Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 26
26 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR V igdís tekur á móti blaðamanni á heim- ili sínu við Aragötu. Það er hlýlegt og fallegt heimili vinn- andi konu, bækur og pappírar bera því vitni að sú sem hér býr er önnum kafin. Forsetinn fyrrverandi hefur líka í nógu að snúast, hún er vel- gjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, hún hefur nýverið tekið sæti í nýrri nefnd UNESCO sem stuðla á að skilningi milli menningarsvæða, hún fylg- ist náið með starfinu sem unnið er á stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur við Háskóla Íslands, hún ferð- ast um heiminn og heldur erindi á ráðstefnum. Skyldi vera til dæmi- gerður dagur hjá Vigdísi Finnboga- dóttur um þessar mundir? „Ja, hvernig á ég að lýsa honum, ég reyni að hafa hann skemmtileg- an,“ segir Vigdís og hlær við. „Ég iðka Qi gong þrisvar í viku hjá Gunnari Eyjólfssyni og félögum. Svo afgreiði ég póst, ég fæ mikið af pósti og reyni að sinna honum. Ég vinn talsvert hérna heima en hef líka aðstöðu í stofnuninni og er í miklu sambandi við hana. Ætli ég megi ekki teljast drjúgur liðsmaður hennar. Ég er auðvit- að ekki fræðimaður en nýtist vel til að koma á ýmsum samböndum. Stundum þegar koma erlendir gestir tökum við á móti þeim hér á heimilinu enda gott að taka á móti gestum hér.“ Tungumál lykill að heiminum Rannsóknir á erlendum tungumál- um heyra undir stofnunina sem ber nafn Vigdísar, en hún hefur lengi haft mikinn áhuga á tungu- málum og áhuginn er ekki að dala. „Ég heyrði serbó-króatísku í morg- un í Melabúðinni, ég þekkti ekki tungumálið og var nánast komin með höfuðið ofan í frystinn til að heyra betur í fólkinu sem þar var að tala saman. Ég endaði á því að spyrja þau hvaða tungumál þau væru að tala og það var þá serbó- króatíska.“ Vigdís segir afar mikilvægt að efla þekkingu Íslendinga á erlend- um tungumálum, þau séu lykillinn að heiminum, fólki og menningu. „Þau eru lykillinn okkar að því að skilja heiminn. Það er reynd- ar sorglegt að enskan skuli vera hér eins allsráðandi og hún er sem skýrist af því að hún er það tungumál sem mestmegnis heyr- ist í bíómyndum og sjónvarps- þáttum. Norðurlandamálin eru okkur til dæmis afar mikilvæg og krakkar eru ekki nógu duglegir að læra þau. Þau byrja að læra þau of seint,“ segir Vigdís sem þykir miður að Norðurlandabúar noti ensku í samskiptum sín á milli í stað Norðurlandamálanna. Bestu vinirnir á Norðurlöndum „Ég er að fara að halda erindi á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um aukinn skilning milli Norðurlanda- tungumálanna, dönsku, sænsku og norsku. Íslendingar verða þar og eiga þar erindi enda verðum við að vera vakandi fyrir því að læra þessi tungumál. Við eigum hvergi betri vini en á Norðurlöndum, við erum ein af þeim, ekki síst af því að við berum það lán að hafa geymt arfinn, grunntungumálið og sögurnar,“ segir Vigdís. „Og ekki þarf að nefna það að þekking á tungumálum er samofin þekkingu á menningu.“ Vigdís hefur séð það vel í starfi sínu sem velgjörðarsendiherra tungumála hvernig hætta er á því að þekking glatist ef tungumál tapast. „Ef tungumál hverfur þá hverfur þekking á umhverfinu. Til eru dæmi um tungumál sem fela í sér þekkingu til dæmis á því hvernig binda á jarðveg í fjalls- hlíðum til dæmis í Suður-Amer- íku, sem vörn gegn aurskriðum. Hættan er sú ef að þessi tungumál deyja út þá hverfi þekkingin í senn á menningu og umhverfi. Víða um heim eru mörg hundr- uð undurfalleg tungumál sem eru í hættu. Það er nokkur kaldhæðni að opinberu tungumálin sem börn læra af bókum í skólum verða þannig til þess að þau tapa smátt og smátt sínu eigin máli. Þau koma heim og geta illa talað við afa og ömmu. Síðan hverfur elsta kyn- slóðin og með henni tungumálin, sögur og fróðleikur.“ Um 6.800 tungumál eru í heim- inum að talið er og þar af er um helmingurinn í hættu. Vigdís segir UNESCO leggja baráttunni gegn fækkun tungumála lið til dæmis með því að hjálpa til við skrásetn- ingu tungumálanna, og með því að vekja athygli stjórnvalda í ýmsum löndum á menningarverðmæti allra þessara fjölda tungumála hvers og eins. Þarf að passa íslenskuna Íslenskan er til allrar hamingju ekki tungumál í hættu, en það þarf að passa hana, segir Vigdís. „Íslenskan stendur traust og sterk en hún þarf að vera stöðugt á varðbergi til að glata ekki ríki- dæmi sínu. Orðatiltæki til dæmis byggja svo mikið á atvinnuhátt- um fyrri tíma og það gerir það að verkum að þau hverfa smátt og smátt. Fyrst byrja menn að fara rangt með því þeir skilja ekki orða- tiltækin og þau brenglast og síðan er hætta á því að þau hverfi. Öll tungumál þróast, en við stöndum andspænis því að íslensk- an verði miklu fátækari. Aftur á móti eigum við svo frábæra rithöf- unda í samtíðinni sem skrifa svo fallega íslensku, koma hugsunum sínum og skáldskap svo frábær- lega vel á þetta tungumál okkar sem er okkur svo dýrmætt. Því hef ég ekki eins miklar áhyggjur og ég hefði ella.“ Merkingarlaus hæ og bæ „En ég verð nú samt að minnast á hæ hæ og bæ bæ, sem hafa enga merkingu og eru slæm skipti fyrir komdu sæll og blessaður á minn fund. Svo er svo fallegt að segja bara bless,“ segir Vigdís. Hún er afar ánægð með að sendibréf sem hún fékk nýlega frá tíu ára stúlku á Hólmavík, Unu, þar sem hún upplýsir að hún sé hætt að nota hæ Ekki benda mér á helga steininn „Ég hef lært margt um mannlegar tilfinningar á ævinni,“ segir Vigdís Finnbogadóttir sem fagnar stórafmæli í næstu viku. Við getum stýrt gleðinni og reiðin bitnar mest á þeim sem er reiður, segir forsetinn fyrrverandi. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Vigdísi og ræddi við hana um íslenskt mál og erlend tungumál, viðfangsefni líðandi stundar og framtíðarsýn. ÖNNUM KAFIN Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofunni á heimili sínu þar sem hún sinnir verkefnum dagsins, svarar pósti og undirbýr þau verkefni sem eru í farvatninu hverju sinni. Hún hefur einnig skrifstofuaðstöðu í stofnuninni sem er við hana kennd en þangað fer hún iðulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenskan stendur traust og sterk en hún þarf að vera stöðugt á varðbergi til að glata ekki ríki- dæmi sínu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknar- stofnun fræðimanna í erlendum tungumálum, bókmenntum og málvís- indum innan hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Unnið er að því að reisa byggingu sem hýsa myndi starfsemi stofnunarinnar þar á meðal alþjóða tungumálastofnun sem áreiðanlega mun gera garðinn frægan. Byggingunni hefur verið ætlaður staður austan við Háskólabíó en háskólinn hefur samþykkt að leggja fé til verksins auk lóðarinnar takist að fjármagna það að öðru leyti. „Þetta er glæsileg framtíðarsýn og það er vegna þess að hún er raunsæ. Mér þykir svo vænt um að hún verður í nábýli við hús íslenskra fræða. Þessar stofnanir munu saman geta lyft grettistaki og skapað ótal ný tækifæri til þekkingar á sviði tungumála og menningar,“ segir Vigdís sem segist hafa séð svo marga drauma verða að veruleika að hún trúi því að þessi verði það. „Borgarleikhúsið virtist fjarlægur draumur lengi vel en reis á endanum,“ segir Vigdís sem efast ekki um að þessar áætlanir verði með samstilltu átaki að veruleika. Hægt er að fræðast um nánar um verkefnið og stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur á vefsíðunni www.vigdis.hi.is. GLÆSILEG OG RAUNSÆ FRAMTÍÐARSÝN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.