Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 3 Eero Saarinen var finnskur og bjó í heimalandi sínu sem barn með foreldrum sínum sem báðir voru listrænt menntaðir. Faðir hans Eelo Saarinen var arkitekt og móðir hans, Loja, starfaði sem textílhönnuður. Árið 1923, þegar Eero var 13 ára gamall, fluttist hann til Bandaríkjanna ásamt fjöl- skyldu sinni og bjó þar og starfaði allt þar til hann lést. Arkitektúr og hönnun Saarinens þykir mjög öguð, form hans hrein og lífræn og ein af hans fræg- ustu byggingum, sem nú tilheyr- ir John F. Kennedy-flugvellinum í New York en var áður byggð fyrir Trans World Airlines, TWA, sýnir það hand- bragð vel. Bygging- in minn- ir helst á skúlptúr sem vekur upp hugsan- ir um fugla og flug með straum- línulöguðum sveigjum, innra sem ytra. Eero Saarinen og Charles Eames voru miklir vinir og sá fyrrnefndi nefndi son sinn Eames í höfuðið á hönnuðinum en þeir félagar unnu að nokkrum verkefnum saman. Leiðir Saarinens lágu fljótlega til Knoll og urðu stólar þeir sem fyrirtækið framleiddi, og framleiðir enn, heimsfrægir. juliam@frettabladid.is Öguð form snillings Finnski arkitektinn Eero Saarinen, einn helsti brautryðjandi módernismans í hönnun, hefði orðið hundr- að ára nú síðar á árinu. Hann lést aðeins fimmtíu ára að aldri, en hafði þá skilað stórbrotnu ævistarfi. Eero Saarinen um það bil ári áður en hann lést, árið 1960. Jákvæðar umfjallanir um ís- lenska hönnun birtast í erlend- um fjölmiðlum í kjölfarið á HönnunarMars. „Það er alveg ljóst að öll þessi greinaskrif skapa vissa mögu- leika fyrir íslenska hönnuði,“ segir Halla Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Hönnunarmið- stöðvar Íslands, ánægð með þá athygli sem íslensk hönnun hefur fengið í erlendum fjölmiðlum eftir HönnunarMars. Jákvæðar umsagnir um HönnunarMars og ein- staka hönnuði hafa þannig birst í virtum prentmiðlum og veftímaritum á borð við The Guardian, The Forum, Dezeen.com, Dazeddigital.com, Core77.com og Cool- hunting.com. Í grein sinni á Coolhunting. com segir blaðamað- urinn Brian Ficht- ner til dæmis margt áhugavert hafa borið fyrir augu en telur þó enn vanta nokk- uð upp á fjármagn til að íslensk hönnun nái almennilegu flugi. Halla segir umfjöllun af þessu tagi mjög mik i l - væga f y r i r íslenska hönn- uði . „Fagleg umfjöllun hefur hingað til verið svolítið ábóta- vant hérlendis en er mikilvæg fyrir íslenska hönnuði. Hún vekur athygli á verkum þeirra og staðsetur þá í alþjóðlegt samhengi.“ Hönnunarmiðstöð Íslands hafa borist fjöl- margar fyrirspurnir út í íslenska hönnun og sam- starf eftir að frétt- ir um Hönnunar- Mars tóku að birtast erlendis. „Þetta gefur allt saman fyrirheit um bjartari tíma, bæði fyrir íslenskt atvinnulíf og efna- hag eins og við von- uðum að gerðist,“ bendir Halla á og bætir við að kjörið sé fyrir hönnuðina að nýta sér athyglina og fylgja henni eftir. - rve Bjartari tímar Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmið- stöðvar Íslands. Fyrirtækið Studiobility vakti athygli fyrir áherslu á umhverfi og sjálfbærni. MYND/ÚR EINKASAFNI Sjálf Florence Knoll, húsgagna- hönnuður og stofnandi Knoll, bað Eero Saarinen um að hanna fyrir hana stól sem hún gæti „hniprað sig saman í“ og haft það nota- legt. Útkoman var hægindastóllinn The Womb. Grasshopper er fyrsti stóllinn sem Saarinen hannaði sérstaklega fyrir Knoll, frá árinu 1946. Túlípanastóllinn svokallaði varð til árið 1940 þegar Nútímalistasafnið í New York efndi til samkeppni undir yfirskriftinni „lífræn hönn- un húsbúnaðar“. Saarinen sigraði með stól sínum en framleiðsla á honum hófst þó ekki fyrr en meira en áratug síðar. Saarinen framkallaði tilfinningu fyrir náttúr- unni og lífrænum formum í arkitektúr sínum. TWA-byggingin svokallaða, sem nú tilheyrir JFK-flugvellinum, er gott dæmi um slíkt en hún er frá árinu 1956. NORDICPHOTOS/GETTY Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. 10253 - mjúkur og yndislegur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg. 26021 - létt fylltur og sumarlegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Búkkinn úr smiðju Chucks Mack heillaði erlenda blaðamenn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.