Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 6
6 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 Félag þýzkukennara www.heilsuhusid.is Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22 Glæsileg handbók fylgir með öllum upplýsingum sem þarf. Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. Fimmtud. 15. apríl Miðvikud. 21. apríl DAVÍÐ KRISTINSSON næringar- og lífsstílsþerapisti heldur fyrirlestur um 30 daga hreinsun á mataræði. Gott tækifæri til að byrja núna að axla ábyrgð á eigin heilsu! A u g lý si n g a sí m i EFNAHAGSMÁL Evrópusamband- ið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðar- legum fjárhagsvanda landsins. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn einnig til- búinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lána- fyrirkomulag- ið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfisein- kunnir Grikk- lands niður í lægsta f lokk með neikvæð- um horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbún- ingi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuld- bindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahags- lífi valda því að fjárfestar krefj- ast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsæt- isráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bjóða Grikkjum aðstoð: Fjörutíu milljarða neyðarlán FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur flugslysið í Rúss- landi á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja? Flugslysið í Rússlandi á laugar- dag þegar 96 manns fórust, þar á meðal forseti Póllands, Lech Kaczynski, yfirmenn hersins og pólskir þingmenn, gæti haft mikil áhrif á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja á næstunni. Kaczynski og föruneyti ætlaði að vera við- statt athöfn í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin síðan sovéskir leyni- þjónustumenn drápu yfir tuttugu þúsund Pólverja í Katyn-skógi í Sovétríkjunum. Pawel Gras, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að ekki ríki upplausnarástand í landinu. Starfsemi hersins og ríkisstofnana gangi eðlilega fyrir sig þrátt fyrir þennan mikla harmleik. Michael Boni, yfirmaður í for- sætisráðuneytinu, segir að hald- ið sé góðu sambandi við starfandi seðlabankastjóra Póllands, Piotr Wiesiolek, en seðlabankastjórinn Slawomir Skrzypek var á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent Piotr samúðarkveðjur vegna fráfalls Skrzypeks. Haldinn verður fundur í dag hjá efnahagsráði pólska seðlabankans þar sem farið verður yfir stöðu mála. „Við erum tilbúin að taka ýmsar ákvarðanir en við sjáum ekki fram á að eitthvað hættulegt muni gerast hvað varðar efnahag- inn,“ sagði Boni. Stjórnvöldum í landinu hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir að kreppa skelli á og miðað við yfirlýsingar Boni mun það ekki breytast. Starfandi forseti Póllands, Bronislaw Komorowski, ætlar að tilkynna um forsetakosningar innan tveggja vikna. Samkvæmt stjórnarskrá landsins verður að halda kosningarnar innan sextíu daga frá tilkynningunni. Kaczynski ætlaði að bjóða sig fram til annars kjörtímabils í for- setakosningum sem halda átti í haust. Búist var við að hann myndi eiga erfitt uppdráttar gegn Komor- owski og frjálslyndum flokki hans. Íhaldsflokkur Kaczynski gæti aftur á móti fengið fjölda samúð- aratkvæða vegna fráfalls forset- ans, hvað þá ef flýta á kosningun- um fram í lok júní. freyr@frettabladid.is Undirbúa kosningar í skugga harmleiks Efnahags- og stjórnmálalíf Póllands er í uppnámi eftir flugslysið á laugardag þar sem 96 fórust. Pólska stjórnin segir að upplausnarástand ríki ekki í landinu. MINNINGARATHÖFN Pólskir stjórnmálamenn halda á kertum á minningarathöfn sem var haldin fyrir utan þinghús landsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er lengst til hægri. MYND/AP PÓLLAND, AP Lík Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem lést í flugslysi í Rússlandi ásamt 95 öðrum, var flutt til Póllands í gær. Almenningur fylgdist sorg- mæddur með þegar líkkistunni var ekið til forseta- hallarinnar. Starfandi forseti Póllands, Bronislaw Komorow- ski, forsætisráðherrann Donald Tusk og Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróðir forsetans og fyrrverandi forsætisráðherra, voru viðstaddir þegar rússnesk herflugvél lenti með líkkistuna á herflugvellinum í Varsjá. Fjöldi fólks raðaði sér upp meðfram götunum þar sem ekið var með kistuna, og fyrir framan forseta- höllina safnaðist gífurlegur mannfjöldi saman, marg- ir með blóm, kerti, fána og myndir af hinum látnu meðferðis. Komorowski hefur lýst yfir þjóðarsorg í eina viku vegna slyssins og í Rússlandi verður þjóðarsorg í dag. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ætlar að hafa yfirumsjón með rannsókn á orsökum slyssins. Búið er að finna flugrita vélarinnar. Talið er að flugmenn vélarinnar hafi leitt hjá sér viðvaranir um að þeir flygu of lágt á leið sinni að borginni Smolensk. - fb Líkkista Lech Kaczynski var flutt til Póllands í gær með rússneskri herflugvél: Pólverjar syrgðu forsetann VIÐ LÍKKISTUNA Hermenn standa við líkkistu Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem lést í flugslysi í Rússlandi. MYND/AP GEORGE PAPANDREOU VIÐSKIPTI Vatnsfyrirtækið Ice- landic Water Holdings hefur samið um sölu á flöskuvatninu Icelandic Glacial við bandaríska fyrirtækið HMSHost Corporat- ion. HMSHost Corporation er með sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum í söluturn- um á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þá verður vatnið sömuleiðis til sölu á yfir 150 greiðasölustöðum og ferða- mannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum Bandaríkjanna. - jab Íslenskt vatn víða vestanhafs: Selja flöskuvatn á landi sem láði Ætti samfélagið að ræða betur kosti og galla ESB-aðildar? Já 81,7% Nei 18,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kaupa eintak af skýrslu rannsóknarnefndar? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.