Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 40
20 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Á hjólbarðaverkstæðum N1 færð þú aðstoð reyndra og lipurra fagmanna og mikið úrval af hjólbörðum í öllum verðflokkum, fyrir allar gerðir bíla. Við spörum líka pláss fyrir þig með því að geyma vetrardekkin þín. Það er alltaf heitt á könnunni. SÉRFRÆÐINGAR Í DEKKJUM BETRI ÞJÓNUSTA OG ÚRVAL Á HJÓLBARÐAVERKSTÆÐUM N1 Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Nýttu þér þjónustu okkar og vertu klár fyrir sumarið! Meira í leiðinniWWW.N1.IS 15. APR ÍL NAGLA NA AF! > Snæfell getur klárað KR í kvöld Fjórði leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, og getur því komist í úrslit með sigri í kvöld. Heimavöllurinn hefur ekki enn skilað liðunum neinu í rimm- unni því allir leikirnir hafa endað með útisigri. KR hefur reyndar unnið tvo leiki í röð í Hólmin- um því KR vann í Fjárhúsinu í lokaumferð deildarkeppninnar. Leikurinn hefst 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. N1-deild kvenna: Stjarnan-Fram 18-25 Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Anna Bryndís Blöndal 1. Mörk Fram: Pavla Nevarilova 7, Stella Sigurðar- dóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Anna Friðriksdóttir 2, Anna Guðmundsdóttir 1, Ásta Gunnarsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Fram vann einvígið, 2-0. Haukar-Valur 29-30 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Hanna G. Stefánsdóttir 9, Erna Þráinsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Rebekka Skúladóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4, Katrín Andrésdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Karólína Gunnars- dóttir 1. Valur vann einvígið, 2-0. IE-deild karla: Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Ein- arsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. ÚRSLIT „Stelpurnar voru alveg ákveðnar í því að þétta sig saman í seinni hálfleik. Við vorum að gera alltof mikið af mistökum í fyrri hálfleik og það gerði það að verkum að Stjarnan fékk að vera inni í leiknum að minnsta kosti í fyrri hálfleik,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, ánægður eftir sigurinn gegn Stjörnunni í gær sem skaut Framliðinu í úrslit N1-deild- ar kvenna. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en Framstúlkur voru grimmari og kláruðu leikinn sannfærandi í síðari hálfleik. Stelpurnar byrjuðu hins vegar leikinn ílla og virt- ist hvorugt liðanna ráða nægilega vel við stressið. Einar vill meina að spennustigið sé gott í sínu liði. „Við þéttum vörnina, minnkuðum mistökin og þá var ekki að sökum að spyrja. Ég held að þetta hafi ekki verið neitt stress og spennustigið í liðinu er almennt mjög gott. Það voru ýmsir þættir sem við ætluðum að laga fyrir þennan leik frá því í síðasta leik og við gerðum það en þá gleymdust aðrir þættir sem við fórum kannski ekki nægilega vel yfir. Stjörnuliðið nýtti sér það vel hérna fyrstu mínúturnar og það má ekki taka það af þeim. Svo sýndum við bara okkar styrk hérna allan síðari hálfleik og kláruðum þetta,” bætti Einar við. „Þessi leikur var heilsteyptari en fyrri leikurinn og við spiluðum frábæra vörn. Ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna, og svo var sóknarleikurinn líka flottur. Mér finnst 25 mörk hérna bara fínt.” Einar hlakkar til að mæta í úrslitaleikina og segir sitt lið ætla að hirða síðasta bikarinn sem er í boði þennan veturinn. „Það verður frábært og virkilega gaman að mæta í úrslitarimmuna. Nú bara þurfum við að taka síðasta skrefið og hirða síðustu dolluna sem eftir er. Við erum ákveðnar í að gera það og þetta verða hörku skemmti- legar viðureignir.” N1-DEILD KVENNA: FRAM LAGÐI STJÖRNUNA SANNFÆRANDI Í MÝRINNI Í GÆR OG MÆTIR VAL Í ÚRSLITUM Við ætlum okkur að hirða síðustu dolluna KÖRFUBOLTI „Þetta hafðist en þetta líka tók sinn toll. Við erum búnir að koma okkur sjálfum í þá stöðu að vera með bakið upp við vegg og þurftum að taka sigur núna og það tókst,“ sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Njarðvíkur, ánægður með sigurinn á Keflavík í gær. „Við lögðum upp með að halda boltanum betur og ekki láta þá ýta okkur út úr okkar sókn. Það tókst ágætlega fram í fjórða leikhluta. Við vorum líka ekkert að rífast eða nöldra í dómaranum sem hefur ein- kennt síðustu leiki hjá okkur. Við slepptum öllu slíku í kvöld og höfð- um bara gaman,“ bætti Guðmundur við. Hann segir að það sé tími til kominn að Ljónagryfjan standi undir nafni. „Ljónagryfjan hefur ekki virkað vel hingað til úrslitakeppninni en það er bara tími til kominn að snúa því við núna. Við erum með bakið upp við vegg og hver einasti leik- ur núna er úrslitaleikur. Við verð- um bara að sýna að þetta er okkar heimavöllur og það kemur enginn þar og vinnur okkur með tuttugu stigum tvisvar í röð. Það er bara ekki séns, svo einfalt er það,” sagði Guðmundur. Leikur- inn í gær var í járnum í fyrri hálf- leik en Njarðvík skoraði 17 fyrstu stig síðari hálfleiks og stakk af. Keflavík kom til baka með látum, fékk tækifæri á að jafna en gekk ekki. Njarðvík slapp því fyrir horn. Guðjón Skúlason, þjálfari Kefla- víkur, var eðlilega ekki sáttur eftir leikinn í gær og hefði heldur viljað klára þetta einvígi í gær. „Ég er frekar ósáttur með þetta hjá okkur. Við vorum bara ekki til- búnir í þau átök sem við ætluðum okkur í. Þeir breyttu því aðeins hvernig þeir spila gegn okkur og við vorum bara ekki að ráða við það. En við vorum auðvitað bara ekki nógu góðir sjálfir og ég held að það sé aðalatriðið.” Guðjón var ósáttur við vörnina og hefði viljað stríða Njarðvíking- um miklu meira. „Varnarlega erum við ekki nógu öflugir. Við erum ekki að koma þeim í eins mikil vandræði eins og ég hefði viljað, en þetta er gott lið hjá Njarðvík og maður getur ekki ætlast til þess að þeir leggist niður og gefist upp. En mér finnst við ekkert hafa þurft mikið í viðbót til þess að ná þessu en við vorum aðeins of seinir að átta okkur á því hvað þurfti að gera. Við förum núna yfir þennan leik og skoðum okkar mál. Svo er næsta mál á dagskrá að fara niður í Njarðvík, þar er sennilega erfið- asta hús á landinu heim að sækja til að vinna leik og það er bara slag- ur sem við verðum að taka, það er bara svoleiðis,“ sagði Guðjón svekktur í leikslok. - rog Njarðvíkurljónin vildu ekki fara í frí Njarðvík hélt lífi í titilvonum sínum í gær með mögnuðum sigri á Keflavík, 86-88, í þriðja leik liðanna. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir Keflavík. Þetta var háspennuleikur og alls ekki fyrir hjartveika. LOKSINS, LOKSINS Nick Bradford vann í gær sinn fyrsta sigur á Keflavík í Njarðvíkur- búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.