reykjavík- urborg hafi á árinu 2006 gert samn- ing við GR um 210 milljóna króna framkvæmdastyrk sem síðan hafi verið greiddur út á árunum 2007, 2008 og 2009. Fram kemur að styrkurinn hafi átt að renna upp í framkvæmdir fyrir 267 milljónir króna. „Klúbburinn hefur ekki fram- kvæmt í samræmi við ákvæði samningsins á árunum 2008 og 2009 en fengið greitt samkvæmt honum,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikn- ingnum. „Af þessum framkvæmda- kostnaði hefur þegar verið ráðist í verkefni sem samsvarar 51 pró- senti af áætluðum fjárfestingum. Klúbburinn hefur hins vegar feng- ið greitt allt framlagið,“ er ítrekað í ársreikningnum. Sérstaka athygli vekur að þrátt fyrir að hafa ekki nýtt nema hluta af 210 milljóna króna styrk frá borginni í tilætlaðar framkvæmd- ir var peningaleg staða GR við lok áðurnefnds tímabils neikvæð um 61 milljón króna. Fénu virðist ein- faldlega hafa verið varið í annað, til dæmis í að laga skuldastöðu félagsins. Eins og fyrr segir svarar framkvæmdastjóri félagsins ekki spurningum um þetta atriði að svo stöddu. Hann þvertekur þó fyrir að féð hafi runnið til rekstrar eða ann- ars slíks hjá GR. Peningarnir séu hjá félaginu. „Við erum með þá í okkar vörslu, þessa peninga,“ segir Garðar Eyland. Borgarstjórn samþykkti á þriðju- dag að styrkja GR um 230 milljónir til viðbótar til að stækka völl félags- ins á Korpúlfsstöðum. Vegna upp- lýsinganna úr ársskýrslu GR var hins vegar ákveðið í borgarráði í gær að innri endurskoðun borgar- innar og Íþrótta- og tómstundaráð færu ofan í saumana á málinu. Mun áðurnefnd greinargerð GR vera við- brögð við þeirri kröfu. Óskar Bergsson, formaður borgar ráðs, segir borgaryfirvöld fyrst hafa heyrt í gærmorgun að það kynni að vera að GR hafi ekki varið styrknum til þeirra verkefna sem til var ætlast. Nú sé verið að kanna það. „Ef Golfklúbbur Reykja- víkur hefur ekki staðið við sinn hluta af þeim samningum sem áður hafa verið gerðir milli borgarinnar og klúbbsins þá kallar það á endur- skoðun þessa samnings sem núna er nýlega endurgerður,“ segir Óskar. „Ef þetta reynist rétt, eins og framkomin gögn benda til, þá hlýt- ur borgarstjóri að verða að svara því hvernig það megi vera að það sé ekki gengið úr skugga um að þær framkvæmdir sem fyrri samningar voru um hefðu raunverulega farið fram áður en reiddar eru fram 230 milljónir í næsta vers,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- ar í borgarstjórn. gar@frettabladid.is Óvissa um golfstyrk vegna vanefnda GR Þó að Golfklúbbur Reykjavíkur haf i aðeins framkvæmt fyrir hluta af 21 0 millj- óna króna styrk frá borginni er pen ingaleg staða GR neikvæð. Formaðu r borg- arráðs segir nýjan samning verða en durskoðaðan hafi GR brotið fyrri sa mning. ATHAFNASVÆÐI GOLFKLÚBBS REYKJA VÍKUR Vélageymsla sem byggja átti í fyr ra er enn óbyggð en hefjast á handa á þessu ári, að sögn framkvæmdastjóra GR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM a m - gb P ðis- urs. t B B e K i b leiðarflugsgjald verður j BANDARÍKIN, AP „Þetta var löng og erfið nótt,“ sagði Joe Manchin, rík- isstjóri Vestur-Virginíu, sem hefur fylgst með björgunaraðgerðum við kolanámuna í Montcoal, þar sem fjórir kolanámumenn hafa verið innilokaðir síðan á mánudag. Reynt var að halda í vonina um að mennirnir væru enn á lífi, en 25 manns fórust í þessu versta námu- slysi Bandaríkjanna undanfarna tvo áratugi. Tilraunir hafa verið gerðar til að bora leið inn í tvö rými þar sem mennirnir hefðu getað leitað skjóls eftir að sprenging varð í námunni. Þar eiga að vera til matarbirgðir og súrefni sem dugar 24 námumönn- um í fjóra daga, en vegna þess að mennirnir eru aðeins fjórir þá er líklegt að þetta dugi þeim lengur. Í gær tókst að bora leið inn í annað rýmið en vegna reyks þurftu björgunarmenn að hverfa frá áður en hægt væri að ná inn í seinna rýmið. Svo virtist þó sem vonir björgunarmanna færu dvínandi um að mennirnir fjórir væru enn á lífi. Þetta var í þriðja sinn sem björg- unarmenn höfðu þurft að hverfa frá síðan björgunaraðgerðir hóf- ust á mánudaginn. Óttast var að hættuleg eiturgös í námunni gætu valdið nýrri sprengingu. - gb Erfiðum björgunaraðgerðum miðar hægt í kolanámu í Vestur-Virginíu: Vonir björgunarmanna dvína VINNUFÉLAGAR BÍÐA ÁTEKTA Óvíst var um örlög fjögurra námuverkamanna. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Mikið hefur þokast í viðræðum við Seðlabanka Evrópu um krónueign bankans ytra og gætu samningar verið á næsta leiti. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Það gæti farið að styttast í niðurstöður, gæti jafnvel verið komið í höfn eftir nokkrar vikur,“ segir hann. Viðræðurnar varða samning um lánapakka með veði í íslenskum íbúðabréfum og ríkisskuldabréf- um sem dótturfélag Landsbankans í Lúxemborg lagði inn í seðlabankann í skiptum fyrir níu hundr- uð milljón evrur skömmu fyrir hrunið 2008. Það jafngildir rúmum 150 milljörðum á núvirði. Við- ræður hafa staðið yfir í rúmt ár og nokkrum sinn- um verið viðruð von um lausn handan við hornið. Á meðal þess sem rætt hefur verið er að kaupa lána- pakka með ríkisskuldabréfum í evrum til nokkurra ára. Málið er flókið því Landsbankinn í Lúxemborg er í gjaldþrotameðferð og eiga Íslendingar ekki aðkomu að henni. Krónubréfaeign seðlabankans í Lúxemborg jafngildir um fjórðungi af allri krónubréfaeign erlendra aðila. Hætta hefur verið á neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar setti seðlabankinn úti lánapakkann á markað. - jab MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri útilokar ekki að samn- ingar um kaup á krónueignum seðlabankans í Lúxemborg verði í höfn eftir nokkrar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Styttist í samning Seðlabankans um lánapakka Landsbankans í Lúxemborg: Tekur þrýsting af krónunni Telur þú fyrrum eigendur Glitnis hafa misnotað bankann fyrir hrun? Já 98,2% Nei 1,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti samfélagið að ræða betur kosti og galla ESB-aðildar? Segðu skoðun þína á Vísi.is PÓLLAND, AP Pólska þingið hvetur Rússa til þess að gera öll skjöl opinber er varða fjöldamorðin í Katýnskógi árið 1940, þegar rúss- neskir leyniþjónustumenn myrtu 22 þúsund pólska hermenn. Þingið samþykkti ályktun í gær, þegar liðin voru 70 ár frá morðun- um, þar sem segir að sættir Rússa og Pólverja geti einungis verið reistar á virðingu við sannleikann. Vladimír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, var viðstaddur afhjúpun minnismerkis í Katýn- skógi á miðvikudag. - gb Pólska þingið hrósar Pútín: Hvetur Rússa til að birta skjöl KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.