Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 10

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 10
10 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Innifalið í verði: Flug fram og til baka, með flugvallarsköttum. ÍS LE N SK A /S IA .I S VI T 49 97 9 04 /1 0 Aðildarviðræður við ESB Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30 - 10.00 í Hvammi á Grand Hóteli Reykjavík Dagskrá: Kynnisferð frumkvöðla til höfuðstöðva ESB Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja Samningar við ESB - hagsmunir Íslands Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI - samningaferlið - Skráning í síma 591 0100 eða á mottaka@si.is fyrir 13. apríl STJÓRNMÁL Mikilvægt er að þjóðin dragi lærdóm af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og að niðurstöður hennar nýtist til uppgjörs ekki síður en endurreisnar. Tryggja þarf að sagan endurtaki sig ekki. Að þessu sögðu skorar Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á „trúnaðarmenn flokksins að kynna sér efni skýrslunnar og taka virkan þátt í umræðum um niðurstöður hennar,“ í til- kynningu til sjálfstæðismanna, sem birtist í gær. Bjarni segir íslenskt samfélag hafa byggst á óskrifuðum sáttmála en meg- inorsök þeirrar reiði sem myndaðist í samfélaginu í kjölfar bankahrunsins sé sú „að siðferðisvitund okkar var misboðið vegna þess að samfélagssáttmálinn var rofinn“. Bjarni telur eitt helsta verkefni sitt sem for- manns að endurheimta „það traust sem flokkur- inn glataði við síðustu alþingiskosningar“. Flokk- urinn sé á réttri braut í þeim efnum og viðbrögð flokksins við skýrslunni skipti miklu um hvernig takist til við þetta. Flokkurinn þurfi að axla þá ábyrgð sem honum ber og vinna að sátt í samfélaginu. - kóþ Formaður Sjálfstæðisflokksins fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Sagan endurtaki sig ekki SAMGÖNGUR Væri bílafloti lands- manna allur búinn nýjasta örygg- isbúnaði mætti mögulega fækka umferðarslysum um ríflega þús- und á ári hverju. Þetta er mat Bílgreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Félögin stóðu fyrir skömmu fyrir sýnikennslu þar sem sýnd- ur var munur á aksturshæfni tíu ára gamals bíls og nýs bíls sömu tegundar. Sá eldri var bara búinn ABS-bremsum, en hinn nýjustu tegund stöðugleikastýringar þar sem tölvur stýra hemlun á hverju hjóli fyrir sig. Ólafur Kr. Guðmundsson, vara- formaður FÍB, segir mikið unnið með nýjasta öryggisbúnaði. Þannig safni til að mynda tölvur í loftpúð- um og hemlabúnaði gögnum síð- ustu andartökin fyrir óhapp. „Þetta er eins og pínulítill svartur kassi,“ segir hann. Þá hafi tölvurnar sem stýri loftpúðum jafnvel fengið boð frá tölvunum í hemlunum um að eitthvað hafi farið úrskeiðis sekúndubrotin fyrir óhapp. Ólaf- ur segir að á malarvegum geti þó skapast aðstæður þar sem reyni á stöðugleikastýringuna, en tæknin hafi verið þróuð svo að hún gefst æ betur við slíkar aðstæður. „Kostirnir eru fleiri en gallarn- ir, sérstaklega fyrir óvant fólk,“ segir hann og telur að í langflest- um tilvikum sé stýringin til bóta á malarvegum og hjálpi til. „En menn sem vilja láta bílinn skrika til í beygjum hata þetta.“ FÍB og Bílgreinasambandið vísa til erlendra rannsókna á notkun stöðugleikastýringar sem benda til þess að stýringin minnki líkur á óhappi um 15 prósent. „Meðalfjöldi umferðarslysa hér á landi síðustu fimm árin er 7.264 á ári. Varfærin áætlun, sem miðar einungis við 15 prósenta fækkun á slysum, þýðir að slysum gæti fækkað hér á landi um rúmlega 1.000 á ári ef allir bílar væru búnir nýjasta öryggisbúnaði,“ segir í tilkynningu samtakanna. - óká Öryggisbúnaður er mun betri í nýjum bílum: Fækka má slysum með nýjum búnaði SÝNIKENNSLA Páll Halldór Halldórsson aksturskappi sýnir hvernig stöðugleikastýring líkt og límir nýjan Volkswagen golf við götuna þótt hart sé ekið og aðstæður erfiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Verðmæti útflutnings frá Íslandi nam 53 milljörðum króna í mars, en innflutnings á sama tíma rúmum 41 milljarði króna. Vöruskiptajöfnuður var því hagstæður um 11,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Mest verðmæti fékkst í mars fyrir útfluttar iðnaðarvörur, en alls nam það 30,8 milljörðum króna. Fyrir sjávarafurðir feng- ust 20,5 milljarðar. Fluttar voru inn hrá- og rekstrarvörur fyrir tæpa 13 milljarða króna. - kóp Flutt út fyrir 53 milljarða: Vöruskipti hag- stæð í mars MAURÆTA Í MATARLEIT Í Palo Verde- þjóðgarðinum á Kosta Ríka fór þessi mauræta sér að engu óðslegu við matarleitina. NORDICPHOTOS/AFP BJARNI BENEDIKTSSON Formaður Sjálfstæðisflokksins vill að niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar verði metn- ar með yfirveguðum hætti. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.