Fréttablaðið - 12.04.2010, Qupperneq 14
14 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
„Ég er á því að það sé mjög mikilvægt að geta boðið upp á
svona spurningakeppni, sérstaklega ef vel er staðið að þessu
af hendi skólanna. Að mínu mati er þetta mikilvægasti aldur
mannskepnunnar og því viljum við ýta undir að það þyki kúl
og eftirsóknarvert að vita hluti. Ég held að þróunin sé í þá
átt. Það má segja að þetta sé gagnsókn okkar nördanna gegn
þeim sem hafa verið að stríða okkur,“ segir Hjalti Snær Ægis-
son, umsjónarmaður Veistu svarið, spurningakeppni Íþrótta-
og tómstundaráðs Hafnarfjarðar (ÍTH) og grunnskólanna í
Hafnarfirði.
Úrslitaviðureign keppninnar fer fram í Flensborgarskóla
klukkan 20 í kvöld milli Setbergsskóla og Álftanesskóla.
Veistu svarið var sett á laggirnar á síðasta ári og segist Hjalti
ekki vita til þess að önnur eins keppni sé í boði fyrir grunn-
skólanema á höfuðborgarsvæðinu eftir að Nema hvað?, spurn-
ingakeppni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, var lögð
af í fyrra.
Sjálfur er Hjalti, sem starfar sem stundakennari við
Háskóla Íslands og þýðandi, þrautreynt spurningaljón. Hann
var í sigurliði MR í Gettu betur þrjú ár í röð í kringum alda-
mótin og er einn stofnenda téðrar Nema hvað?- keppni. Þar
gegndi hann stöðu spurningahöfundar og dómara, rétt eins
og hann gerir í spurningakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar.
„Mér rann blóðið til skyldunnar þegar Hafnarfjarðarbær bað
mig um að taka þessa keppni að mér, enda er ég sjálfur Hafn-
firðingur,“ segir hann.
Aðspurður segist Hjalti hafa á tilfinningunni að þekking-
arforði ungmenna hafi haldist nokkuð í horfinu á þeim tæp-
lega áratug frá því að hann hóf að starfa við spurningakeppn-
ir grunnskóla. „Aðgengi að upplýsingum er betra nú en áður.
Hins vegar hafa áherslur breyst nokkuð og dægurmenning er
orðin fyrirferðarmeiri en áður var í öllum spurningakeppn-
um. Svona keppnir eiga að vera fræðandi, en það verður líka
að koma til móts við nemendurna og spyrja um hluti innan
þeirra áhugasviðs. Ég hika til dæmis ekki við að spyrja um
auglýsingar og er orðinn ansi vel að mér um Lady Gaga og
fleira slíkt,“ segir Hjalti og hlær.
Hann býður alla hjartanlega velkomna á úrslitaviðureignina
í kvöld. „Það hefur gerst að spurningaþjálfarar menntaskóla-
liða mæti og reyni að veiða efnilega keppendur í sína skóla.
Þeir mega gjarnan láta sjá sig, eins og allir aðrir.“
kjartan@frettabladid.is
ÚRSLIT Í SPURNINGAKEPPNI GRUNNSKÓLA HAFNAFJARÐAR: RÁÐAST Í KVÖLD
Eftirsóknarvert að vita hluti
STUND SANNLEIKANS Hjalti telur að lið Setbergsskóla og Álftanes-
skóla gætu plumað sig vel í Gettu betur ef þau tækju þátt í dag. Lið
Álftanesskóla: Kristinn Már Bjarnason, Þórgnýr Albertsson og Jökull
Steinar Ólafsson. Lið Setbergsskóla: Úlfur Þór Andrason, Birgir Örn
Höskuldsson og Brynjar Geir Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JACOB ZUMA
ER 68 ÁRA Í DAG.
„Ég hef mjög
ákveðna sýn á þessi
mál – ég hef aldrei
litið niður á menn-
ingu og arfleifð eins
né neins og lít svo á
að enginn hafi slíkan
rétt.“
Jacob Gedleyihlekisa
Zuma er forseti Suður-
Afríku.
Á þessum degi árið 1952 var gúmmí-
björgunarbátur notaður í fyrsta skipti
við björgunarstörf þegar vélbáturinn
Veiga sökk við Vestmannaeyjar.
Átta manns voru um borð þegar
báturinn lenti í suðvesturstormi
síðdegis um daginn, skammt vestur af
Einidrangi. Veiga var að leggja af stað
heimleiðis þegar báturinn fékk yfir sig
sjó stjórnborðsmegin sem braut meðal
annars hurð í stýrishúsi og rúður.
Tveir skipverjar lentu í sjónum og
fórust, en sex björguðust með því að
koma gúmmíbjörgunarbát sem var til
staðar á flot. Var talið að gúmmíbjörg-
unarbáturinn hefði orðið mönnunum
til lífs en Veiga sökk um fimmtán
mínútum eftir að skipverjar voru
komnir í björgunarbátinn.
Skipverjum af Veigu tókst að halda
sér á floti í gúmmíbátnum í nokkrar
klukkustundir, þar til aðstoð barst frá
skipverjum á vélbátnum Frigg.
Í Þjóðviljanum 16. apríl sama ár er
sagt að gúmmíbáturinn hafi reynst
„með afbrigðum vel og sýnt að þeir
séu mjög hæfir sem lífbátar, því sjór
var erfiður“.
ÞETTA GERÐIST: 12. APRÍL 1952
Gúmmíbjörgunarbátur notaður
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þór Jóhannesson bóndi,
lést laugardaginn 3. apríl að Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 12. apríl kl. 13.30.
Árni V. Þórsson Ragna Eysteinsdóttir
Nanna B. Þórsdóttir
Hjörvar Þór Þórsson Andrea Thorsson
Ásdís Þórsdóttir Guðmundur Ólafsson
Gunnur Petra Þórsdóttir Ólafur Þórarinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, systir, mágkona og
frænka,
Kristjana Hólmgeirsdóttir
frá Hellulandi, Aðaldal,
Tjarnarlundi 12 f, Akureyri,
sem andaðist á öldrunarlækningadeild Kristnesspítala
sunnudaginn 4. apríl, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hennar láti öldrunar lækninga-
deild Kristnesspítala njóta þess.
Þorbjörg Aðalsteinsdóttir
Sigrún Hólmgeirsdóttir
Hermann Hólmgeirsson
mágkonur og systkinabörn.
Elskuleg móðir mín, amma og
langamma,
Kristín Friðriksdóttir
frá Raufarhöfn, Laugarásvegi 1,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 3. apríl.
Útförin fer fram miðvikudaginn 14. apríl kl. 13.00 frá
Fossvogskirkju.
Jenný Lind Þórðardóttir
Kristín Þóra Vöggsdóttir
Guðrún María Vöggsdóttir
Zanný Lind Hjaltadóttir
Brynja Hjaltadóttir
Rakel Dögg Sigurðardóttir
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
Jórunn Eyjólfsdóttir
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík,
andaðist sunnudaginn 4. apríl sl. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 12. apríl kl 15.00. Blóm
og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á að láta Barnaspítala
Hringsins njóta þess.
Eyjólfur Jónsson
Arndís Jónsdóttir
Gunnar Jónsson Erla Sigtryggsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Henning Kr. Kjartansson,
Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtu-
daginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 16. apríl kl. 14.00.
Jónína Ingólfsdóttir
Inga María Henningsdóttir Ólafur Sigurjónsson
Bjarney Sigríður Snævarsdóttir Bjarni Friðrik Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
Magnús Guðmundsson,
fv. verkstjóri, Blikahöfði 7, Mosfellsbæ,
andaðist á líknardeild K5 Landakoti miðvikudaginn 7.
apríl. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju 19. apríl
kl. 13.00.
Sigurrós Anna Kristjánsdóttir
Agnar Magnússon Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
Snorri Magnússon Ólafía E. Gísladóttir
Smári Magnússon Rut Magnúsdóttir
Magnús Rúnar Magnússon
Sigurrós Anna Magnúsdóttir Sveinbjörn Guðlaugsson
Hólmfríður G. Magnúsdóttir Örlygur Atli Guðmundsson
Ármann Magnússon Kristín E. Reynisdóttir
Reynir Magnússon Hrund Birgisdóttir
Hjörtur Magnússon Hrafnhildur Eva Ingibergsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Fjóla Þorbergsdóttir,
lést á heimili sínu, Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri,
miðvikudaginn 7 apríl. Útför hennar fer fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Halldór Pálmi Erlingsson Gerður Kristjánsdóttir
Bergþór Erlingsson Heiðdís Á. Þorvaldsdóttir
Erna Erlingsdóttir Hjörtur Gíslason
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðríður Ingibjörg
Einarsdóttir,
Efstaleiti 10, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn
1. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju, miðvikudaginn
14. apríl kl. 15.
Hörn Harðardóttir Matthías Jakobsson
Örn Þórhallsson Erla Magnúsdóttir
Þórunn Þórhallsdóttir Jón Hjaltalín Ólafsson
Sigríður Þórhallsdóttir Jón Kristján Árnason
Einar Þór Þórhallsson Andrea Þorbjörg Rafnar
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.