Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 38
18 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR „Carell and Fey eru frábært grínpar“ - Hollywood Reporter Bráðskemmtileg gamanhasarmynd um hjón á ótta í bullandi vandræðum! SÍMI 564 0000 10 10 12 L L 10 7 12 SÍMI 462 3500 12 L 10 12 10 L L CLASH OF THE TITANS kl. 5.30 - 8 - 10.30 DEAR JOHN kl. 8 - 10.20 KÓNGAVEGUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 LOVELY BONES kl. 10.15 THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 MAMMA GÓGÓ kl. 6 SÍMI 530 1919 10 L L 16 14 DATE NIGHT kl. 6 - 8 - 10 DEAR JOHN kl. 5.40 - 8 - 10.20 EARTH kl. 5.45 SHUTTER ISLAND kl. 8 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 .com/smarabio 10 12 DATE NIGHT kl. 8 - 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 6 NÝTT Í BÍÓ! DATE NIGHT kl. 6 - 8 - 10 DATE NIGHT LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 - 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl.5.40 - 8 - 10.20 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D kl.3.40 - 5.50 AÐ TEMJA DREKANN SINN 2D kl.3.40 NANNY MCPHEE kl.3.40 KÓNGAVEGUR kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 BOUNTY HUNTER kl. 8 - 10.25 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA HEIMSFRUMSÝNING! Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskyldunaÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 L L L CLASH OF THE TITANS 3D kl. 8 - 10:30 CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 - 8 - 10:30 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON M/ ensku. Tali kl. 10:30 HOT TUB TIME MACHINE kl. 5:50 - 8 - 10:10 WHEN IN ROME kl. 5:50 - 8 - 10:10 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 8 - 10:30 NANNY MCPHEE AND THE BIG BANG kl. 5:50 THE BLIND SIDE kl. 8 CLASH OF THE TITANS 3D kl. 6 - 8:10 - 9 - 10:30 HOT TUB TIME MACHINE kl. 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D M/ ísl. Tali kl. 3:50 - 6 ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 3:50 CLASH OF THE TITANS - 3D kl. 8 - 10:20 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON 3D M/ ísl. Tali kl 6 WHEN IN ROME kl. 6 HOT TUB TIME MACHINE kl 8 - 10:20 CLASH OF THE TITANS kl. 8 - 10:20 WHEN IN ROME kl. 8 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 10:20 12 12 12 12 12 L L L L L L L 10 FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF SPENNU HASAR OG FLOTTUM TÖLVUBRELLUM VINSÆLASTA MYNDIN Í USA Í DAG Sam Worthington úr Avatar er eini maðurinn sem þorir að berjast við grísku guðina Seif og Hades ásamt Medúsu og öðrum skrímslum    Hollywood Reporter - Time - New York Post - bara lúxus Sími: 553 2075 DATE NIGHT kl. 6, 8 og 10 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 5.50, 8, 10.10 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D ÍSL kl. 4 og 6 - 3D L AÐ TEMJA DREKANN SINN 2D ÍSL kl. 4 L NANNY MCPHEE AND THE BIG BANG kl. 3.50 L GREEN ZONE kl. 8 og 10.10 12 H.G. -MBL Fyrsta sólóplata Umma er komin út. Hann starfar sem þrívíddarlistamaður í Lond- on og hefur unnið við stór- myndir á borð við Avatar, Harry Potter og Batman Begins. Ummi er fæddur og uppalinn á Djúpavogi. Hann sló í gegn í stuð- sveitinni Sólstrandargæjarnir á síðasta áratug ásamt Jónasi Sig- urðssyni félaga sínum. Saman gerðu þeir vinsæl lögin Rangur maður og Sólstrandargæi. „Þetta var slys en mjög gott slys,“ segir Ummi um vinsældirnar. „Það er æðislegt að heyra hvað það lifir þetta lag. Ég er mjög stoltur af því,“ segir hann um slagarann Rangur maður. Ummi, eða Unnsteinn Guðjóns- son eins og hann heitir réttu nafni, samdi lögin á nýju plötuna á árun- um 2001 til 2006. Lögin eru þau fyrstu sem hann gefur út síðan á Sólstrandar-árunum. Upptökur fóru fram í Hafnarfirði, Hróars- keldu, London og Kaupmanna- höfn, þar sem Jónas bjó áður en hann flutti heim til Íslands. „Hann var mín hægri hönd í þessu öllu og hægra eyra líka,“ segir Ummi um Jónas, sem gaf árið 2007 út sína fyrstu sólóplötu sem fékk mjög góðar viðtökur. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi og hann er alveg ómissandi.“ Plata Umma kemur út á vínyl og í stafrænu formi og inniheld- ur þrettán lög sungin á íslensku. Öll lögin og textarnir eru samin af Umma sjálfum og sá hann einnig um hönnun á umslaginu, sem er mjög veglegt, eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu á dögunum. Ummi segir að Jónas hafi hvatt sig til að syngja lögin sín sjálfur í stað þess að fá annan til verks- ins. „Ég er enginn söngvari,“ segir hann hógvær. „Þetta var eins og sálfræðimeðferð. Að geta staðið með sjálfum sér í staðinn fyrir að vera allur í hnút. Þetta er meira frá hjartanu svona.“ Ummi er sjálfur mikill aðdáandi Pixies auk þess sem Bob Dylan, Blind Blake, Billie Holiday og pönkhljómsveitin Rancid eru í uppáhaldi. Þessa dagana er hann að vinna við kvikmyndina John Carter of Mars sem teiknimyndarisinn Pixar framleiðir. Þar blandar fyrirtækið í fyrsta sinn saman alvöru leikurum og teiknuðum persónum. Á meðal leikara verða Willem Dafoe, Thomas Haden Church og Samantha Morton. „Þetta er stærsta tæknibrelluverk- ið sem hefur verið unnið í Lond- on. Maður finnur fyrir því hvað þetta er rosalega stórt verkefni,“ segir hann. Leikstjóri er Andr- ew Stanton, sem skrifaði handrit Toy Story og leikstýrði Wall-E og Finding Nemo. Myndin er vænt- anleg árið 2012 og að sögn Umma munu um 500 manns vinna við hana beggja vegna Atlantshafsins þegar mest lætur. Ummi stefnir á að fylgja nýju plötunni eftir með tónleikum hér á landi seinni part haustsins. Þang- að til ætlar hann að einbeita sér að fjölskyldunni því þriðja barn hans og eiginkonunnar Aðalbjargar Þóreyjar Ólafsdóttur er væntan- legt í heiminn í ágúst. Þeim sem vilja nálgast stafræna útgáfu af plötunni er bent á heima- síðuna Gogoyoko.com. Grúskarar geta síðan leitað uppi vínyl-útgáf- una sem verður aðeins gefin út í fimm hundruð eintökum. Nánari upplýsingar um listamanninn má finna á Ummi.is. freyr@frettabladid.is Syngur beint frá hjartanu UMMI Tónlistarmaðurinn og tæknibrellumeistarinn hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Leikhús ★★★ Lifandi í Landnámssetri Jón Gnarr Uppistandssýning í Landnáms- setrinu í Borgarnesi. Samverustund með Jóni Gnarr á háalofti Landnámsseturssins var ánægjuleg. Á loftinu sitja áhorf- endur gegnt hver öðrum og smita bros og hlátrasköll yfir hið þrönga gangsvið þannig að eins hlát- ursgusa verður að bylgjum allra. Þetta er ekki galið sviðsrými. Leikarinn, fórnarlambið, getur ekki skýlt sér bakvið myndir eða eigin syndir, heldur á hann aðeins þann möguleika að þeytast fram og aftur eftir þröngri rennunni, ekki ólíkt spilur- unum í gömlu fótboltaspilun- um eða voru það íshokkíspil? Jón Gnarr gerir Íslend- inga að yrk- isefni sínu og maður getur náttúrulega spu r t s ig hvort ekki sé búið að fjalla nóg um þann hóp manna þar sem Spaugstofan og aðrir grínarar hafa það sem aðal- markmið að segja okkur sjálfum frá því, hvað við séum stórkostlega furðulega merkileg og að þrátt fyrir að við kunnum ekki mannasiði séum við í raun og veru miklu skemmtilegri en allar aðrar þjóðir. Þessi söngur er orðinn svakalega leiðigjarn og kannski bara hættulegt að þvæla svona í sjálfsmyndinni í það óend- anlega? Engu að síður tekst Jóni Gnarr skemmtilega að sigla inn í þennan ólgusjó með sinni eigin nálgun og blanda sjálfum sér og örlögum sínum inn í frásagnir frá löngu liðnum tíma. Hann fjallar meðal annars um húmorinn sem lifað hefur með þjóðinni gegn- um aldir, um hið bráðfyndna við að höggva menn í herðar niður og annað ofbeldi forn- kappanna. Það er ekki nein eiginleg atburðarás í sögu- stundinni heldur hleypur hann svolítið úr einu í annað en grunn- þemað er þó þetta sama: „Þannig erum við Íslend- ingar“. Ég er ekki í nokkrum vafa um að marg- ir eiga eftir að leggja leið sína upp í hið menningarlega Landnámsset- ur, njóta þar frábærra veit- inga og fallegrar sýningar frá Borg- arfirði, auk þess að hlæja og gleyma þeim leiðindum sem sturtast yfir okkur í daglegum fréttum. Þó svo að Jón Gnarr geri fyrst og fremst út á vitleysingaháttinn í landanum þá er nú engu að síður niðurstaðan sú, að hvað sem raul- ar og tautar lendir landinn alltaf standandi. Að því leyti er þetta bara holl og góð afþreying, fyrir utan að mörgum þykir það gott að mannanafnanefnd sé rassskellt svolítið fyrir sína fáránlegu starf- semi og ljósi varpað á þá klikkun að vera með þykkan glervegg og míkrafóna á þeim klefum þar sem bíómiðar eru seldir. Það voru mörg smá og sniðug atriði úr daglega líf- inu sem ekki aðeins kitluðu hlát- urtaugarnar heldur vöktu einnig umhugsun, vonandi. Eins og til dæmis þegar hann sagði frá því að faðir hans hefði fengið synjun frá Tryggingarstofnun vegna umsókn- ar um neyðarhnapp. Honum var sent svarbréf þess efnis þónokkru eftir að hann lést. Það sem einkennir aðferðina hjá Jóni Gnarr í þessari sýningu er að hann laumar inn frásögnum og skellir sér svo bratt inn með ein- hverja absúrd staðhæfingu eða andstæðu. Hann virtist sjálfur njóta þess að gleðja og gerði það að umtalsefni hvernig ferillinn hófst og þróaðist. Aðalatriðið er auðvit- að hvernig hlutirnir eru sagðir og svo hin svokallaða tæming, sem er hluti af því að koma fólki á óvart. – Vitiði af hverju ljóskan drap sig? Umhugsun. Svar: Hún var svo rosalega þunglynd. Ekki fyndið á blaði en hægt að segja þannig að fullur salur af fólki veltist um af hlátri. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ekki galin kvöld- skemmtun. Jón Gnarr á grínbuxum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.