Fréttablaðið - 12.04.2010, Side 8

Fréttablaðið - 12.04.2010, Side 8
8 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglubundnum sparnaði 15,4% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 5.000 kr. Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 28.02.2005-28.02.2010. Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki NÁTTÚRA Mikil umferð hefur verið um svæði í nágrenni gosstöðvanna við Fimmvörðuháls með tilheyr- andi álagi á svæðin. Búast má við að sú umferð aukist enn með hækk- andi sól og því er farið að huga að því að gera allt sem best úr garði fyrir sumarið. Skógrækt ríkisins hefur haft umsjón með Goðalandi og Þórs- mörk síðan á þriðja áratug 20. aldar. Svæðin voru friðuð fyrir beit og síðan hafa birkiskógar breiðst þar út. Til að koma í veg fyrir gróður og jarðvegsskemmdir í brattlendi á nú að fara í átak til að bæta stíga- kerfið. Það er einnig gert með öryggissjónar- mið í huga. „Það hefur verið gríðarleg aukning ferða- manna um svæð- ið með hraun- staumum niður í Goðaland. Stígar á svæðinu eru engan veginn gerð- ir til að anna slíkum ferðamanna- straumi og allra síst að vori til,“ segir Hreinn Óskarsson, verkefn- isstjóri Hekluskóga og starfsmaður Skógræktar ríkisins. Hreinn segir von á fjölda manns í sumar. „Það er áætlað að 50 til 75 þúsund manns eigi eftir að ganga upp á Morinsheiði og á nærliggj- andi fjöll ofan Bása til að berja nýja eldfjallið og hraunstraumana í Hrunagili og Hvannárgili augum. Þeir munu koma óháð því hvort áfram heldur að gjósa eða ekki.“ Nú er unnið að því að tryggja það fjármagn sem þarf til að ljúka verkinu eins fljótt og hægt er áður en ferðamannastraumurinn hefst fyrir alvöru. Hreinn segir marga hafa komið að verkefninu: Ferða- málastofu, ferðaþjónustuaðila á Merkursvæðinu, Rangárþing eystra og sjálfboðaliða í stígagerð frá Umhverfisstofnun. Á miðvikudag verður farin ferð í Goðaland og Hreinn segir að samn- ingar séu að nást við þyrluþjónust- ur um að flytja efni á svæðið. Allir hafi hag af því að koma þessum hlutum í lag fyrir sumarið. kolbeinn@frettabladid.is Laga stíga vegna gossins Skógrækt ríkisins hyggur á ferð í Goðaland til að lagfæra stíga. Búist er við að 50 til 75 þúsund manns leggi leið sína þangað í sumar vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. Samvinna verður við þyrluþjónustur um verkið. GOSIÐ Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína að gosstöðvunum að undanförnu og þeim á eftir að fjölga til muna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAMENN Búist er við að 50 til 75 þúsund manns leggi leið sína á Morinsheiði og nærliggjandi fjöll í sumar. MYND/HREINN ÓSKARSSON HREINN ÓSKARSSON 1. Hvað heitir forseti Kirgis- istans sem var steypt af stóli í síðustu viku? 2. Hver varð markakóngur Íslandsmótsins í handbolta karla? 3. Hvaða afmæli fagnar Vigdís Finnbogadóttir á fimmtudag- inn kemur? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 TRÚMÁL Nokkrir breskir trúleysingjar reyna nú að fá útgefna handtökuskipun á Benedikt XVI. páfa, sem er væntanlegur til Bretlands næsta haust. Páfinn hafi hylmt yfir með kynferðisbrota- mönnum með því að þagga niður kynferðis- brot gegn börnum, þegar hann hét Joseph Alois Ratzinger og starfaði sem kardínáli. Meðal þeirra sem vilja hafa páfa í járnum er Richard Dawkins, prófessor við Oxford-háskóla. „Þessi fyrrum yfirmaður rannsókn- arréttarins ætti að vera handtekinn um leið og hann dirfist að stíga út fyrir þetta hálfgildings lénsveldi sitt, Vatíkanið,“ segir Dawkins í nýlegum pistli. Páfinn hefur verið ásakaður um að hafa leynt glæpum gegn börnum. Bandarískur prestur, Step- han Kiesle, hafði verið dæmdur fyrir kynferðis- brot árið 1978 og beðið um að fá að hætta að þjóna sem prestur. Biskup yfir honum tók undir þetta og bað Ratz- inger árið 1981 um að leyfa þetta. Ratz- inger svaraði árið 1985 og mælti gegn því að Kiesle yrði sviptur kjól og kalli. Hann bað biskup heldur um að sýna var- kárni. Hann skyldi hafa „hagsmuni allrar kirkjunnar“ í huga. - kóþ BENEDIKT XVI. PÁFI Sífellt fleiri ásakanir á hendur kaþólskum kirkjunnar mönnum heyrast. NORDICPHOTOS/AP Ratzinger sagður hafa tekið hagsmuni kirkjunnar fram yfir hagsmuni barna: Trúlausir vilja handtaka páfa LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. Helsta ferðaleið þeirra sem reyndu það var frá Ósló, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn, að því er kemur fram á vef Víkurfrétta. Samkvæmt ársskýrslu lögregl- unnar á Suðurnesjum varð mikil fjölgun í skjalafalsi á ferðaskil- ríkjum árið 2009 frá fyrra ári. - fb Lögreglan á Suðurnesjum: Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.