Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 12
12 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Óháði söfnuðurinn Aðalfundur safnaðarins verður haldinn sunnudaginn 25.apríl, eftir messu kl.14 í safnaðarheimilinu Kirkjubæ. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundur settur a) kjör fundarsstjóra og fundarritara 2. Skýrsla formanns 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð til samþykktar 4. Skýrsla safnaðarstjórnar 5. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar 6. Lagabreytingar 7. Kosning formanns 8. Kosning tveggja stjórnarmanna 9. Kosning varamanna 10. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns. 11. Önnur mál 12. Fundi slitið www.ohadisofnudurinn. is 50 ilmandi matseðlar. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is TRÖNURNAR MÆTTAR Á hverju vori koma trönur í þúsundatali til Svíþjóðar þar sem fylgjast má með þeim nálægt Skövde. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Undanfarin ár hafa blóð- ug átök milli glæpagengja í Kaup- mannahöfn og víðar í Danmörku hvort tveggja vakið ótta almenn- ings og magnað spennu víða í hverfum innflytjenda. Borgaryfirvöld í Kaupmanna- höfn hafa nú gripið til þess ráðs að bjóða ungmennum sem leiðst hafa út á glæpabrautina útgöngu- leið, sem felst í því að þeim er hjálpað við að ljúka námi, finna sér atvinnu og útvega sér húsnæði með handleiðslu stuðningsfulltrúa frá borginni. Nú þegar hafa 40 ungmenni þegið boðið en vonast er til þess að á hverju ári geti um hundr- að manns nýtt sér þetta úrræði. Talið er mögulegt að ná til 400 ungmenna í glæpaheiminum, auk þess sem vinna inni í fangelsum gæti náð til enn fleiri. Danskir fjölmiðlar hafa í liðinni viku skýrt frá þessu verkefni, sem er í þann veginn að fara af stað eftir nokkurn undirbúningstíma. Um framkvæmdina sér SSP, sem er samstarfsvettvangur skóla, félagsmálayfirvalda og lög- reglu í Kaupmannahöfn. „Það er mjög erfitt fyrir mörg ungmenni að fá atvinnu og það liggur þeim þungt á hjarta,“ er haft eftir Michael Melbye, framkvæmdastjóra SSP í Kaup- mannahöfn, í danska dagblaðinu Berlingske Tidende. „Svo getur verið nauðsynlegt að hjálpa þeim með búsetu, svo þeir búi ekki hjá glæpafélögum sínum eða í bráðabirgðahúsnæði,“ segir hann einnig. Sérstök áhersla er lögð á að hjálpa þeim að taka upp þráðinn í skóla og sjá til þess að þeir geti lokið námi. Það bæti mjög stöðu þeirra til þess að finna sér heilla- vænlega fótfestu í lífinu. Meginhugmyndin er sú að það skili ekki fullnægjandi árangri að láta lögregluna eina um að berjast gegn glæpastarfsemi. „Við höfum áttað okkur á því að ef við tökum ekki á okkur ábyrgð og veitum þessu forystu, þá hjálp- ar það ekki mikið að segja að lög- reglan eigi að leysa vandann,“ hefur Berlingske eftir Frank Jensen, borgarstjóra í Kaup- mannahöfn. „Við verðum að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að ungt fólk fari inn í umhverfi glæpagengjanna og hjálpa þeim sem vilja komast út.“ gudsteinn@frettabladid.is Útgönguleið fyrir unga afbrotamenn Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn bjóða nú meðlimum glæpagengja aðstoð við að losna úr glæpaheiminum og komast inn á beinni brautir í lífinu. Nú þegar hafa fjörutíu ungmenni þegið boðið en talið er mögulegt að ná til 400 manns. VÍTISENGLAR Í KAUPMANNAHÖFN Átök glæpagengja hafa sett óskemmtilegan svip á mannlífið í Kaupmannahöfn á síðustu árum. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK Hönnun samgöngumið- stöðvar verður boðin út í næsta mánuði og framkvæmdir við hana ættu að hefjast fyrir ára- mót, eftir að Reykjavíkurborg og samgönguyfirvöld komust að samkomulagi um hana á fimmtu- dag. Samkvæmt því verður mið- stöðin 3.200 fermetrar í fyrsta áfanga. Þar verði innanlandsflug og aðsetur hópferðabifreiða. Heimildir blaðsins herma að á síðustu vikum hafi verið tekist á um hversu mörg bílastæði ættu að vera við miðstöðina. Samgönguyfirvöld vildu hafa þau mörg og ofanjarðar, sem er ódýrari kostur. En borgin vildi líta til hönnunarsamkeppni um framtíð Vatnsmýrar og hafa sem flesta bíla neðanjarðar. Ekki fengust nánari upplýsing- ar um niðurstöðuna í gærkvöldi en þær að bílakjallari verður við miðstöðina. Í fréttum Stöðvar tvö í gær kom fram að samgönguráðherra vonist til að framkvæmdum ljúki innan tuttugu mánaða. Kostnaður sé áætlaður tveir milljarðar króna. Blaðið hefur greint frá því að lífeyrissjóðir muni fjármagna verkið og fá endurgreitt í leigu og með farþegagjaldi. - kóþ Samkomulag hefur náðst milli samgönguyfirvalda og Reykjavíkurborgar: Samgöngumiðstöð á hreyfingu FRAMTÍÐARBORGIN Borgaryfirvöld litu til vinningstillögu úr hugmyndasam- keppni um framtíð Vatnsmýrarinnar þegar þau sömdu við samgönguyfirvöld. TAÍLAND, AP Stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrver- andi forsætisráðhera Taílands, halda ótrauðir áfram mótmæl- um gegn núverandi stjórn. Í gær lögðu þeir undir sig fjarskipta- fyrirtæki, sem lagðar höfðu verið niður útsendingar sjón- varpsstöðvar sem notið hefur vinsælda stjórnarandstæðinga. Á annan tug mótmælenda og lögreglumanna særðist í átökum á lóðinni. Her og lögregla beittu táragasi en mótmælendur grjóti og eldsprengjum. - gb Mótmælendur í Taílandi: Tóku sjónvarps- húsið á sitt vald
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.