Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 46
26 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. áfall, 6. samþykki, 8. munda, 9. þrá, 11. tvíhljóði, 12. sæti, 14. bragðbætir, 16. nafnorð, 17. titill, 18. námstímabil, 20. til, 21. þungi. LÓÐRÉTT 1. útihús, 3. tveir eins, 4. doka, 5. vefnaðarvara, 7. frilla, 10. sönghópur, 13. meðal, 15. kapp- klæða, 16. bjargbrún, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. já, 8. ota, 9. ósk, 11. au, 12. stóll, 14. krydd, 16. no, 17. frú, 18. önn, 20. að, 21. farg. LÓÐRÉTT: 1. fjós, 3. oo, 4. staldra, 5. tau, 7. ástkona, 10. kór, 13. lyf, 15. dúða, 16. nöf, 19. nr. „Næst á dagskrá er að koma fram fyrir lykilfólk innan Sony,“ segir tónlistarkonan Rósa Guðmunds- dóttir. Rósa hefur búið í New York undanfarin ár og unnið að því að koma sér á framfæri í tónlistar- bransanum. Hún kemur ein fram ásamt því að starfa með hljóm- sveit sinni The Ultratight. Rósa á í viðræðum við plötuútgáfuna Jive, sem er undir útgáfurisanum Sony og gefur meðal annars út Britn- ey Spears og Justin Timberlake. Hún segir tónlistarbransann hafa breyst mikið í kjölfar kreppunn- ar og að aldrei hafi verið erfiðara að komast á samning. „Þetta snýst bara um einu manneskjuna sem trúir á mann,“ segir Rósa. „Ég er komin með lykilmanneskju innan Jive. Við sjáum bara hvert það leiðir.“ Næsta skref Rósu er að koma fram á svokölluðum „showcase“- tónleikum, en þangað mætir lykil- fólk innan Sony. Tónleikarnir fara fram á litlum bar í hinni víðfrægu Trump-byggingu í New York. „Núna er svo erfitt að fá fólk frá útgáfunum til að fara út og sjá fólk spila,“ segir hún. „Plötu fyrirtækin taka ekki sénsa lengur. Það þarf að vera manneskja sem trúir á þig 240 prósent. Hann þarf að leggja starfið undir til þess að plötu- fyrirtæki taki séns. Annaðhvort þarf að gera eins og pabbi Tayl- or Swift, leggja til tvær milljón- ir dollara til að koma þér inn eða að manneskjan frá útgáfunni verði að trúa á þig. Sem betur fer er ég komin með eina svoleiðis mann- eskju innan Jive.“ Þeir sem vilja fylgjast með ævintýrum Rósu geta leitað að hljómsveit hennar, Rosa & the Ultratight á Facebook. - afb Leggur starf sitt að veði fyrir Rósu RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Reynir að koma sér á framfæri í tónlistarbransan- um í New York. Eurobandið, þau Friðrik Ómar og Regína Ósk, hita upp fyrir sjálft úrslitakvöldið í Eurovision á hinum vinsæla næturklúbbi Latter í miðborg Ósló- ar. „Mads Rogde, sem hefur verið fararstjóri norska Eurovision-hópsins undanfarin ár, sendi okkur tölvupóst og vildi fá okkur til að koma fram,“ segir Friðrik Ómar en hann lýsir Rogde sem norsku útgáfunni af Jónatan Garðarssyni enda hefur Jón- atan verið í svipuðu hlutverki hjá íslenska tónlistar- fólkinu nánast frá upphafi. Friðrik upplýsir að hann og Regína verði einu erlendu flytjendurnir þetta kvöld en meðal ann- arra Eurovision-stjarna má nefna Mariu Haukas sem var fulltrúi Norðmanna 2008 og Jostein Hass- elgard en hann keppti fyrir hönd Noregs árið 2003. Söngvarinn segir Eurobandið fá fjölda fyrirspurna á ári hverju en tvíeykið hefur sérhæft sig í flutningi á Eurovision-slögurum. „Við erum búin að leggja mikið á okkur við að búa til gott efni og það er bara gaman að við skulum enn vera Eurovision-aðdáend- um ofarlega í huga tveimur árum eftir að við tókum þátt.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hyggst Friðrik flytja af landi brott og setjast að í Svíþjóð. Söngvarinn ætlar að vinna þar í tónlist- inni sinni en Friðrik hyggst ekki bregðast íslensk- um aðdáendum sínum heldur vera á landinu yfir sjó- mannadagshelgina og verslunarmannahelgina. - fgg Hita upp fyrir úrslitakvöldið í Ósló ENNÞÁ VINSÆL Friðrik Ómar og Regína Ósk eru ekki gleymd og grafin í hugum Eurovision-aðdáenda því þau hita upp fyrir sjálft úrslitakvöldið á skemmtistaðnum Latter í miðborg Óslóar þar sem keppnin fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta er fyrsta kvikmynd sinn- ar tegundar sem gerð er hér á Íslandi,“ segir Ingólfur Hauk- ur Ingólfsson, rúmlega þrítug- ur sendibílastjóri og kvikmynda- gerðarmaður frá Hafnarfirði. Á vefsíðunni blodhefnd.com má sjá stiklu úr kvikmyndinni Blóðhefnd, nýrri íslenskri hasarmynd. Óhætt er hægt að fullyrða að mynd af þessu tagi hefur ekki verið gerð hér á landi. Bardagasenur og blóðslettur leika stórt hlutverk og það er ekki á hverjum degi sem hringspörk og annað slíkt sjást í íslenskum kvikmyndum. Ingólfur, sem er sendibílaverk- taki, lærði kvikmyndagerð í útibúi New York Film Academy í Lond- on og kláraði tveggja ára nám á einu ári. „Þetta var ótrúlega stíft, maður var í skólanum frá 9 á morgnana til sjö á kvöldin, alla daga vikunnar,“ segir Ingólfur en strax eftir heimkomuna til Íslands byrjaði hann að skrifa handrit- ið að Blóðhefnd. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í tvö og hálft ár, byrjaði tökur í lok árs 2007,“ útskýrir Ingólfur sem viðurkennir að það sé smá „van Damme“-brag- ur í myndinni enda leikstjórinn mikill aðdáandi mynda belgíska bardagakappans. Blóðhefnd fjallar um mann sem snýr aftur heim eftir sjö ára fjar- veru. Hann kemst að því að bróðir hans er flæktur inn í mansalsmál og þegar bróðir hans og móðir eru drepin af glæpagengi ákveð- ur hann að taka málin í sínar hendur. Ingólfur leikur sjálfur aðalhlutverkið enda myndin gerð fyrir lítið fjármagn og svo fékk leikstjórinn vini og kunningja til að taka að sér smærri hlutverk. Ingólfur segir það ekki hafa verið erfitt. „Það hafðist fyrir horn með smá nöldri.“ Hann gerir sér vonir um að frumsýna endanlega útgáfu í haust en hann er nú að leita að fjármagni til að klára hljóðsetn- ingu. „Svo er ég að endurtaka nokkur atriði til að fá smá tilfinn- ingu í myndina.“ freyrgigja@frettabladid.is INGÓLFUR HAUKUR INGÓLFSSON: GERIR BÍÓMYND UM MANSAL HAFNFIRSKUR HASAR Í BÍÓ HARÐJAXL Ingólfur Haukur Ingólfsson leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðhefnd. Hún er gerð fyrir sáralítinn pening og er alvöru íslensk hasarmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍGALEGIR Eins og sjá má eru þessir menn engin lömb að leika sér við. „Ég horfi voða lítið á sjónvarpið en ætli ég verði ekki að segja að í uppáhaldi sé sjónvarps- þátturinn Grey’s Anatomy, ást og drama með boðskap.“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir mannfræð- ingur hannar hekluð hálsmen undir heitinu Frjálsmen. Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Persónuleg jógastöð hefst 12. apríl. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardaginn hyggst Hera Björk heimsækja Eurovision-aðdáendur í bæði Brussel og höfuðborg Bret- lands, London. Oiktimes.com greindi síðan frá því á föstudaginn að Hera væri í heldur óvenju- legum hóp því íslenska söngkonan væri meðal þeirra elstu í keppninni í ár. Aðeins þrír kepp- endur eru eldri en Hera. Hera er næstelsta söngkonan í keppninni en það er heldur betur breyting frá því í fyrra þegar Jóhanna Guðrún var meðal yngstu keppendanna. Aðeins írska söng- konan Niamh Kavanah er eldri en Hera. Eurov- ision-sérfræðingar telja þetta augljóst merki um að ungt fólk sé að hertaka keppnina en til gamans má geta að Hera varð 38 ára 29. mars síðastliðinn. Vilhjálmur Bjarnason er stjarna helgarinnar eftir að hafa unnið spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvar, og neitað að taka við gjafa- bréfi frá Iceland Express. Liðsfélag- ar Vilhjálms, ferða- málastjórinn Ólöf Ýrr Atla dóttir og spurningakeppn- isstjarnan Elías Karl tóku hins vegar við sínu en Elías tókst þarna að landa sínum öðrum titli í spurninga- keppnum vetrarins. - fgg VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Kurmanbek Bakijev. 2. Bjarni Fritzson. 3. Áttræðisafmæli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.