Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 28
28 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR VÆNTINGARNAR Í slenska þjóðin hefur líklega ekki beðið með jafn mikilli eftirvæntingu eftir nokkrum sköpuðum hlut og skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Á fyrstu dögunum eftir hrunið í byrjun október 2008 var farið að kalla eftir slíkri rannsókn en það var hins vegar ekki fyrr en undir lok nóvember sem frumvarp þar um var lagt fram í þinginu. Að því stóðu formenn allra flokka en forseti þingsins var fyrsti flutningsmaður. Meðferð frumvarpsins tók tvær vikur og lög voru sett 12. desember. Nefndin var skip- uð á næstsíðasta degi ársins 2008 og hóf hún störf í byrjun árs 2009. Markmið rannsóknarinnar var einfalt; að leita sannleikans. Og til að svo mætti verða fékk nefndin heimildir með lögum til að ljúka upp öllum dyrum alls staðar, krefjast allra mögulegra upplýsinga og kalla til viðtals eða skýrslutöku hvern þann sem nefndinni hugn- aðist. Enginn mátti eiga leyndarmál gagnvart nefndinni; bankaleynd og þagnarskyldu var aflétt. Búist við miklu Miklar væntingar eru gerðar til skýrslunn- ar og hafa nefndarmenn sjálfir ýtt undir þær. Orð Páls Hreinssonar í Vikulokum Ríkisútvarpsins í ágúst á síðasta ári um að engin nefnd hefði þurft að færa þjóð sinni eins slæmar fregnir og rannsóknarnefndin vöktu vitaskuld athygli. Og þá ekki síður orð Tryggva Gunnarssonar á blaðamannafundi í janúar um að hann hefði oft verið gráti nær yfir því sem hann hefði séð við störf sín. Á sama fundi sagðist hann telja hyggilegt að frí yrði gefið í samfélaginu í tvo eða þrjá daga svo fólk gæti lesið skýrsluna. Ljóst er líka að einstaka stjórnmálamenn hafa alveg sérstakar væntingar til skýrsl- unnar. Þannig býst Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra til dæmis við að Sjálfstæðis- flokkurinn fái það óþvegið. Orð hans í Silfri Egils, daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars, verða ekki skilin öðruvísi. „Þú ert kjarkmikill sem formaður Sjálf- stæðisflokksins að tala svona um ríkisstjórn- ina sem tók við þrotabúi ykkar. Við skulum tala saman eftir viku þegar rannsóknar- skýrsla Alþingis kemur fram,“ sagði Stein- grímur við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. En við hverju má búast? Fátt hefur fregnast af innihaldi skýrslunnar. Þó er vitað að nefndin telur að tilteknir emb- ættis- og stjórnmálamenn hafi gert mistök eða vanrækt störf sín. Tólf slíkum gafst kost- ur á að lesa það sem um þá er skrifað og gera við það athugasemdir. Einnig er vitað að nefndin hefur í störfum sínum rekist á ýmislegt sem hún telur varða við lög. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verða ríkissaksóknara afhentar upplýsingar þar um í býtið á mánudag. Bankarnir í fókus Við rannsóknina var aflað ógrynni gagna, ekki síst úr tölvukerfum bankanna. Það voru jú þeir sem fóru á hausinn. Farið var yfir hundrað stærstu lántakendur hvers banka um sig og viðskipti þeirra greind í þaula. Skoðað- ar voru afgreiðslur lánanna innan bankanna, tryggingar, lánskjör, áhættumat, frágangur skjala, hverjir komu að ákvörðunum um fyrir- greiðsluna og skilvirkni áhættustýringar. Kannað var líka hvort tilteknir einstakling- ar hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bönk- unum. Í þeim hópi eru meðal annars alþingis- menn, fjölmiðlamenn, opinberir starfsmenn, hluthafar í bönkunum og starfsmenn þeirra. Þá var sjónum beint að krosseignatengslum, tilraunum til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í bönkunum og launagreiðslum, bónusum og kaupréttum starfsmanna þeirra. Niðurstaðan Eins og áður sagði var markmið rannsókn- arinnar að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Af lestri laga um rannsóknina að dæma er ekki við því að búast að einstaka menn í viðskiptalífinu verði útmálaðir skúrkar í skýrslunni. Nefndin átti enda fyrst og fremst að afla upplýsinga um starfsemi fjármálafyrirtækja, gera úttekt á lögum og reglum og leggja mat á eftirlit og upplýsingagjöf. Einnig að leggja til breyting- ar á lögum og vinnubrögðum til að styrkja stjórnsýsluna. Þá hefur þingið skipað sérstaka nefnd til að fjalla um skýrsluna og móta tillög- ur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar. En Tryggvi næstum grét og Páll sagði fregnirnar slæmar og ríkissaksóknari fær víst sitt. Skýrslan fer á netið upp úr tíu á mánudag. Sannleikurinn kemur í ljós Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur út á mánudag. Sumir óttast hvítþvott en aðrir vonast til að endurreisn samfélagsins geti loksins hafist af alvöru. Nefndarmenn sjálfir spöruðu ekki stóru orðin. Björn Þór Sigbjörnsson pældi í störfum nefndarinnar og því sem búast má við. RANNSÓKNARNEFND ALÞINGIS Í henni sitja Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Páll Hreinsson hæstaréttardómari og Sigríður Benediktsdóttir, kennari við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Vonandi tekið á landráðunum „Ég óttast að skýrslunni megi líkja við það sem Esóp sálugi sagði: Fjall- ið tók joðsótt og fæddist lítil mús,“ segir Davíð Scheving Thorsteins- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri. „En ég vona hins vegar að hún fletti ofan af þeirri ormagryfju fjármála- kerfisins sem var forsenda þess gerviárangurs sem menn stærðu sig af. Ég vona innilega að tekið sé á árásinni á krónuna, því árás nokkurra siðblindra manna á hana var árás á íslensku þjóðina og árás Íslendinga á íslenska þjóð eru land- ráð.“ Atburðirnir endurtaki sig ekki „Ég hef þær væntingar að hið sanna komi í ljós, hvernig í ósköpunum þessi staða gat orðið á íslenskum fjármálamarkaði. Það er það sem við þurfum að fá að vita,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Ég vona auðvitað líka að niðurstöðurnar verði settar þannig fram að hægt verði að vinna úr þeim svo að komið verði í veg fyrir að svona nokkuð geti aftur gerst.“ Feillinn liggur í sjálfu kerfinu „Væntingarnar eru miklar en ekki er annað að gera en að lesa skýrsluna og sjá hvað stendur í henni,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöf- undur. „Það má ekki gleymast að nefndin var skipuð af hrunstjórninni og hún rannsakar sjálfsagt van- rækslu manna í starfi og þvíumlíkt. En málið er hins vegar miklu stærra og feillinn liggur í sjálfu kerfinu. Þegar hrunið varð réðust til dæmis allir á Jónas í FME. Talað var eins og hann hefði búið kerfið til en ég held hins vegar að kerfið hafi búið Jónas til.“ Endurreisnin hefjist í framhaldinu „Ég efast um að í skýrslunni verði upplýsingar sem komi mönnum algjörlega á óvart þótt allir séu að bíða eftir að hinn stóri sannleik- ur komi í ljós,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Við vitum að ábyrgðin liggur víða og að málið er ekki einfalt. Ég vona að ekki verði farið í hausaveiðar og árásir á fólk í kjölfar skýrslunnar heldur einhendi menn sér í að hefja endur- reisn sam- félagsins af krafti.“ ➜ TAFIRNAR Eftir viku kemur skýrslan, sagði Steingrímur J. Sigfússon 7. mars. Við þurftum að bíða lengur. Upphaflega átti hún að koma út fyrir 1. nóvember. Hún er því að koma út næstum hálfu ári eftir upphaflegan útgáfudag. Ljóst er að hvorki stjórnmála- né nefndarmenn gerðu sér almennilega grein fyrir umfangi verksins þegar lagt var af stað. Athyglisvert er reyndar að síðast í nóvember töldu nefndarmenn skýrsluna og fylgigögn telja rúmlega þúsund blaðsíður. Nú er hins vegar ljóst að hún verður rúmlega tvö þúsund síður. Til viðbótar er svo skýrsla sérstaks vinnuhóps um siðferði sem að líkindum verður upp á 500 blaðsíður. Rannsóknarnefndin komst ekki klakk- laust frá störfum sínum og um tíma leit út fyrir að Sigríður Benediktsdóttir þyrfti að hverfa úr nefndinni. Í það minnsta þurftu félagar hennar að taka sérstaka ákvörðun um að hún væri hæf til áframhaldandi setu. Áður höfðu þeir boðið henni að hætta. Sigríður er kennari við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Í apríl á síðasta ári veitti hún skólablaði Yale viðtal um bankahrunið á Íslandi og störf sín fyrir rannsóknar- nefndina. Sagði hún meðal annars: „Ég er miður mín yfir þessu hruni. Mér finnst það vera afleiðing öfgakenndrar græðgi af hálfu margra og glæfralegs andvaraleysis þeirra stofnana sem báru ábyrgð á því að hafa eftirlit með starfsgreininni og báru ábyrgð á að tryggja fjármálalegan stöðug- leika í landinu.“ Þessi ummæli taldi Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, lýsa huglægri afstöðu Sigríðar, hún hefði þegar gert upp hug sinn til hluta rannsókn- arefnisins. Taldi Jónas í þessu ljósi ekki tryggt að málefnaleg sjónarmið yrðu lögð til grundvallar og að réttaröryggi þeirra sem hagsmuni hefðu að réttri niðurstöðu nefndarinnar væri ógnað. Að athuguðu máli komust Páll og Tryggvi að þeirri niðurstöðu að ummæli Sigríðar hefðu verið almenn og hún því ekki gert sig vanhæfa til frekari starfa. Tekist á um hæfi Sigríðar Allar götur frá því að nefndin tók til starfa hafa vaknað spurningar um hvort og þá hvernig hún tekur á ýmsum álitamálum sem ekki eru sérstaklega tilgreind í lögunum um rannsóknina en kunna, með einum eða öðrum hætti, að falla undir hana. Meðal þess er þáttur forsetans í útrásinni. Verða honum gerð skil? Verður fjallað um sölu Búnaðarbankans og Landsbankans? Verður vikið að fjárframlögum banka og annarra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og -manna? Verður fjallað ítarlega um framgöngu fjölmiðla á góðæristímanum og möguleg tengsl þeirra við útrásarvíkinga? Nær athugunin til fræða- og háskólasamfélagsins sem sumir telja að hafi brugðist? Hafði alþjóðlega lausafjárkreppan jafn mikil áhrif á íslensku bankana og sumir vilja vera láta? Nefndin verður að líkindum dæmd af því sem hún rannsakar ekki, alveg eins og af því sem hún rannsakar. Nokkrar spurningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.