Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 42
6 FERÐALÖG heimsstyrjöldin sem batt enda- lok á góðærið og hefst þá saga sem geymir þónokkra hörmung, smá hrylling, reiði, sorg, angur- værð en vissulega einhverja gleði líka. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk með algjöru tapi keisaradæmisins og þýsku bandamanna þess. Þar með leið keisaradæmið undir lok og landsvæði þess skipt í smærri einingar. Einn þriðji þessa svæðis var nefndur Ungverjaland og varð Búdapest höfuðborgin þar. Á milli heimsstyrjalda átti Ungverjaland í einhverjum átökum við Rúmena og Tékkóslóvaka og í lok seinni heimstyrjaldarinnar tóku nasistar völdin í landinu. Hræringar Á sex mánaða tímabili sem nas- istar voru við stjórn í Ungverja- landi tókst þeim að útrýma hálfri milljón ungverskra gyðinga með aðstoð ungverska þjóðernisflokks- ins „Boga krossins“. Og Búda- pest fór hreint ekki varhluta af sprengjum í stríðinu því Sovét- menn lét þeim rigna yfir borgina eftir sex mánaða umsátur í stríðs- lok. Eftir stríðið tóku síðan Sov- étríkin við stjórnartaumunum og hófu að stýra landsmálum með miklu harðræði. Um miðjan sjötta áratuginn brutust út hávær mót- mæli í borginni gegn harðstjórn- inni. Mótmælin enduðu í blóðbaði og um tuttugu þúsund Ungverjar lágu í valnum. Hin kommúníska stjórn hélt velli og tókst henni að halda fólkinu nokkuð rólegu næstu áratugi, einkum fyrir tilstilli breyttrar stjórnsýslu sem nefnd hefur verið „Goulash-kommún- ismi“ í höfuðið á þjóðarrétti Ung- verja sem komið verður betur að síðar. Inn í það skipulag var hinn frjálsi markaður innlimaður að einhverju leyti og jafnframt var hugað betur að mannréttindum. Því varð Ungverjaland eftirlætis austantjaldsland Vesturveldanna á áttunda áratugnum. Skömmu eftir fall múrsins í Berlín féll kommúnistaflokkurinn í kosn- ingum og varð fall kommúnism- ans í Ungverjalandi tiltölulega átakalaust og þægilegt. Tíma- bilið sem þá tók við nefna Ung- verjar gjarnan „tímann eftir breytingarnar“. Hérna megin Í ljósi sögunnar verða bygging- arnar í Búdapest enn þá áhrifa- meiri. Það má næstum lesa sög- una af þeim eða eins og áður sagði þá öskrar fortíðin á mann í Búda- pest. Þegar ég var búinn að koma mér fyrir í glæsilegasta hóteli sem ég hef sofið í þá ákvað ég að ráfa stefnulaust um götur borg- arinnar. Hótelið stendur í hjarta borgarinnar, við bakka Dónar sem klýfur borgina í tvennt; Pest liggur austan megin og Buda og Obuda vestan megin. Gjarn- an er talað um að Buda-hlutinn hýsi heldra fólkið. Ég var Pest- megin. Það var farið að rökkva þegar ég gekk út um hóteldyrn- ar og þá blasti við mér, handan við ána uppi á grýttri hæð, mikil- fengleg höll sem ljómaði öll í skini ljóskastara. Dyravörður hótelsins tjáði mér að þarna stæði konungs- höllin og hann sagði mér líka að enginn kóngur hefði búið þarna. Aftur á móti notuðu þeir höllina stundum sem sumarbústað. Ég dáðist að útsýninu í smá stund og lét ég mér það nægja af Buda- hlutanum í bili. Dyravörðurinn mælti líka frekar með Pest. Þar væri miðborgin og menningin. Fernt til að upplifa Þetta var í fyrsta sinn ég kom inn í Austur-Evrópu og því var umhverfið mér sérstaklega fram- andi. Það helsta sem ég tengdi við þennan hluta álfunnar áður en ég kom til Búdapest voru angurvær- ir þjóðsöngvar, gamlar konur með höfuðklút og Eurovision. Nú voru öll mín skilningarvit galop- in og þömbuðu í sig umhverfið. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu margar styttur og minn- isvarðar urðu á vegi mínum en flestar stytturnar sýna einhvers konar átök og dramatík, sigra og ósigra. Það eru fáar borgir sem búa yfir meiri dramatík en Búda- pest. Á meðan ég innbyrti þetta allt þá kom að mér ungur maður, fölur og magur, með margar flétt- ur í hárinu og spilaði fyrir mig á blokkflautu. Hann spilaði illa á flautuna en bað mig engu að síður um eina evru. Ég sagðist myndi láta hann fá tvær og hálfa evru ef hann gæti nefnt fjóra hluti sem væri þess virði að skoða í Búda- pest, helst Pest-megin. Hann ljómaði allur, sagði að ég yrði að Útsýni Horft frá nýja hluta borgarinnar, Búda yfir ána til gamla hlutans, Pest. Þinghúsið Gotneskur arkitektúr borgarinnar er áberanLitríkar flísar Hér sést þakið á kirkjunni Matyas í Búdapest. Fagurlega málað Bogadregin hurð í kirkju í Pest. NORÐUR ÍTALÍA 05.–12.07. Como – Torino – Asti – Genúa – Cinque Terre – Mílanó Verð á mann frá 219.900,- Innifalið í verði er fl ug, fl ug valla- skattar, gisting, ½ fæði (morgun- verður og kvöldverður), allur akstur og skoðunarferðir, sigling á Como-vatni, vín smökkun, og íslenzk fararstjórn. Fararstjóri er Guðný Margrét Emilsdóttir. Verð miðast við gengi og forsendur 04.02. 2010 og 30 manna hóp. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur fl eiri ferðir á okkar vegum á heimasíðu okkar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511 1515 www.ferdir.is outgoing@gjtravel.is FRAMHALD AF FORSÍÐU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.