Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg í dag klukkan 18.15. Boðin verða upp tæplega 100 verk af ýmsum toga, bæði nýleg og eftir gömlu meistarana. Meðal annars verða boðin upp mörg verk eftir Jóhannes S. Kjarval og rómantísk mynd eftir Gunnlaug Blöndal. www.myndlist.is „Þetta er staðurinn í íbúðinni sem allt gerist á og hverfist um,“ segir Edda brosandi þar sem hún situr við þungt og mikið borð, með netta tölvu fyrir framan sig sem er eitt af hennar verkfær- um í vöruhönnuninni. „Þetta er dálítið spes borð og mér áskotn- aðist það fyrir tilviljun,“ segir hún og lýsir heppni sinni. „Ég var að kaupa mér leir-rennibekk úti í bæ og var stödd í bílskúr hjá ókunnugu fólki. Þar var ég bara spurð hvort mig vantaði ekki líka borðstofuborð. Þarna stóð þetta fína borð, ég heillaðist og sló til. Fannst hönnunin svo sniðug. Það er nefnilega gætt þeirri náttúru að þegar það er stækkað breytist það í borð fyrir 25 manns því það rennur út sleði sem er eiginlega endalaus.“ Dags daglega kveðst Edda vera með borðið í styttri útgáfunni enda sé það þá hæfilegt fyrir heimilisfólkið en holið í íbúðinni er langt og mjótt og þar getur hún slegið upp 25 manna veislum ef henni býður svo við að horfa. Borðið er greinilega gamalt. „Gæti verið hundrað ára,“ bend- ir Edda á. „Ég held að það sé frá Danmörku og mér finnst gaman að hugsa til fortíðar þess. Kannski hefur það verið á dönskum herra- garði, dekkað með fínum borð- búnaði og kannski hafa aðrar fjöl- skyldur notað það á svipaðan hátt og við, teiknað við það og lært, auk þess að nota það sem matar- borð. Mér finnst að minnsta kosti ég hafa gert góð kaup. Borðið er alger þungamiðja heimilisins, nokkurs konar umferðarmiðstöð.“ gun@frettabladid.is Þungamiðja heimilisins Vinsælasti staðurinn á heimili Eddu Gylfadóttur vöruhönnuðar er við veglegt og viðamikið borð sem er allt í senn vinnuaðstaða, borðstofuborð og lærdómsstaður allra í fjölskyldunni. Bak við það er saga. Edda teiknar og vinnur í tölvunni við borðið góða sem tuttugu og fimm manns rúmast við þegar það er stækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Weber Q ferðagrillin komin. Söluaðilar.: Járn og gler - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Takmarkað magn af IQ-Care heilsudýnum og Proflex stillanlegum rúmum á sértilboði frá framleiðanda Proflex 2x80x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 339.900 - verð áður kr. 429.000 Proflex 2x90x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 349.900 - verð áður 459.000 Listh Fermingartilboð sjá www.svefn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.