Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 44

Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 44
 10. apríl 2010 LAUGAR-2 Jenný Ragnarsdóttir hjá Blóma- stofu Friðfinns útbjó fyrir Frétta- blaðið kúluvönd með tuttugu rauð- um rósum og barmblóm í stíl með þremur misstórum rósum. „Rauðar rósir og „offwhite“-rósir eru mjög vinsælar í brúðkaup,“ segir Jenný sem skreytti rósirnar með falleg- um semelíusteinum og segir slíkt afar vinsælt hjá þeim. Viðskipta- vinurinn leggur línurnar varðandi útlit vandarins en blómaskreytir- inn setur vissulega sinn svip á verkið. „Ég verð að fá að sjá brúðina áður en ég bý til vöndinn. Maður skynjar strax hvaða liti og gerð hver kona muni velja sér, þær bera það mjög oft utan á sér,“ segir Jenný og bætir við að útlit kjóls- ins og skartsins skipti einn- ig máli. Gömul hefð segir að brúð- guminn skuli velja vöndinn handa heitkonu sinni. Jenný segir hlut- verkin hins vegar öfug í dag. „Það eru konurnar sem velja og oft koma brúðirnar með mæðrum sínum og systrum til að velja vöndinn,“ segir hún glaðlega. Jóhanna Einarsdóttir, blóma- skreytir og eigandi nýju blóma- búðarinnar Sól- eyjarkots á Garðatorgi, bjó til afar fallegan og einfaldan kúluvönd úr hvítum, íslenskum rósum, sem hún segir sívinsælan. Hún er sama sinn- is og Jenný um að konurnar ráði vöndunum. „Hins vegar eru það yfirleitt brúðgumarnir sem síðan ná í hann,“ upplýsir hún glettin. Auður Árnadóttir, blómaskreyt- ir hjá blómabúðinni 18 rauðar rósir í Hamraborg, útbjó fremur óhefð- bundinn vönd. „Það er skemmtilegt að breyta til,“ segir hún og lýsir því að í vöndinn hafi hún meðal annars notað orkídeur, rósir, cornus-grein- ar, og thlasti grinbjell. Hún seg- ist búa til vendi út frá óskum við- skiptavinarins, kúluvendirnir séu vinsælir en einnig vilji sumar vera sér á báti. „Maður ráðleggur síðan fólki út frá útliti og persónuleika,“ segir Auður og leggur áherslu á að allur frágangur verði að vera góður því margar konur geymi brúðar- vöndinn sinn. solveig@frettabladid.is Brúðurin velur vöndinn og brúðguminn sækir Brúðarvendir og barmblóm skipta miklu í heildarmynd brúðkaupsathafnar. Flest verðandi hjón velja klassíska vendi sem oft eru kúlulaga en einnig vilja sumir prófa eitthvað nýtt. Vöndurinn frá 18 rauðum rósum er óhefðbundinn en ákaflega fallegur. MYND/ÚR EINKASAFNI NESTISPAKKA er sniðugt að hafa tilbúinn í brúðarsvítunni. Oft borða brúðhjónin lítið í eigin veislu og því gott að geta nartað í eitthvað þegar mesta stressið er liðið hjá. Barmblómin eru ávallt í stíl við vöndinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Jóhanna Einarsdóttir, eigandi nýju blómabúð- arinar Sóleyjarkots á Garðatorgi, valdi að búa til einfaldan kúluvönd úr hvítum íslenskum rósum. Barmblóm með orkideu frá 18 rauðum rósum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ýmis hjátrú og siðir varðandi brúðkaup eru við lýði um allan heim. Í Hollandi gróðursetja ættingjar furutré í garðinum hjá hinum nýgiftu sem tákn fyrir frjósemi og heppni í hjónaband- inu. Einnig er þetta gert á Bermúda-eyjum en þá er tréð sett niður meðan á veislunni stendur. www.brudurin.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Jenný Ragnarsdóttir, hjá Blómastofu Friðfinns að Suðurlandsbraut 10, bjó til kúluvönd úr tuttugu rauðum rósum sem skreyttar eru semelíu- steinum. 10% afsláttur af öllum vörum í dag Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Miðvikudaga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.