Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 20

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 20
20 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjöl- far hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðu- neytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórn- sýslu lýðræðislegra, skilvirk- ara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbóta- verkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskipta- ráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikil- vægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahags- mála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármála- fyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um aukn- ar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveit- ingum til lykilstarfsmanna. Aukn- ar kröfur eru gerðar til stjórnar- manna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einka- hlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verð- bréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að aukn- ar kröfur verði gerðar til rekstrar- félaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseigna- tengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjár- málaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starf- semi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórn- ar bankans var skipuð peninga- stefnunefnd sem fer með vaxta- ákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendur- skoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsókn- arinnar var stóraukið, saksókn- urum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einn- ig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dóms- kerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdóm- ara um fimm auk þess sem starfs- mönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frum- varp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi mats- nefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfu- hafa gömlu bankanna. Nýju við- skiptabankarnir eru því fullfjár- magnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar banka- kerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármála- fyrirtæki sem tengjast eiganda- hlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fag- leg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar banka- hrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjár- málastofnana til að veita skattyf- irvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skatt- skyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldn- um sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frum- varp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagn- sæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem rík- isstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórn- ir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnu- brögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgrips- miklu og fordæmalausa rann- sóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánu- daginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Saga íslenskrar fiskveiðistjórn-ar sýnir hversu erfitt það er og flókið að koma á fót skilvirku og þjóðhagslega hagkvæmu fiskveiðistjórnkerfi sem um leiðir samrýmist hugmyndum manna um réttlæti. Þegar rætt er um réttlæti er mikilvægt að hlutirnir séu settir fram í sam- hengi, m.a. hverjar séu afleiðing- ar þess að hafa fiskveiðistjórn- kerfi A fremur en B? Einnig þarf ávallt að hafa heildarmyndina í huga því þótt eitt grundvallar- atriði í fiskveiðistjórnkerfi geti sýnst óréttlát, svo sem fram- sal veiðiheimilda, þá getur það verið nauðsynlegt til að kerfið í heild gangi upp. Illu heilli, að mínu mati, hefur þessa heildar- mynd oft skort þegar menn hafa rætt um íslenska fiskveiðistjórn og meint óréttlæti hennar. Jafn- framt hefur að mínu mati skort á að íslensk fiskveiðistjórn sé borin saman við sambærileg stjórnkerfi annars staðar, svo sem fiskveiðistjórn ESB. Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fisk- veiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvars- menn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þess- um málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahags- bandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970. Um það leyti sem aðildarviðræð- ur hófust var sú grundvallar- regla sett að aðildarríki skyldu hafa jafnan aðgang að fiskveiði- lögsögu hvers annars en með því vildu stofnríkin styrkja samn- ingsstöðu sína og tryggja að þau fengju aðgang að fiskimiðum væntanlegra aðildarríkja, þ.e. Bretlands, Danmerkur, Írlands og Noregs (Sjá m.a. bók Mark Wise frá árinu 1984 um sameig- inlegu fiskveiðistefnu ESB). Við sama tækifæri var mótuð sam- eiginleg styrkjastefna sem í 40 ár hefur aukið líkur á rányrkju, offjárfestingu og millifærslu fjármuna úr vasa skattborgara til einstakra aðila innan evr- ópsks sjávarútvegs. Það hefur aldrei verið rök- bundin nauðsyn að ESB hafi svo mikið vald við að stjórna fisk- veiðum í atvinnuskyni. Sú rétt- arstaða varð að veruleika vegna hagsmunamats stjórnmálamanna á sínum tíma en kom bræðra- bandalagshugsjónum um sam- eiginlega fiskstofna lítt við. Sú skýring að sterkt miðstjórnar- vald þurfi að vera á þessu sviði er að mínu mati eingöngu eft- iráskýring. Þessi meginstefna hefur svo gilt þegar aðildarvið- ræður hafa verið teknar upp við önnur fiskveiðiríki, þ.e. valdið til að setja lög um verndun fisk- veiðiauðlindarinnar er í höndum ESB en ekki í höndum einstakra aðildarríkja. Við það verður nýtt umsóknarríki að una, rétt eins og Bretland, Danmörk, Írland og Noregur (Norðmenn felldu aðild- arsamninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu) þurftu að gera forðum daga. Ákvarðanataka innan ESB á sviði fiskveiðimála sem og kerf- ið til að framfylgja fiskveiðilög- gjöfinni er með þeim hætti að engin ber í reynd ábyrgð á skyn- samlegri nýtingu auðlindarinn- ar (sjá t.d. skýrslu endurskoð- enda ESB nr. 7/2007). Ekki hefur verið samstaða um að koma á fót samræmdu aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimild- um, en kvótakerfi án framsals er kerfi sem venjulega er dæmt til að mistakast vegna ósveigjan- leika. Árangurinn af hinu sam- eiginlega kvótakerfi ESB frá árinu 1983 dæmir sig að mestu leyti sjálfur: 88% fiskstofna ESB eru taldir ofveiddir og um 30% nytjastofna eru taldir í svo slæmu ásigkomulagi að óvíst sé að hægt sé að byggja þá nokkurn tíma upp. Skattborgarar í mörg- um aðildarríkjunum greiða háa styrki til atvinnugreinarinnar og þekkist það jafnvel í sumum aðildarríkjum að árlegur eftir- litskostnaður sé hærri en afla- verðmætið! Taprekstur er regla fremur en undantekning í sjáv- arútvegi aðildarríkja ESB. Þrátt fyrir ýmsa ágalla íslenska fiskveiðistjórnkerfisins virðist það hafa yfirburði í sam- anburði við sameiginlega fisk- veiðistefnu ESB. Hvernig væri að ræða um réttlæti íslenska kerfisins og óréttlæti þess á slíkum grundvelli eða einhverj- um öðrum vitibornum forsend- um, svo sem á grundvelli stað- reynda um sögulega þróun þess eða t.d. með því að bera það saman við færeyska sóknardaga- kerfið við stjórn botnfiskveiða? Er það til of mikils mælst? Eða eigum við, í þessu örsamfélagi, kannski frekar að halda áfram að rökræða þetta mikilvæga málefni á grundvelli slagorða og staðalímynda? Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mín- ar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endur- taki sig ekki … Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur við Laga- stofnun Háskóla Íslands Evrópumál Fiskveiðistefna Íslands og ESB Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra Stjórnsýsla Í p o k a h o rn in u Norræn fjármögnun - kynning á tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki Norrænu fjármögnunarsjóðirnir NEFCO og NOPEF efna til kynningar á starfsemi sjóðanna og möguleikum íslenskra fyrirtækja til að sækja um stuðning á Hótel Nordica Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl kl. 08.00–10.00. NEFCO (Nordic Environment Finance Corporation) fjármagnar verkefni á grannsvæðum Norðurlanda í Austur-Evrópu, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Verkefnin skulu miða að því að minnka álag á umhverfið, t.d. við öflun og nýtingu orku, í iðnaði og við meðhöndlum úrgangs. NEFCO er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu ríkisstjórna Norðurlandanna. NOPEF lánar/styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki til forathugana á hagkvæmni þess að setja upp starfsemi í löndum utan EES svæðisins. NOPEF starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Dagskrá fundarins Setning Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og fulltrúi í stjórn NEFCO Kynning á starfsemi NEFCO Magnus Rystedt, framkvæmdastjóri NEFCO Möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki Þórhallur Þorsteinson, fjárfestingastjóri hjá NEFCO Kynning á starfsemi NOPEF Brynhildur Bergþórsdóttir, fulltrúi Íslands í stjórn NOPEF Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum með viðtalstíma á hótelinu. Boðið verður upp á morgunverð. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku til umhverfisráðuneytisins í síðasta lagi þriðjudaginn 13. apríl á netfangið: postur@umh.stjr.is Kvíðastjórnunarnámskeið Sex vikna námskeið er að he ast á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar undir stjórn Sóleyjar D. Davíðsdót- tur og Unnar Jakobsdó ur Smára sálfræðinga. Kenndar verða leiðir hugrænnar a erlismeðferðar l draga úr áhyggjum og almennum kvíða, auka streituþol og vellíðan. Námskeiðið hefst 21. apríl og verður á miðvikudags- e irmiðdögum frá 16:00-18:00. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 en verð námskeiðs er 39 000 krónur. Nánari upplýsingar má fi nna á: www.kms.is.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.