Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 13 Dagskrá: Kl. 08:30 A ending ráðstefnugagna og greiðsla þá tökugjalds. Kl. 09:00 Setning ráðstefnu: Kris n Ástgeirsdó r, framkvæmdastýra Jafnré sstofu. Kl. 09:10 „Sannleikurinn gerir mann frjálsan“ Kynferðislegt o eldi gegn drengjum: Sigrún Sigurðardó r, hjúkrunarfræðingur, MS í heilbrigðisvísindum, doktorsnemi í Lýðheilsuvísindum við HÍ. Kl. 09:40 Maður, kona, barn: Reynsla kvenna af heimiliso eldi á meðgöngu: Ástþóra Kris nsdó r, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og meistaranemi við HA. Kl. 10:10 Er ástæða l að spyrja um o eldi á meðgöngu? Sigríður Sía Jónsdó r, ljósmóðir MS, lektor við HA og aðjúnkt við HÍ. Kl. 10:40 Kaffi Kl. 11:00 Meðferðarúrræði fyrir þolendur kynferðislegs o eldis: Dr. Berglind Guðmundsdó r, sálfræðingur, Áfallamiðstöð Landspítala. Kl. 11.30 Þverfagleg meðferðarúrræði fyrir fullorðna þolendur kynferðislegs o eldis í æsku: Turid Kavli, sálfræðingur á meðferðardeild fyrir fullorðna þolendur kynferðislegs o eldis í æsku í Betania Malvik í Noregi. Kl. 12:30 Hádegi Kl. 13:20 O eldi í nánum samböndum, niðurstöður rannsóknar á gögnum: Kvennaathvarfsins: Elva Dögg Ásud. Kris nsdó r ML nemi í lögfræði við HR. Kl. 13:50 Ungir gerendur, kynning á meðferðarúrræðum: Anna Kris n Newton, ré arsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Kl. 14:20 Vændi á Íslandi: Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur. Kl. 14:50 Kaffi Kl. 15:10 Vændi og mansal á Íslandi, dómur í máli Catalina Mikue Ncogo: Hulda María Stefánsdó r, aðstoðarsaksóknari hjá embæ Ríkissaksóknara. Kl. 15.40 „Því ekki að segja frá því sem gerðist?“ Svala Ísfeld Ólafsdó r, sérfræðingur í refsiré og a rotafræði við lagadeild HR allar um kynferðisbrot gegn börnum. Kl.16:10 Ráðstefnulok Fræðsludagur um kynbundið o eldi Ráðstefnan ÞÖGUL ÞJÁNING Ráðstefnan fer fram á fræðsludegi um kynbundið o eldi þann 16. apríl nk. kl. 9:00-16:30 í Háskólanum á Akureyri. Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörinn ve vangur fyrir fagsté r og alla þá sem vilja leggja si að mörkum l að vinna gegn og uppræta kynbundið o eldi. Skráning fer fram á slóðinni h p://www.unak.is/radstefnur Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalok- anna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaun- um. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti mark- tæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrir- menni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk- flugvellinum, í leið á minningar- athöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. „Það hvílir bölvun á þess- um stað,“ hafa margir sagt undan- farna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggis- sveitunum, og nú deyr rjóminn af stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðar- gráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venju- legum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þings- ins, seðlabankastjórann, umboðs- mann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þing- menn, alla æðstu yfirmenn hers- ins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu sam- starfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstri- flokkurinn missti forsetafram- bjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnism- ans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægð- ir með og stoltir af í kjölfar flug- slyssins. Í fyrsta lagi er hin borg- aralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáránlega að þurfa yfirhöfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Pól- landi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draug- ar snúi aftur eru engar. En það hve fáránlegar slíkar vangavelt- ur þykja, er einmitt eitthvað sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýð- ræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau ein- lægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar bygg- ingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann, og aðrir kjörnir fulltrúar, dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opin- berum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif á mig hafði útsend- ingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærð- ur skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði. „Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér …“ Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á höfðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveif- ur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands. Tómir stólar Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Fiskveiðistefna Íslands og ESB“. Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um rétt- mæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfis- ins við sameiginlega sjávarútvegs- stefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangr- aða lögsögu Íslands og að lang- mestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafn- framt er augljóst að miðað við þann afla sem tekinn er úr sjó á Íslands- miðum í dag, eftir áratuga kvóta- kerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undan- tekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábóta- vant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegan sjáv- arútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarn- inn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöð- umun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varð- ar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögð Annað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eft- irfarandi staðhæfingu: „Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Frétta- blaðinu 31. mars sl.), þá á sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að for- svarsmenn Evrópuríkja hafi feng- ið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiði- ríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970.“ Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upp- haf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má „innblásturs“ forsvars- manna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað með mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pól- itísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahags- lögsaga var regla þá hefði það óhjá- kvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítar- lega rakin í bók minni „Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið – sjávarút- vegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sam- bandinu“ og kom út hjá Háskólaút- gáfunni árið 2002. Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Und- irritaður mun því ekki eiga frek- ari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson Stjórnmálafræðingur og togarasjómaður Evrópumál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.