Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 71
FERÐALÖG 7
Það er augljóst hverjir aðalviðskiptavinirnir eru á Babyhotel í hérað-
inu Kärnten í suðurhluta Austurríkis. Hótelið sjálft er litasprengja
og skreytt með plastdvergum, böngsum og leikföngum. Babyhotel er
hluti af Kinderhotel-keðjunni sem stílar inn á barnvænlegt umhverfi
og býður upp á ókeypis pössun á daginn og kvöldin. Þetta er aðallega
gert til þess að fullorðna fólkið geti skellt sér á skíði eða þá slakað á við
sundlaugina í alpasólinni. www.babyhotel.eu - amb
ndi. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY
HUGSAÐ UM SMÁFÓLKIÐ
Smábarnahótel í Austurríki
Skrautlegt hótel Foreldrar geta slappað af meðan börnin rasa út.
prófa heilsubað, ungverskt gúllas
ásamt staupi af pilinka, hann
mælti með hryllingssafninu og
svo sagði hann mér að ég yrði að
prófa pönkarapartí. Hann skyldi
vísa veginn.
Hinum megin
Morguninn eftir lá ég nakinn á
maganum á flísalögðum bekk,
með handklæði um mig miðjan,
og ungversk eldri kona nuddaði
á mér þreyttan skrokkinn. Þó að
pönkarapartíið kvöldið áður hafi
verið vel þess virði að athuga þá
tók það sinn toll. Veisla pönkar-
anna var haldin í úthverfi borgar-
innar í dæmigerðri austantjalds-
blokk sem var búið að skreyta
vandlega með alls konar vegglist.
Þangað fór blokkflautuleikarinn
með mig. Þar smakkaði ég pil-
inka sem var hreint ágætt og ég
hlustaði á ítalska pönkhljómsveit
leika nokkur lög. Áður en ég vissi
af var ég farinn að dansa.
Sem betur fer vissi ungverska
konan alveg hvað hún var að gera.
Og það var notalegt að finna svit-
ann hreinsa út öll pilinka-staupin
sem ég hafði drukkið um nóttina.
Baðhúsið sem ég var staddur á
var hinum megin við ána, í hinum
ríkmannlegalega Buda-hluta, uppi
á grýttri hæðinni. Nær himna-
ríki hef ég ekki komist en þarna.
Algjörlega endurnærður eftir
gufubað, nudd og ungverskt gúll-
as fannst mér að hryllingssafn-
ið mætti bíða betri tíma. Meiri
dramatík í Búdapest gæti ég varla
innbyrt í bili.