Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 88

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 88
48 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Flautuleikarinn Martial Nardeau og píanóleikarinn Désiré N´Kaoua spila í Salnum í Kópavogi í dag klukkan 17. Flutt verða verk eftir Bach, Schubert, Rouss- el, Poulenc og Prokofief sem voru samin fyrir flautu og píanó. „Við erum búnir að æfa okkur vel. Við æfðum aðeins í París í jólafríinu og svo aftur núna. Þetta er mikið prógram. Þetta eru allt mjög falleg verk og eig- inlega uppáhaldsverkin okkar eftir þessa höfunda,“ segir Martial, sem hefur verið búsett- ur á Íslandi síðan 1982. Hann er fastráðinn við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og kennir í Lista- háskóla Íslands. Hann er einnig virkur einleikari og hefur meðal annars leikið einleikskonserta með hljómsveitum hér á landi og erlendis. Désiré N´Kaoua, sem er fæddur í Alsír, er mjög virtur píanóleik- ari. Hann er eftirsóttur einleikari með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal Fílharmoníuhljómsveit- um Berlínar, Varsjár, Aþenu og í Sviss. Árið 1998 var hann gerð- ur að opinberum sendiherra franskrar tónlistar. Désiré hefur þrisvar sinnum áður spilað hér á landi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar með Marti- al. „Hann var kennari þar sem ég lærði í Frakklandi og kennarinn minn spilaði með honum. Hann er með mjög mikla reynslu,“ segir Martial, sem hlakkar mikið til að spila með píanóleikaranum snjalla. Aðspurður segist Martial allt- af hafa nóg að gera. Hann er nýkominn frá Póllandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíð og í sumar fer hann til Mallorca þar sem hann verður á annarri hátíð. Hann hvetur alla áhugamenn um falleg tónverk að mæta á tónleik- ana í dag. „Ég hef ekki spilað á svona tónleikum með píanóundir- leik mjög lengi. Þetta verður mjög gaman.“ freyr@frettabladid.is Flauta og píanó í forgrunni Á ÆFINGU Flautuleikarinn Martial Nardeau spilar í Salnum í Kópavogi í dag ásamt píanóleikaranum Désiré N´Kanoua. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kl. 17 Hekla Dögg Jónsdóttir opnar fyrsta þátt einkasýningar sinnar í Gallerí Kling & Bang klukkan 17.00 í dag. Sýningin ber yfirskriftina Opnanir og hefur Hekla fjarlægt veggi og opnað fyrir dagsbirtu auk þess sem hún hefur sett upp nýja veggi sem hægt er að ganga í gegnum og skap- ar þannig tvær víddir á sama tíma. > Ekki missa af … Möguleikhúsið sýnir barna- leikritið Langafi prakkari í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag. Aðeins er um eina sýningu að ræða en leikritið var fyrst sýnt árið 1999 og er byggt á samnefndum sögum Sigrúnar Eldjárn. Með aðalhlutverk fara Pétur Eggertz og Aino Freyja Jarvela. Sýningin hefst klukkan 14.00 í Gerðubergi. Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar fara fram í Hallgrímskirkju nú um helgina, þar verður verkið Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms flutt á tvennum tónleikum. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, sem flytur nú verkið í fyrsta sinn og hljómsveit Kirkjulistahátíðar. Hljómsveitin er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem koma víðs vegar að og má þar nefna hornleik- arana Thomas Müller og Jurij Alberto Meile sem leika á náttúruhorn auk ungra íslenskra einleikara sem stunda framhaldsnám erlendis. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og einsöngvarar eru stórsöngvararnir Andreas Schmidt frá Þýska- landi og sópransöngkonan Birgitte Christenssen frá Noregi. Hátíðin hófst á pálmasunnudag síðastliðinn og hefur staðið yfir alla páskahátíðina með dag- legum viðburðum. Aðsókn hefur verið einstak- lega góð, en rúmlega fimm þúsund manns hafa þegar sótt viðburði hátíðarinnar. Tónleikarnir fara fram í dag og á morgun og hefjast stundvíslega klukkan 17.00 báða dagana. Miðar eru seldir í kirkjunni, á Midi.is og við innganginn. Lokadagar Kirkjulistahátíðar SPILAGLEÐI Hljómsveit Kirkjulistahátíðar er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem koma víða að. MYND/EDDI BRAHMS Þýsk sálumessa 10. og 11. apríl kl. 17:00 Eitt stærsta tónverk kirkjutónbókmenntanna, hrífandi verk um sorg og huggun, dauða og upprisu. Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2010: Andreas Schmidt barítón Birgitte Christensen sópran Mótettukór Hallgrímskirkju Hljómsveit Kirkjulistahátíðar 2010 Stjórnandi: Hörður Áskelsson Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is kirkjulistahatid.is Landsýn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.