Fréttablaðið - 12.04.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 12.04.2010, Síða 12
12 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG KRULLAÐ HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Nærir, mótar og ýkir liði og krullur Fátækt 2010 Harpa Njáls félagsfræðingur segir fátækt hafa aukist hér á landi und- anfarin ár og sé nú mest á Íslandi af Norðurlöndunum. Steingrímur J. Sigfússon dregur þessa niðurstöðu í efa. Hann viðurkennir að staðan hafi versnað en miðað við gögn sem hann hafi skoðað sé fátækt minnst hér. Ekki sé hægt að segja að Ísland standi illa að málum þegar litið er til atvinnuleysisbóta og bóta almannatrygginga. Hér sé unnið öflugt starf sem þeir sem eru illa staddir geta leitað til. Fátækt 2003 Steingrímur J. Sigfússon hefur hingað til ekki gert lítið úr fátækt á Íslandi. Árið 2003 sagði hann meðal annars á þingi: „Staðreyndin er sú að upplýsingar okkar um fátækt eða raunverulega hagi þeirra sem lakast eru settir byggja í allt of takmörkuðum mæli á viðamiklum rannsóknum og úttektum þar sem menn hafa haft aðstöðu, tíma og peninga til að fara rækilega ofan í saumana á hlutunum. Ég held að það þurfi enginn, því miður, að fara í grafgötur um að það finnst sár fátækt á Íslandi. Ég held, herra forseti, að því miður sé öryggis- netið í velferðarsamfélaginu okkar of gisið. Það nægir fátæku fólki á Íslandi ekki þegar það er að reyna að komast af og ala upp sín börn að það sé erfiðara fyrir menn að gera það í öðrum heimsálfum.“ Allt orðið betra Semsagt: allt í einu eru upplýsing- arnar um fátækt orðnar áreiðanlegar, öryggisnetið er ekki lengur gisið, hér fá allir aðstoð sem þurfa og það er orðið nóg að benda á að í öðrum löndum sé erfiðara fyrir fátækt fólk að ala upp börn sín en hér. Og það þrátt fyrir að staðan hafi versnað. Útsýnið er fljótt að breytast þegar maður sest í ráðherrastól. bergsteinn@frettabladid.is Á kvörðun stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að taka endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á dag- skrá seinna í mánuðinum skiptir miklu máli, ekki sízt fyrir traust umheimsins á Íslandi og trú á því að landið geti staðið við skuldbindingar sínar. Það er stórt skref fram á við að hreyfing skuli á ný vera komin á mál Íslands hjá sjóðnum, þótt Icesave-deilan sé enn ekki til lykta leidd. Þar eru þó áfram augljós tengsl á milli. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardag, er í endurskoðaðri viljayfirlýsingu Íslands og gjaldeyrissjóðsins kveðið á um að stefnt sé að því að ná niður- stöðu í Icesave-deilunni sem fyrst. Sá fyrirvari er þó sleg- inn af Íslands hálfu að niður- staðan verði að vera viðunandi. Að ljúka Icesave-málinu er annað skref, sem nauðsynlegt er að stíga til að hægt sé að halda áfram á braut endur- reisnarinnar hér á landi. Sumir telja að verið sé að spara skattgreiðendum mikla peninga með því að klára ekki málið. Það er rangt. Biðin kostar almenning á Íslandi háar fjárhæðir í formi glataðs lánstrausts og seinkunar fjárfestinga, sem myndu efla hagvöxt og atvinnu í landinu. Þriðja skrefið, sem mun hjálpa okkur við endurreisnina, er að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Aðildarviðræður eru skýr yfirlýsing af Íslands hálfu um að stefnt sé að því að regluverk og eftirlit hér á landi sé með sama hætti og í ríkjum Evrópusam- bandsins og að þær umbætur, sem þar eru nú til umræðu, komi einnig til framkvæmda hér á landi. Þær eru sömuleiðis yfirlýsing um að stefnt sé að því að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og beita þeim aga við hagstjórnina, sem nauðsynlegur er til að taka þátt í myntbandalagi. Þetta mun efla traust umheimsins á íslenzku efnahagslífi. Það er rétt, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í viðtali við þýzkan blaðamann, að fáir virðast þora að taka pólitíska forystu fyrir aðildarumsókninni þessa dagana. Ályktun hennar er hins vegar röng. Þetta þýðir ekki að fresta eigi umsókninni, heldur að fólk í öllum flokkum, sem hefur trú á að ESB-aðild muni stuðla að því að efla hagsæld og samkeppnishæfni íslenzks atvinnulífs til lengri tíma, láti ræki- lega í sér heyra. Það er ekkert nýtt að í upphafi aðildarferlis sé stuðningur við ESB-aðild lítill. Það átti við í ýmsum núverandi aðildarríkjum ESB en dró ekki kjarkinn úr stjórnmálamönnum, sem höfðu trú á eigin málstað. Síðast en ekki sízt bíða margir alþjóðlegir sérfræðingar, sem fylgjast með þróun mála á Íslandi, spenntir eftir rannsóknar- skýrslu Alþingis, sem birt verður í dag – og ekki síður eftir við- brögðunum við henni. Margir hafa látið í ljós undrun yfir því að fáir hafi viljað axla ábyrgð á því, sem fór úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins og draga af því lærdóma. Nú er vonandi kominn sá tími að það breytist. Þetta eru fjögur skref, sem nauðsynlegt er að stíga til að efla traust umheimsins á Íslandi og greiða fyrir endurreisninni. Hvað þarf að gera til að endurreisa traust umheimsins á Íslandi? Fjögur skref Sveitarfélögin sjö á höfuðborgar-svæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæp- lega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Loksins var fólki – fyrirtækjum og heimilum – gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæð- um umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborg- arsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heima- bæ mínum, Garðabæ, eru grenndar- gámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfug- þróun og í hrópandi ósamræmi við mark- mið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorp- hirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnar- fjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tím- ann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróun- ar. Akstur í boði SORPU Sorphirða Þórunn Svein- bjarnardóttir Alþingismaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.