Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 48
 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR6 „Hótel Skógar er rómantískasta hótel landsins. Konur falla mjög fyrir Skógum, því karlar sjá ekki allt þetta dúllí-dúllí sem konur vilja, en þegar þeir sjá hvað kon- urnar verða ánægðar falla þeir líka í stafi,“ segir Ingi Þór Jak- obsson, rekstrarstjóri Hótel Skóga, sem er tilvalinn áfangastaður þeirra sem vilja sameina rómant- íska helgarferð og útsýnisferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. „Við bjóðum gestum okkar fjóra möguleika til að sjá gosið. Í fyrsta lagi að fara fótgangandi en koma svo eftir gönguna og fara í heita pottinn, gufu og slökun fyrir dýr- indis kvöldverð og gistingu í ynd- islegum vistarverum. Hinir kost- irnir eru að fara með þyrluflugi úr hlaðinu hér heima, með vélsleðum eða jeppum í svokallaða Twilight Zone-ferð en þá er haldið á jökul- inn frá Skógum í björtu klukkan 18 og verið við gosstöðvarnar þegar allt breytist í ljósaskiptunum og myrkur skellur á. Þá er einnig farið upp í næturmyrkrinu klukk- an 5 að morgni til að sjá daginn rísa í gegnum eldgosið, en þess- um upplifunum fá engin orð lýst en þær eru sannarlega hverrar krónu virði,“ segir Ingi Þór, sem hefur sjálfur farið ferðir upp að gosstöðvunum. „Það fylgir starfinu að skoða hvað er í boði fyrir ferðafólk, og ekki leiðinlegt hjá starfsfólki í ferðaþjónustu á Suðurlandi nú að þurfa upp á jökul til að geta sagt satt og rétt frá. Þetta er akkúrat það sem þjóðin þurfti á að halda; að hætta að sýta það sem er að baki og enginn fær breytt, en tala um núið og framtíðina, því fram- tíð Íslendinga verður ætíð björt, jafnvel þótt við höfum lent í þess- um ólgusjó, og um að gera að njóta þess ævintýris sem náttúran færir okkur nú.“ Að slaka á í heitum potti Hótel Skóga undir því sjónarspili sem næturhimininn yfir Suðurlandi býður nú upp á, segir Ingi Þór engu líkt. „Hér hafa gestir komist við þegar máninn hefur glitrað í einni átt, rauður bjarmi eldgoss- ins í annarri og norðurljósin dans- að með sínum þykku slæðum yfir öllu. Það er hreint ótrúleg sýn og ekki verra að vera umvafinn 40 stiga heitu vatni með vínstaup á bakkanum.“ Á Hótel Skógum er einnig þriggja stjörnu sælkeraveitinga- staður, en þar er ávallt eitthvað spennandi að gerast í eldhúsinu. Einnig má benda ferðalöngum á félagsheimilið Fossbúð þar sem boðið er upp á samlokur, hamborg- ara, flatkökur, tertur og kaffi fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja fá sér bita og hressingu í sveitinni. Þess má geta að tveggja manna herbergi með morgunmat á þess- um rómantíska sælustað við Skógafoss kostar frá 17.300 krón- um. Fyrir aðkomufólk er einnig vert að minna á að eitt þekktasta og fegursta byggðasafn landsins er einmitt í Skógum. Sjá www.hotelskogar.is thordis@frettabladid.is Nótt undir eld- skreyttum himni Lífið er til að leika sér og fagna ber hverju tækifæri sem gefst til að upplifa eitthvað einstakt, sjaldgæft og fagurt á lífsleiðinni. Þá er tilvalið að blanda saman útivist, slökun, lífsnautnum og rómantík. Gufubaðið á Hótel Skógum er sælustað- ur fyrir þá sem vilja slökun og ró. Gistimöguleikar nærri gosstöðvunum á Suðurlandi Hótel Anna að Moldnúpi 2, undir Eyjafjöllum Gistiheimlið Drangshlíð, undir Eyja- fjöllum Stóra-Mörk ferðaþjónusta, undir Eyjafjöllum Ásólfsskáli, undir Eyjafjöllum Búðarhóll, í Landeyjum Hótel Fljótshlíð í Smáratúni, í Fljóts- hlíð Breiðabólsstaður í Fljótshlíð Hellishólar í Fljótshlíð Ásgarður gistiheimili, á Hvolsvelli Hótel Hvolsvöllur, á Hvolsvelli Garðsauki á Hvolsvelli Tjaldsvæði og húsbílastæði eru opin í Hamragörðum, við Seljalands- foss og á Hvolsvelli. Mikill fjöldi ferðamanna heldur á degi hverjum upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Eftir langa göngu eða spennandi jeppaferð er gott að geta slakað á eina nótt áður en haldið er heim á ný. Hér eru nokkrir af þeim gisti- möguleikum sem eru í boði í nálægð við gosstöðvarnar. Fjöldi ferðamanna heldur gangandi upp að eldgosinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Séð inn í eitt herbergja Hótel Skóga þar sem rómantíkin ræður ríkjum og útsýni er íðilfagurt til fjalla. MYND/STEINI FJALL Fimmvörðuháls logar að baki Eyjafjallajökuls ofan við Hótel Skóga. MYND/STEINI FJALL Skógarfoss séður með 360 gráða linsu. MYNDIR/STEINI FJALL ansararD www.jsb.is Kennslustaðir: ● Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. ● Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Innritun og inntökupróf á listdansbraut fyrir haustönn 2010 Inntökupróf Laugardag 17. apríl kl. 16:00 Sunnudag 18. apríl kl. 12:00 - grunnskólastig 10-12 ára Sunnudag 18. apríl kl. 13:00 - grunnskólastig 13-15 ára Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viður- kenndur af menntamálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.