Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 30

Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 30
30 M alcolm McLaren lést á fimmtu- dag í Sviss, þar sem hann hafði verið í meðferð við krabbameini sem hann greindist með í október síðastliðnum. Hann var 64 ára að aldri. Enginn vafi leikur á því að McLarens verður helst minnst sem umboðsmanns ensku pönk-frumkvöðl- anna í Sex Pistols, þótt deilt sé um hversu stórt hlutverk McLaren lék í uppgangi og ekki síður falli þeirrar sveitar, en líftími hennar var ekki langur (ef frá er talin endurkoma sem flestir sanntrúaðir pönkarar vilja gleyma sem fyrst) þótt áhrifanna gæti enn. Sjálfur lét McLaren ávallt í það skína að hann væri heilinn að baki pönkinu eins og það lagði sig og kallaði feril Sex Pistols Rokksvindlið mikla, eins og frægt er orðið. Margir voru honum þó ósammála í því efni, ekki síst forsöngvarinn Johnny Rotten, sem deildi harkalega á umboðsmanninn í ævisögu sinni frá árinu 1993 og kallaði hann meðal annars illgjarnasta mann í heimi. Eitthvað hefur Rotten þó mildast í afstöðu sinni til McLarens ef marka má yfirlýsingu sem söngvarinn sendi frá sér í tilefni andlátsins. „Í mínum augum var Malcolm alltaf skemmtilegur og ég vona að allir muni það,“ ritaði sá rotni og bætti við að hann kæmi til með að sakna fyrrum umboðs- manns síns. Ferilskrá McLarens inniheldur þó ýmislegt fleira en pönk og Sex Pistols. Hann starfaði sem umboðsmaður fleiri hljómsveita, fyrst The New York Dolls og síðar Adam and the Ants og Bow Wow Wow og gaf út nokkrar hljómplötur undir eigin nafni. Þeirra á meðal eru Duck Rock frá 1983, sem skartaði smáskífunni vinsælu Buffalo Gals og margir telja að átt hafi stóran þátt í því að vekja breska áheyrendur til vitundar um rapp og hipphopp-tónlist (og sjálfur Eminem vísaði til lagsins í smellinum Without Me), og Waltz Darling frá 1989 sem naut nokkurra vinsælda. Þá vakti áralangt samband McLarens við fatahönnuðinn Vivienne Westwood ávallt mikla athygli, en saman hönnuðu skötuhjúin mikið af þeim fatnaði sem fyrstu pönkararnir klæddust í árdaga. „Malcolm var afar heillandi, hæfi- leikaríkur og sérstakur maður. Ég varð mjög sorgmædd þegar ég frétti af andláti hans,“ sagði Westwood við breska fjölmiðla á fimmtudag. McLaren verður jarðsettur í Highgate-kirkju- garðinum í Norður-London þar sem hann fæddist og ólst upp. HALLARBYLTING Sex Pistols ásamt McLaren undirrita plötusamning við hljómplötufyrirtækið A&M Records fyrir utan Buckingham-höllina í London í mars árið 1977. A&M sleit samningnum innan við viku síðar, en áður hafði hljómplöturisinn EMI rekið sveitina eftir stutt samstarf. Með fyrirframgreiðslur upp á tugi þúsunda punda frá þessum fyrirtækjum í vasanum voru meðlimir og umboðsmaður Sex Pistols nefndir „ungir kaupsýslumenn ársins“ af virtu fjármálatímariti. NORDICPHOTOS/GETTY FÖTIN SKAPA PARIÐ McClaren ásamt ástkonu sinni til fjölda ára, fatahönnuðin- um Vivienne Westwood, og fyrirsætum árið 1985. Rokksvindlarinn mikli allur Malcolm McLaren, athafnamaður og umboðsmaður Sex Pistols, lést á fimmtudaginn. Kjartan Guðmundsson leit stutt- lega yfir feril mannsins sem hafði ýmist jákvæð eða neikvæð áhrif á dægurmenninguna, allt eftir því hver er spurður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.