Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 54
10. apríl 2010 LAUGARDAGUR6
Starfsmaður í bókhaldsdeild
Starfssvið:
- Færsla bókhalds fyrir viðskiptavini
- Afstemmingar
- Önnur tilfallandi verkefni
Starfsmaður í launadeild
Starfssvið:
- Launavinnsla fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptamanna
- Frágangur skilagreina
- Upplýsingagjöf til viðskiptavina
Hæfniskröfur:
- Haldbær reynsla af sambærilegum störfum
- Góð tölvukunnátta
- Nákvæm og hröð vinnubrögð
- Geta til að starfa sjálfstætt
- Jákvæðni og vilji til að taka þátt í góðu hópstarfi
Í boði eru framtíðarstörf hjá traustu fyrirtæki. Byrjunartími
er samkomulag. Upplýsingar veitir Borghildur Sigurðardóttir
framkvæmdastjóri, netfang: borghildur@fjarstod.is. Umsóknir
sendist til Fréttablaðsins merkt ”Fjárstoð” fyrir 16. apríl.
Ert þú hress og skemmtileg(ur)???
Þá áttu samleið með okkur.
Fjárstoð er eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði sem sérhæft er í útvistun
verkferla á fjármálasviði. Þjónusta fyrirtækisins felst í framkvæmd allra verkþátta
sem heyra undir fjármálasvið fyrirtækja, þar á meðal bókhald, afstemmingar,
launavinnslu, gerð skilagreina, bráðabirgða- og árshlutauppgjör, framsetningu
lykilstærða um fjárhag o.fl .
Hjá Fjárstoð starfa um 20 frábærir starfsmenn sem hlakka til að fá ykkur í hópinn.
Hæfniskröfur:
· Rafeindavirkjamenntun og góð reynsla í viðgerðum.
· Viðhafa vönduð og vel skipulögð vinnubrögð.
· Góðir samkiptahæfileikar.
· Jákvæðni og geta til að læra nýja hluti.
· Góð enskukunnátta.
Leitum að góðum rafeindavirkja
til að sjá um uppsetningar
og viðgerðir á ýmsum tækjum,
svo sem tölvuvogum pökkunar-
vélum og iðnaðarprenturum.
Rafeindavirki
Auglýsingastofa • Laugavegi 26 • www.jl.is
Umsóknarfrestur er til 26. apríl.
Upplýsingar veitir Kristín Ásta Kristinsdóttir (kristin@jl.is)
Umsækjendur vinsamlegast sendi ferilsskrá og aðrar upplýsingar
sem þeir telja skipta máli á umsoknir@jl.is.
Vanur viðmótsforritari
Vanur grafískur forritari óskast í fullt starf. Þarf að vera
sérstaklega fær í Flash, HTML, CSS & Javascript og hafa
góða þekkingu á hönnunarhugbúnaði. Starfið felur í sér
margbreytt og krefjandi verkefni á sviði forritunar og
auglýsinga í nánu samstarfi við hönnuði og hugmyndafólk
stofunnar. Framundan er mikil þróun og tilraunastarfsemi.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Auglýsingastofan Jónsson og Le’macks er líflegur vinnustaður
sem fæst við fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði auglýsinga.
Fyrirtækið er til húsa við Laugaveg 26 og hjá því starfa 35
manns. Frekari upplýsingar eru á www.jl.is.
Mikil reynsla af viðmótsforritun
Ótæmandi áhugi á vefmiðlun og nýrri tækni
Yfirburðaþekking á tækjum og tólum
Góðir samskiptahæfileikar
Geta unnið vel undir álagi
Verkefnastjóri / aðstoðarmaður
Verkefnastjóri með gott vinnuþrek óskast í fullt starf. Þarf
að vera vel ritfær á íslensku og ensku og geta lagað sig
að sveigjanlegum vinnutíma. Starfið felur í sér óvæntar
og skemmtilegar áskoranir og spannar allt frá skriftum til
verkefnastjórnunar.
Frumkvæði, skipulagshæfileikar & ósérhlífni
Gott vald á íslensku og ensku
Hæfni í mannlegum samskiptum
Vilji til að takast á við erfið verkefni
Nám í auglýsingum eða hönnun kostur
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fyrir 1. júní.
Menningarfélagið Hof auglýsir eftir fólki til starfa í Menningarhúsinu Hofi sem verður formlega opnað 27. ágúst 2010.
Í Menningarhúsinu Hofi verður aðsetur Tónlistarskólans á Akureyri, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Akureyrarstofu og
Upplýsingamiðstöðvar ferðamála. Leikfélag Akureyrar verður stór notandi í húsinu en þar verður jafnframt rekin verslun,
kaffi hús og veitingaþjónusta. Gert er ráð fyrir afar fjölbreyttum viðburðum í Hofi og nægir þá að nefna tónleikahald,
leiksýningar, ráðstefnur og fundi, móttökur, veislur, óperur, dans, sjónlist og fl eira. Menningarfélagið Hof er ekki
framleiðandi viðburða í húsinu heldur annast daglegan rekstur þess, markaðssetningu og móttöku viðburða og gesta
hússins. Menningarfélagið Hof leggur áherslu á að vandvirkni og fagmennska einkenni öll störf á vegum félagsins.
Markmiðið er að skapa eftirsóknarverðan vettvang fyrir tónlistar- og menningarlíf ásamt ráðstefnu- og sýningarhaldi á
Norðurlandi og styrkja ímynd Akureyrar sem ferðamannastaðar með fyrsta fl okks aðstöðu í einstöku húsi.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 23. Apríl 2010 og skulu þær sendar á:
Menningarhúsið Hof
bt. framkvæmdastjóra
Strandgötu 12
600 Akureyri
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs í ingibjorg@menningarhus.is eða í síma 896-8486.
UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNAR
STARFSSVIÐ
Umsjónarmaður fasteignar annast almenna umsýslu og
daglegan rekstur á húsinu, hefur yfi rumsjón með hússtjórn-
arkerfi , framkvæmdum og viðhaldi. Umsjónarmaður fasteig-
nar skipuleggur og aðstoðar eftir þörfum við uppsetningu
viðburða sem og notendur hússins eftir því sem við á.
HÆFNISKRÖFUR
• Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum
samskiptum
• Góð almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði, kraftur og skipulögð vinnubrögð
• Iðnmenntun eða reynsla æskileg
• Almenn tæknikunnátta eða þekking
• Reynsla af utanumhaldi, skipulagningu og eftirfylgni
framkvæmda æskileg
• Reynsla af tæknivinnu í tengslum við tónleikahald,
leiksýningar eða ráðstefnur æskileg
MÓTTAKA OG MIÐASALA
STARFSSVIÐ
Starfsmaður í móttöku og miðasölu sinnir upplýsingamiðlun
til gesta hússins, annast símsvörun og hefur yfi rumsjón með
miðasölu í húsinu, uppgjörum og aðstoðar við markaðssetnin-
gu. Auk þess annast starfsmaður í móttöku starfsmannahald
í framhúsinu og aðstoðar við skipulag í framhúsi eftir því sem
kostur er á.
HÆFNISKRÖFUR
• Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Góð almenn tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku, bæði töluðu og rituðu máli
• Gott vald á ensku, töluðu máli
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Reynsla af markaðsmálum æskileg
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
TÆKNISTJÓRI
STARFSSVIÐ
Tæknistjóri heldur utan um alla tæknivinnu í Hofi , ber
ábyrgð á öllum búnaði sem tilheyrir húsinu, viðhaldi hans
og mögulegum inn- og útlánum. Tæknistjóri aðstoðar
notendur hússins í tengslum við vinnu á sviði eða í öðrum
rýmum auk þess sem hann leiðbeinir, kennir og annast
samskipti við lausráðna tækni- og keyrslumenn.
Umtalsverður hluti af vinnu tæknistjóra er umsjón og
vakt á viðburðum í húsinu.
HÆFNISKRÖFUR
• Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum
samskiptum
• Stundvísi, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Frumkvæði og sjálfstæði
• Þekking og reynsla á tæknimálum vegna tónleikahalds,
leiksýninga og ráðstefnuhalds nauðsynleg
• Góð almenn tæknikunnátta
MARKAÐSFULLTRÚI 50%
STARFSSVIÐ
Markaðsfulltrúi hefur umsjón með heimasíðu félagsins og
vinnur að markaðssetningu hússins gagnvart mögulegum
notendum og gestum, vinnur kynningarefni, auglýsingar, birt-
ingaáætlanir o.fl . Markaðsfulltrúi sér um móttöku hópa sem
heimsækja húsið og er notendum hússins til aðstoðar varðandi
skipulag og kynningu á viðburðum.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Reynsla af markaðsmálum
• Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað og ritað mál
• Frumkvæði og sjálfstæði
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Rík þjónustulund, lipuð og færni í mannlegum samskiptum