Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 24

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 24
24 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Mikil umræða hefur verið um þá ákvörðun borgar- stjórnar að ganga til samninga við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun Korpúlfsstaðavallar. Því miður hefur umræðan ein- kennst af neikvæðri umfjöll- un um golfíþróttina, að golf sé lúxusíþrótt og fleira í þeim dúr. En lítum á nokkrar staðreynd- ir. Golfsamband Íslands er næst fjölmennasta sérsamband á Íslandi með rúmlega 16 þús- und skráða félaga og samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir GSÍ fóru tæplega 40 þús- und Íslendingar í golf 5 sinnum eða oftar á síðasta ári. Þá hefur komið fram í umræðunni að um 300 þúsund heimsóknir voru á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur á árinu 2009. Golf er almenningsíþrótt hér á landi og þeir sem spila golf eru þverskurður af okkar samfélagi. Á golfvellinum spila iðnaðarmenn við hlið atvinnu- rekenda og börn með foreldrum sínum. Undanfarin 15 ár hefur mikil viðhorfsbreyting orðið til golfíþróttarinnar og börn og unglingar fengið meiri áhuga á íþróttinni en áður. Í áðurnefndri könnun Capacent sögðu 50% af þeim börnum og ungmenn- um á aldrinum 12-20 ára sem spurð voru að þau hefðu áhuga á golfíþróttinni, annaðhvort sem iðkendur eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni nánar. Þeir sem verið hafa í forystu fyrir golfklúbba landsins hafa reynt að stilla gjöldum í hóf og sýna aðhald og skynsemi í rekstri og þannig haldið félagsgjöldum í lágmarki. Þá hafa golfklúbb- arnir haft félagsgjöld barna og ungmenna í hófi og við lauslega könnun á kostnaði við almenna íþróttaiðkun þá er líklega hvað ódýrast að leyfa barni að æfa golfíþróttina af öllum þeim möguleikum sem í boði eru. Íslenskir golfvellir hafa miklu sérstöðu hvað varðar landslag og náttúrufar og hefur golfhreyf- ingin undanfarið unnið að því að markaðsetja íslenska golfvelli á erlendum mörkuðum. Full- trúar frá Samtökum golfferða- skrifstofa voru hér á landi síð- asta sumar og tóku út flesta 18 holu golfvelli landsins. Það var mat þessara aðila að við ættum mikla möguleika á að fá fjölda kylfinga til landsins til að upp- lifa þá sérstöðu sem hér væri að finna. Í því samhengi er að sjálf- sögðu verið að stefna að því að auka gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Það er alkunna að í kreppu leit- ar fólk inn á við, ferðalög dragast saman og fjölskyldan leitast við að nýta þann aukna frítíma sem verður með minnkandi atvinnu- möguleikum. Golfklúbbarnir á Íslandi fundu greinilega fyrir þessari þörf síðastliðið sumar því algjör sprenging varð í heim- sóknum á golfvelli landsins og sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu. GR var langt frá því að geta annað þeirri eftirspurn sem varð á golfvöllum klúbbsins, þrátt fyrir að klúbburinn hafi reynt að auka möguleika sinna félaga á að stunda íþróttina með því að gera samninga við ýmsa golfklúbba í nágrenni borgarinnar. Golfvellir landsins eru nú óðum að taka á sig lit sumars og kylfingar landsins iða í skinn- inu eftir því að komast út. Það er von okkar kylfinga að þrátt fyrir kreppu hættum við ekki að byggja hér betra samfélag og leita leiða til að auka lífsgæði þeirra sem hér búa. Við erum sannfærð- ir um að því fleiri golfvellir sem byggðir verða, því meiri sparnað- ur verður í samfélaginu á öðrum sviðum. Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opn- una í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsund- ir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningn- um, einkum vegna of hás vaxta- stigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og geng- ið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða auka- lega í erlendum skuldbinding- um. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody´s sér til stuðnings, en rannsókn- ir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðug- ar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody´s og annarra ámóta álits- gjafa; fara í saumana á staðhæf- ingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody´s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöð- ugar þar sem Norðurlandaþjóð- irnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusam- bandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesa- ve og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinn- ar fyrir áframhaldandi stóriðju- stefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tím- ann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri nið- urstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðing- ar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frá- gangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóð- inni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem lang- vinna baráttu – sjálfstæðisbar- áttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Hörður Þorsteinsson Framkvæmdastjóri Golf- sambands Íslands Íþróttir Ögmundur Jónasson Alþingismaður Efnahagsmál Því miður hefur umræðan einkennst af neikvæðri um- fjöllun um golfíþróttina, að golf sé lúxusíþrótt og fleira í þeim dúr. Til varnar golfíþróttinni Tryggjum jafn- rétti á Nýja Íslandi Hvert hefur okkur miðað með launajafnréttið, hvar erum við stödd og hvert ætlum við að stefna? Við Íslendingar áttum fyrst þjóða konu í emb- ætti forseta lýðveldisins, eigum núna konu á stóli forsætisráð- herra og aldrei fyrr hafa fleiri konur gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn Íslands en ein- mitt nú. Margt hefur áunn- ist í jafnréttismálum á und- anförnum árum. Konur hafa menntast sem aldrei fyrr, þeim hefur fjölgað í stjórnum, nefnd- um og ráðum, þó það mætti ganga hraðar. Í raun er löngu orðið tímabært að setja lög um jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum stofnana og fyrir- tækja. En ennþá hefur okkur ekki tekist að útrýma launamun kynjanna. Nú þegar allt samfélagið gengur í gegnum endurupp- byggingu í kjölfar eyðilegg- ingar gráðugra fjármáladólga megum við ekki sofna á verð- inum. Á þessum krepputímum verðum við öll að halda vöku okkar, snúa bökum saman og passa upp á að konur verði ekki frystar úti. Niðurskurðar- aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar, sameining og tilfærsla stofnana, eru nú að koma fram af fullum þunga og þá ber okkur að standa vörð um að aðgerðirnar komi ekki harðar niður á störfum og launakjör- um kvenna en karla, og halda áfram baráttunni gegn launa- mun kynjanna. Þessa dagana stendur SFR stéttarfélag fyrir ráðstefnu- röð á landsvísu um jafna stöðu kynjanna og er það framlag félagsins til jafnréttismála í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Framúrskarandi fyrirlesarar hafa lagt ráðstefnuröðinni lið og fjalla um jafna stöðu kynj- anna frá mörgum sjónarhorn- um. Markmiðið með ráðstefn- unum er að varpa mögulega nýju eða að minnsta kosti öðru ljósi á umræðuna um jafnréttis- mál og fá fleiri til að koma að umræðunni. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Akureyri á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna þann 8. mars sl. Næsta ráðstefna er á Egils- stöðum, Hótel Héraði, 14. ágúst kl. 11.30 og hvet ég sem flesta til að skrá sig, mæta og taka þátt í umræðunni. Þar verð- ur m.a. rætt um kynjamynd- ir á vinnumarkaði , karlremb- ur og kvenrembur. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Allar nán- ari upplýsingar og skráning á www.sfr.is. Nýtt Ísland má ekki verða spegilmynd þess gamla, þá er allt til einskis unnið. Berum virðingu hvert fyrir öðru og göngum hlið við hlið til betri framtíðar. Svala Norðdahl Fulltrúi í afmælisnefnd SFR Jafnréttismál Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 41 61 9 Borgarveisla í vor Barcelona 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) Sértilboð - frá kr. 59.900 – flugsæti Flug & gisting í 4 nætur Barcelona Sants kr. 79.900 Prag 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) Sértilboð - frá kr. 59.900 – flugsæti Flug & gisting í 3 nætur Hotel Top kr. 69.900 Búdapest 22. og 29. apríl Sértilboð - frá kr. 59.900 – flugsæti Flug & gisting í 4 nætur Hotel Marmara kr. 74.700 Allra síðu stu sætin - frábær sértilboð !
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.