Fréttablaðið - 12.04.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 12.04.2010, Síða 16
 12. 2 SPEGILL MEÐ HÁRGREIÐSLU er sniðug hugmynd Japanans Shimizu Hisakazu. Hver spegill er með eigin hár- greiðslu, allt frá síðu hári og börtum til skalla og hatta. Blóm í vasa fegra heimilið og færa vorið inn. Gaman er að hressa upp á stílinn í stofunni með fallegum og óvenjulegum blómavösum. Blómavasinn Fiducia eftir danska vöruhönnuðinn Louise Campbell er samsettur úr fimm vösum eða kertastjökum sem hanga saman á seglum. Fiducia er latína og þýðir trú eða öryggi en vasarnir geta ekki staðið án stuðnings hver annars. Hægt er að breyta uppröðuninni að vild og tengja fleiri saman og búa til langa lengju til dæmis í gluggakistu eða á borðstofuborðið. Nánar má skoða skemmtilega hönnun á heimasíðu Louise Camp- bell, www.louisecampbell.com. Fimm í einum Vasarnir hanga ekki uppi án stuðnings hver annars. MYND/LOUISE CAMPBELL Innblásið af eldfjöllum Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur dregið til sín áhorfendur í þúsundavís sem dolfallnir fylgjast með nátt- úruöflunum í návígi. Eldgos er bæði eyðingarafl og sköpunarkraftur í senn. hafa áhrif á íslenskt listafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eldfjallahúsið í Newberry Springs er byggt ofan á gíg í eyðimörkinni milli Las Vegas og Los Angeles í Ameríku. MYND/WWW.NEWHOUSESOFART.COM Vulcano Buono eða „Góða eldfjallið“ eftir Renzo Piano í bænum Nola á Ítalíu, aðeins steinsnar frá hinu fræga eldfjalli Vesúvíus. MYND/WWW.TRENDHUNTER.COM Stóra eldfjall og litla eldfjall eftir Oscar Niemeyer sækja nafn sitt og lögun til eldfjalla. MYND/AFPPHOTO MYCHELE DANIAU Eldfjöll hafa löngum verið skap- andi fólki innblástur. Íslenskar byggingar samofnar náttúrunni eru okkur kunnar og má þar nefna þjónustumiðstöðina við Bláa lónið sem hverfur inn í hraunið í kring. Byggingar sem sækja bæði form og heiti beinlínis til eldfjalla og sprengigíga er að finna um allan heim. Til dæmis Vulcano Buono eða Góða eldfjallið eftir Renzo Piano sem stendur í bænum Nola á Ítalíu, steinsnar frá hinu fræga eldfjalli Vesúvíus. Stóra eldfjall og Litla eldfjall er heiti tvískiptr- ar byggingar í Le Havre í Frakk- landi eftir Oscar Niemeyer sem hýsir leikhús og kvikmyndahús og sækir form sitt til eldfjalla. Fáir hafa þó verið eins hugaðir og sá sem byggði íbúðarhús ofan á eld- fjallagíg í Bandaríkjunum árið 1968 en húsið er einfald- lega kallað Eldfjalla- húsið í Newberry Springs. Íslenski vöru- hönnuðurinn Bryn- hildur Pálsdótt- ir sótti í smiðju íslenskra fjalla þegar hún hann- aði Súkkulaði- fjöl l . Molinn Eldborg er fyllt- ur með möndl- um, hnetukexi og fljótandi karamellukviku og er byggður á eldborgum sem myndast við stutt gos þar sem þunn- fljótandi kvika sýður upp úr gígskálinni. Flower erup- tion kallast vasar, steypt- ir úr íslenskum sandi, eftir vöruhönn- uðinn Jón Björnsson. Nafn- ið vísar til þess hvernig jörðin opnast en í stað bráðins hrauns standa blóm upp úr „gígnum“. Gosið í Eyjafjallajökli mun án efa verða íslensku listafólki inn- blástur. Til dæmis hefur Vík Prjónsdóttir nú þegar á prjón- unum að framleiða sérstaka eldgosaútgáfu af Lands- lagsteppinu sem sækir munstur sitt og lögun til Eyjafjallajökuls, Mýrdalsjökuls og nágrennis. heida@frettabladid.is Konfektmolinn Eldborg er fylltur fljótandi karamellu- kviku. Flower eruption, vasar steyptir úr íslenskum sandi eftir Jón Björns- son vöruhönnuð. MYND/JÓN BJÖRNSSON Eldgosið í Eyjafjallajökli mun án efa Mán. - föst. kl. 9-18 Laugard. kl. 11-15 www.friform.is REYFARAKAUP FRÍFORM NÝIR TÍMAR - FERSK FORM HREINT OG KLÁRT ÞEGAR ÞIG VANTAR INNRÉTTINGU AF LAGER Á LÆGRA VERÐI 20% Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Ókeypis fyrir alla Mánudagur 12. apríl Lokað! Þriðjudagur 13. apríl Qi–Gong kl. 12-13 Gönguhópur kl. 13-14 Íslenskuhópur kl. 13-14 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) kl. 14-16 Skiptifatamarkaður /Barnaföt kl. 16-18 Prjónahópur - Vertu með í prjónahópnum. Prjónahópurinn er alla jafna á mánudögum. kl. 13-15 Miðvikudagur 14. apríl Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Áhugasviðsgreining kl. 14 -16 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16 Briddsklúbbur kl.14-16 Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar í umsjón félagsvina atvinnuleitenda. kl.12:30-14:00 Viltu fá meira fyrir þinn snúð? - Grunnhugmyndir og æfingar í samningatækni. Fyrri hluti. Umsjón: Silja Bára Ómarsdóttir kl.15:30-16:30 Fimmtudagur 15. apríl Framundan er námskeiðið Barnið komið heim í Rauðakrosshúsinu, á Akureyri, Akranesi og Selfossi. Upplýsingar í síma 570 4000 Fluguhnýtingahópur kl. 12-13:30 Saumasmiðjan kl. 13-15 Þýskuhópur kl. 14-15 Spænskuhópur kl. 15-16 Jóga kl. 15-16 Fyrir utan rammann - Framkomu- og leiklistarþjálfun þar sem farið er ofan í þæginda- og vitundarramma hvers og eins. Fyrri hluti. Skráning nauð- synleg. Umsjón: Helena Kristinsdóttir, framleiðandi. kl. 9-12 Gönguhópur kl. 12.30-13.30 Hláturjóga kl. 15:30 -16:30 Fyrir utan rammann - Seinni hluti. kl.9-12 Félagsvinir - Sjálfboðaliðar óskast! Opnaðu samfélagið fyrir konum og börnum af erlendum uppruna. kl. 12:30-13:00 Hvernig stöndumst við álag - Jóhann Thoroddsen sálfræðingur. kl.14-16 Föstudagur 15. apríl

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.