Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 78

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 78
38 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Lifa tvöföldu lífi Hvað rekur fólk til þess að lifa og hrærast í tveimur heimum á sama tíma? Er það vegna þess að það getur ekki valið, af því það er orkumeira en fólk er flest, eða af því það tímir ekki að sleppa taki af ástríðunni fyrir venjulegu atvinnuna? Hólmfríður Helga Sigurðardóttir leitaði uppi fjórar manneskjur sem lifa tvöföldu eða jafnvel margföldu lífi og spurði þær spjörunum úr. Ég er fædd og uppalin í Fljótshlíðinni og hef alltaf verið afskaplega hrifin af kindunum mínum, sem eru svo skemmti- legar skepnur. En ég var rekin í menntaskóla og svo háskóla af henni móður minni sem sá að það væri ekki góður framtíðar- bissness fyrir mig að vera kinda- bóndi,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi og umferðarverkfræðingur. Undanfarin tvö ár hefur Anna starfað hjá verkfræðistofunni Verkís í Reykjavík, samhliða búskapnum. „Þegar pabbi var að hætta búskap fyrir nokkrum árum vorum við búin að taka svo mikinn þátt í þessu að ég gat ekki annað en að minnsta kosti reynt að halda lífi í fjárstofninum. Ég fann að það var ekkert annað sem kom til greina af minni hálfu.“ Anna og maður hennar hafa því séð um búið síðan og verið með annan fótinn í Fljóts- hlíðinni og hinn í Reykjavík, þar sem þau vinna bæði. „Við höfum unnið í Reykjavík og verið hér um helgar. Á veturna hefur mamma svo séð um það sem við náðum ekki að dekka. Í vetur hef ég svo verið í fæðingarorlofi og hef meira og minna verið hér í sveitinni og nýt þess á hverjum einasta degi.“ Anna fer aftur að vinna í sumar en vonast þá til að geta unnið meira í fjar- vinnu heiman frá sér í Fljótshlíðinni. „Þetta er líka svo frábær vinnustaður, það er heilmargt sem manni gengur betur að vinna með þegar maður er ekki með annað fólk sitjandi í kringum sig.“ En ætli verkfræðin nýtist við bústörf- in, eða öfugt? „Ég veit ekki hversu mikið af búskapnum nýtist mér í verk- fræðinni. En það sem ég hef lært í byggingaverkfræði, til dæmis, get ég notað til að bjarga mér við hitt og þetta, til dæmis að laga hluti sjálf og fá hluti til að fúnkera.“ Nú er hún komin í enn annað námið. „Ég er í fjarnámi á Hvanneyri að læra búfræði, svo ég hafi aðeins betri hugmynd um hvað ég er að gera hérna. Það er heilmargt sem borgar sig að læra betur og þetta er praktískt, hag- nýtt og mjög skemmtilegt nám.“ Bóndi og umferðarverkfræðingur MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Í FLJÓTSHLÍÐINNI Það var mamma Önnu sem ýtti henni út í nám. Sjálf vildi hún helst alltaf vera heima í Fljótshlíðinni með kindunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Egill Rafn Sigurgeirsson er sérfræðingur í heimilislækningum og ástríðufullur býflugnaræktandi í hjáverkum. Hann kynntist býflugunum þegar hann var við nám í Svíþjóð fyrir tuttugu árum og síðan hefur ræktun þeirra verið stór hluti af lífi hans. Mestan tíma taka býflugurnar frá honum á sumrin, þegar sækja þarf hun- ang í búin og gæta þess að þau stækki eðlilega. Á veturna þarf hins vegar að huga að þeim líka. „Á veturna reynum við að koma býkúpunum í skjól, annaðhvort innanhúss eða í góðum vindskýlum. Svo snýst vinnan aðallega um að gæta þess að það verði engin röskun á þeim, fólk sé til dæmis ekki að fikta í þeim. Svo bíður maður spenntur eftir vorinu. Þegar hitastigið nær 8 til 10 gráðum og hóffífl- arnir og víðirinn fara að blómstra, vakna býflugurnar til lífsins og fara að sækja sér frjókorn og blómasafa.“ Egill segir býfluguna og samfélag hennar ótrúlega heillandi. Samband jurta og skordýra hafi 200 milljón ára þróun að baki og hafi lítið breyst í fimmtíu milljónir ára. Þá er læknirinn auðvitað með það á hreinu hversu heilsusamlegt hunang er okkur mannfólkinu. „Hunang er klárlega heilsusamlegra en hvítur sykur, þó ég líti nú fyrst og fremst á það sem „delicatessen“. En það inniheldur vítamín og jafnvel bakteríudrepandi efni og hefur verið notað í einhver þúsund ár sem áburður á sár. Nú undanfarin ár hafa menn verið að koma fram með nytsemd hunangs í sáragræðslu.“ Egill selur hunangið sem hann tekur frá búunum en það er meðal annars að finna á vefsíðu hans, www.byflugur. is. Mest hefur hann náð sextíu kílóum af hunangi frá einu búi, en eins og er er hann með fimm bú. Þótt drjúgur tími hjá Agli fari í býflugnaræktina segir hann hana enn sem komið er fyrst og fremst tómstundagaman. „Þetta kostar töluvert, eins og er raunin með flestar tómstundir, en gefur í besta falli af sér hunangið. Þetta hefur aldrei skilað gróða, hingað til. Ég verð að vera læknir til að hafa efni á því að vera í býflugnaræktinni!“ Hins vegar telur Egill að það ætti að vera hægt að fá eitthvað út úr býflugna- rækt á Íslandi, þótt hún myndi seint gera fólk ríkt. „Ég vonast til þess að við náum að þróa tæknina þannig að býflugna- ræktin geti orðið meira en aukabúgrein. Eitt stærsta vandamálið er að íslensk sumur eru stutt og köld, sem þýðir að býflugurnar drepast mikið hjá okkur á veturna. Við höfum því þurft að flytja inn býflugur á vorin og því fylgir mikill kostnaður.“ Heimilislæknir og býflugnabóndi HVERGI BANGINN Ef rétt er að þeim farið er hægt að umgangast býflugur í stuttbuxum án þess að fá eina einustu stungu, fullyrðir býflugnabóndinn og heimilislæknirinn Egill Rafn Sigurgeirsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frá því að Frímann Andrésson var nýskriðinn á gelgjuskeiðið hefur hann verið plötusnúður, með mismiklum krafti eftir tímabilum. Mörgum þótti því einkennilegt hvaða braut hann fetaði í atvinnumálunum, en hann hefur starfað hjá Útfarar- stofu kirkjugarðanna um árabil og gegnir starfi útfararstjóra í dag. „Þegar ég komst á mennta- skólaaldurinn og þurfti að fara að vinna fyrir mér á sumrin var mér laumað inn í starf hérna hjá kirkjugörðunum. Þegar ég svo, ungur og rótlaus maður, ákvað að taka mér frí frá menntaskól- anum í eitt ár lá beinast við að sækja um starf hér. Í nokkur ár starfaði hann því sem grafari í Fossvogskirkjugarði, eða þangað til Útfararstofa kirkjugarðanna auglýsti laust sumarafleysinga- starf útfararstjóra.“ Frímann fékk starfið og síðar meir fastráðn- ingu. „Ég hef því lítið annað gert en að vinna í kirkjugarði eða sem útfararstjóri. Það er bara ágætt, maður kemst upp á lagið með að taka sorg annarra ekki of mikið inn á sig og yfirleitt er þetta fólk sem maður þekkir ekki og tengist því ekki persónulega.“ Frímann hafði mest að gera í skemmtanalífinu á 10. ára- tugnum, frá þeim tíma þegar plötusnúðar voru á uppleið og sveitaböllin á hraðri niðurleið, í kringum árið ´93, og fram yfir aldamót. „Maður var alltaf að spila í nokkur ár. En eftir alda- mótin stofnaði ég fjölskyldu og dró mig út úr þessum heimi að mestu leyti.“ Þeir Frímann og Arnar, sem hann spilar jafnan með, hafa þó að undanförnu tekið aftur upp þráðinn og tekið eitt og eitt „Hugarástandskvöld“, nú síðast á skemmtistaðnum Jacobsen á föstudaginn langa. En Frímann lumar á fleiri hliðum. Hann hefur verið í björgunarsveitunum í tuttugu ár en í dag er hann formaður svæðisstjórnar á svæði sem fer með aðgerðamál á höfuðborg- arsvæðinu. „Svo má ekki gleyma fjölskyldumanninum,“ segir Frímann að lokum, en hann á tvo syni, sex og tveggja ára. „Það má segja að þessir fjórir hlutar lýsi algjörlega mínu lífi.“ Teknó dj og útfararstjóri FRÍMANN ANDRÉSSON Í reynd segir Frímann sig fjórfalda fremur en tvöfalda persónu. Hann skiptist jafnt í fjölskyldumanninn, björgunarsveitar- manninn, plötusnúðinn og útfararstjórann. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég byrjaði að læra einkaflugmanninn í menntaskóla og kláraði hann meðfram honum. Mér lá meira að segja svo á að komast í flugnámið að ég kláraði mennta- skólann á þremur árum,“ segir flugmað- urinn Sara Hlín Sigurðardóttir, sem var komin með atvinnuflugmannspróf þegar vinkonur hennar voru að klára mennta- skólann. Í desember árið 2004, þegar Sara Hlín var 23 ára, var hún ráðin sem flugmaður hjá Icelandair, á sama tíma og hún var að fara í sín fyrstu próf í almennu lögfræðinni í Háskóla Íslands. „Ég ákvað að fara í lögfræðina líka af því ég hafði svo gaman af flugreglum í Flugskólanum, sem flestum öðrum þóttu hrikalega leið- inlegar,“ segir Sara Hlín. „Svo var ég ekki endilega viss um að ég ætlaði að vera flugmaður allt mitt líf og ákvað því að ná mér í aukamenntun.“ Frá því hún Sara fékk vinnuna hjá Icelandair hefur hún því verið í lögfræði- námi samhliða. Sjálf er hún ekki frá því að karakter hennar ráði því að hún sé alltaf í tvöföldum verkefnum í lífinu. „Ég er þannig gerð að ég get ekki verið róleg í einn einasta klukkutíma við að gera ekki neitt. Það hentar mér bara vel að vera alltaf að læra, til dæmis þegar ég er í stoppum erlendis. Ég hef oft verið send í löng verkefni út, í leiguflug í allt að því þrjár vikur í senn. Þá nýti ég bara allan aukatíma vel til þess að læra.“ Eins og svo margir flugmenn hefur Sara lent í uppsögnum á tímabilinu, en hún var sennilega ein af þeim fáu sem var ánægð með það. „Það hentaði mér bara einstaklega vel, því þá gat ég verið í fullu námi og byrjað á masternum.“ Þegar hún datt aftur inn, sumarið 2009, fór hún á flug á meðan hinir skólafélagarnir leituðu að vinnu á lögmannsstofum bæjarins. Nú er Sara Hlín að vinna í mastersrit- gerðinni sinni sem að sjálfsögðu fjallar um flugrétt. Þannig að hennar tvöfaldi atvinnuferill er rétt nú að hefjast fyrir alvöru. „Kannski mun ég í framtíðinni leggja áherslu á flugið yfir sumartímann og lögfræðina yfir vetrartímann. Það á tíminn eftir að leiða í ljós. En ég trúi því að ég geti verið í þessu hvort tveggja eða blandað saman á einn eða annan hátt.“ Flugmaður og lögfræðingur Í LOFTINU Sara Hlín skemmti sér svo vel yfir flugreglunum í Flugskólanum að hún ákvað að gerast líka lögfræðingur. MYND/STEINAR HUGI SIGURÐARSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.