Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 27
LAUGARDAGUR 10. apríl 2010 27 og bæ og segir í þess í stað „vertu margblessuð og sæl,“ og kveður forsetann fyrrverandi með orðun- um „vertu blessuð og lifðu lengi.“ „Þú sérð að bréfin sem ég fæ eru mjög fjölbreytileg. Það er svo gaman að fá svona sendibréf hand- ritað. Tölvupóstur er gagnlegt nútímafyrirbæri til að hafa gott samband heimavið og til útlanda og ég nota hann auðvitað mikið. Því er ekki að neita að handskrift er á undanhaldi. Að mínu mati ætti að leggja áherslu á að efla skrift- arkennslu, skrift er hin uppruna- lega tjáning hugans með hendinni og henni er því miður ekki haldið eins vel til haga og ætti að gera. Að skrifa vel er mikilvægt. Allir geta lent í þeim aðstæðum að þurfa að handskrifa skilaboð eða undirrita bréf. Ég hef oft sagt við krakka að þau geti orðið ráð- herrar og alþingismenn og verði þá að geta skrifað vel nafnið sitt og falleg orð í gestabækur eða við ýmis tækifæri á kort sem fylgja gjöfum,“ segir Vigdís. Fjórum sinnum tuttugu ára Í næstu viku er komið að tíma- mótum í lífi Vigdísar, hún verður áttræð eða fjórum sinnum tuttugu ára eins og hún segir sjálf. Í tilefni dagsins, 15. apríl, verður hátíðar- dagskrá í Háskólabíói, þar sem vinir og velunnarar ætla að troða upp. „Ég er er djúpt snortin af því vinarþeli að vinir mínir vilji halda upp á afmælið með þessum hætti og setja saman vandaða dagskrá, sem ég veit reyndar ekki hver er nema að það er búið að lofa mér því að hún verði skemmtileg og það verði engar ræður. Það hafa alltaf verið óskráð lög hjá mér að ræður skuli vera örstuttar og bannað að bera lof á viðstadda,“ segir Vigdís sem hlakkar til afmælisins og ekki síður áfram- haldandi verkefna. „Það er svo gaman þegar maður lítur yfir farinn veg, hve raunveru- lega maður hefur lært mikið. Ekki endilega með því að sitja endalaust yfir bókum. Lærdómurinn felst í því að skilja lífið út yfir bókina og leggja saman alla þá reynslu sem maður hefur orðið fyrir á lífs- ins vegi. Og þá er auðvitað næsta spurning, hvað hefurðu lært kona góð?,“ segir Vigdís og svarar spurningunni óumbeðin. Hægt að stýra gleðinni „Ég til dæmis hef lært margt um mannlegar tilfinningar. Ég hef lært að maður getur stýrt gleð- inni eilítið sjálfur. Reiðin er til að mynda fjandsamleg þeim sem er reiður og bitnar mest á honum sjálfum. Mig langar svo til þess að styrkurinn felist í því hjá þessari þjóð að stíga út fyrir reiðina og horfa saman á það sem verðmæt- ast er, að við skulum eiga þetta land og vera frjáls þjóð í þessu landi,“ segir Vigdís sem vonast til þess að þjóðin geti stigið það skref að viðurkenna að það sé mannleg- ur þroski að setja sig inn í málefni og skoðanir annarra, virða þær og að menn geti orðið sammála um að vera ósammála. „Sjáðu Frakka, þeir geta rætt fram og aftur um sínar skoðan- ir, enda hafa þeir svo ríka heim- spekilega hefð. Ég held að það sé aðkallandi að taka aftur upp ársnámið í „fílunni“, eitt ár af heimspekikennslu i háskóla, eins og var hér áður fyrr, eða þá í menntaskóla. Það er afar mik- ils virði að átta sig á skoðunum og hugmyndum – þá fyrst fer að verða gaman að ræða, spjalla og diskútera. Þarna koma líka tungumálin inn, þekking á þeim og menningarsögu annarra þjóða. Við erum ekki ein í heiminum,“ segir Vigdís sem svo sannarlega talar þar af reynslu. Vigdís hefur farið víða og nokk- ur ferðalög eru á dagskránni á næstunni. „Ég er þakklát fyrir að hafa haldið svona góðri heilsu og geta sinnt svona mörgum verkefn- um,“ segir hún og segir alls ekki á dagskrá að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég fæ þessa spurningu öðru hverju en segi þá yfirleitt á móti, hvar er þessi helgi steinn? Ef þú sérð hann þá þarftu ekkert benda mér á hann – ekki strax að minnsta kosti.“ SKEMMTILEGT SENDIBRÉF Vigdísi berast fjölmörg bréf en sérlega ánægð var hún með eitt frá Unu, tíu ára stúlku á Hólmavík: „Kæra Vigdís ég met það mikils að þú ert kona og varst forseti Íslands. Konur eiga að vera sjálfstæðar … Ég ætlaði að segja þér sérstaklega að ég er hætt að segja hæ og bæ. Nú segi ég vertu margblessuð og sæl og vertu blessuð. Svo vertu blessuð og lifðu lengi,” segir meðal annars í bréfinu. 15. apríl næstkomandi verður efnt til afmælisveislu í tilefni áttræðisafmælis Vigdísar Finnbogadóttur. Hátíðin verður í Háskólabíói og eru allir velkomnir þangað á meðan húsrúm leyfir. Þeim sem ekki eiga heimangengt verður boðið að fylgjast með því hátíðinni verður bæði útvarpað og sjónvarpað beint. Skemmtidagskrá til heiðurs Vigdísi hefst klukkan hálffimm en húsið verður opnað klukkustund fyrr og verður boðið upp á veitingar. Í tilefni afmælisins stendur stofnun Vigdísar Finnbogasdóttur einnig fyrir alþjóðlegri ráðstefnu. Yfirskrift hennar er Varðveisla framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru. Hún samanstendur af lykilfyrirlesurum ásamt samhliða málstofum þar sem fjallað verður um bókmenntir, menningu og tungumál frá ýmsum sjónarhornum. Meðal fyrirlesara verða: Martthi Athisaari, fyrrverandi forseti Finnlands og friðarverðlaunahafi Nóbels, Irina Bokova, fram- kvæmdastjóri UNESCO, og Páll Skúlason prófessor og fyrrver- andi rektor Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur vigdis.hi.is og á heimasíðu ráðstefnunnar: http://vefir. hi.is/vigdisconference2010/ AFMÆLISHÁTÍÐ OG RÁÐSTEFNA PwC á sér rætur í íslensku viðskiptalífi frá 1924 ... „Starfi ð hjá PwC er bæði fjölbreytt og krefjandi. Sem viðskiptafræðingur á endurskoð- unarsviði fæst ég aðallega við endurskoðun og aðra sérfræðiþjónustu fyrir stærri og smærri fyrirtæki. Í þessu felast mikil samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn. Ábyrgðin er mikil en hér leggjast allir á eitt við að skila faglegri vinnu og það er sönn ánægja að sinna viðskiptavinunum í svo öfl ugu teymi”. Margrét Inga Guðnadóttir, viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði PwC „Hér leggjast allir á eitt við að skila faglegri vinnu”... E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.