Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 17 Dalshrauni 11, sími 565 2212 Ásvöllum 2, sími 565 2712 hress@hress.is, www.hress.is Cheryl Cole, söngfuglinn breski, hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að í ljós kom að eiginmað- ur hennar, bakvörðurinn Ashley Cole, hafði haldið ítrekað framhjá henni. Cole er þó ekki af baki dottin heldur sækir sjálfstraustið sitt í sjónvarpsþáttinn X-Factor en hún er þar dómari ásamt hinum orð- heppna Simon Cowell. „Það kom mér virkilega á óvart hversu vel hefur gengið. Að sitja í dómara- sætinu hefur breytt mér, ég hef öðlast meira sjálfstraust,“ sagði Cole við breska fjölmiðla. Um það hefur verið rætt í bresku pressunni að Cole fái jafnvel dóm- arasæti í bandarísku útgáfunni sem Cowell hyggst byrja með á næsta ári. Sjálf hefur hún enga trú á því. „Það myndi koma mér stórkostlega á óvart. Og hrein- lega hræða líftóruna úr mér. Þeir í Bandaríkjunum vita ekkert hver ég er, þeir væru bara blindaðir af velgengninni í Bretlandi. Þar að auki er ég með alveg hrikaleg- an Newcastle-hreim sem enginn í Bandaríkjunum myndi skilja.“ Fær sjálfstraustið frá X-Factor VINSÆL Cheryl Cole nýtur mikilla vin- sælda í Bretlandi og horfir til Ameríku. Leikkonan Demi Moore ku vera afskaplega öfundsjúk út í sam- band eiginmanns síns, Ashton Kutcher, og raunveruleika- stjörnunnar Kim Kardas- hian. Þessi öfundsýki á einnig að vera kveikjan að erjum þeirra tveggja á samskiptavefnum Twitter, en Moore gagn- rýndi Kardashian fyrir að nota orðið „pimpin“, sem á við melludólg. Kutcher er mikill aðdáandi þáttanna Keeping Up With The Kardashians og talar mikið um hvað honum finn- ist Kim skemmtileg og gáfuð, en þau hafa unnið saman að fram- leiðslu ýmissa sjónvarpsþátta. „Demi er enn svolítið óör- ugg með aldursmuninn á milli hennar og Ashtons og er öfundsjúk út í sam- band hans og Kim,“ segir heimildarmaður. Demi afbrýðisöm ÖFUND? Demi Moore á að vera öfundsjúk út í samband eigin- manns síns og Kim Kardashian. NORDICPHOTOS/GETTY Robert Downey Jr. segir það ynd- islega tilfinningu að vera giftur. Leikarinn, sem oft komst í frétt- irnar fyrir ósiðsamlegt líferni, gekk að eiga kvikmyndaframleið- andann Susan Levin fyrir fimm árum og segir að hann gæti ekki hugsað sér að lifa án hennar. „Ég er ekki að grínast þegar ég segi að Susan sé betri helmingurinn í okkar sambandi,“ sagði Downey í samtali við Independent. Leikarinn segir þó að Susan hafi ekki breytt sér mikið. Hún hafi einfaldlega sett honum stól- inn fyrir dyrnar á ákveðnum tímapunkti og það hafi orðið til þess að hann sigraðist á eitur- lyfjafíkninni sinni. „Við breyttum hvort öðru og ég trúi því staðfast- lega að ég og frú Downey munum verða saman til æviloka.“ Gott að vera giftur HAMINGJUSAMUR Robert Downey er hrikalega hamingjusamur. Það er ekki tekið út með sældinni að vera stjarna í Hollywood. Því fékk Mischa Barton að kynnast í teiti nýverið. Mischa má reynd- ar muna fífil sinn fegri hvað kvikmynda-og sjónvarpsferil- inn varðar og hefur mátt þola ýmislegt mótlæti. Hún mátti því varla við að lesa illkvittnislegar athugasemdir fyrrum unnusta síns á twitter-síðu sinni. Mischa og olíuerfinginn Brand- on Davis voru par um skamma hríð. Þau hittust síðan í afmæl- isboði tímaritsins Nylon í Los Angeles og í kjölfarið fór hinn ofdekraði Davis á twitter-síðu sína og lýsti því yfir að Barton væri hugsanlega feitasta kona jarðar. Hin rætnu skrif Davis fóru eðlilega illa í Barton sem sást skömmu síðar keðjureykj- andi eftir því sem sjónarvottur sagði við New York Daily News. Sögð vera feit VONDUR GAMALL KÆRASTI Mischa Barton varð fyrir barðinu á rætnum skilaboðum fyrrverandi kærasta síns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.