Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 42
22 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR Enski bikarinn: Chelsea-Aston Villa 3-0 1-0 Didier Drogba (67.), 2-0 Florent Malouda (89.), 3-0 Frank Lampard (90.). Tottenham-Portsmouth 0-2 0-1 Frederic Piquionne (99.), 0-2 Kevin Prince Boateng (117.). Enska úrvalsdeildin: MAN CITY- BIRMINGHAM 5-1 1-0 Carlos Tevez, víti (38.), 2-0 Nedum Onuoha (40.), 2-1 Cameron Jerome (42.), 3-1 Emmanuel Adebayor (43.), 4-1 Nedum Onuoha (74.), 5-1 Emmanuel Adebayor (88.). LIVERRPOOL- FULHAM 0-0 BLACKBURN- MAN UTD 0-0 WOLVES- STOKE CITY 0-0 HULL CITY - BURNLEY 1-4 1-0 Kevin Kilbane (2.), 1-1 Martin Paterson (34.), 1-2 Graham Alexander (63.), 1-3 Graham Alexander (69.), 1-4 Wade Elliott (95.). WEST HAM UNITED - SUNDERLAND 1-0 1-0 Ilan (50.) STAÐAN: Chelsea 33 23 5 5 84-30 74 Man. United 34 23 4 7 77-27 73 Arsenal 33 22 5 6 75-34 71 Man. City 33 17 11 5 69-41 62 Tottenham 32 17 7 8 58-32 58 Liverpool 34 16 8 10 54-33 56 Aston Villa 32 14 12 6 44-32 54 Everton 33 13 11 9 52-44 50 Birmingham 34 12 10 12 35-43 46 Stoke City 33 10 13 10 32-35 43 Blackburn 34 11 10 13 35-50 43 Fulham 33 11 9 13 35-37 42 Sunderland 34 9 11 14 44-52 38 Wolves 34 8 9 17 28-51 33 Bolton 33 8 8 17 36-61 32 West Ham 34 7 10 17 41-57 31 Wigan 33 8 7 18 30-64 31 Burnley 34 7 6 21 36-72 27 Hull City 33 6 9 18 32-70 27 Portsmouth 33 6 5 22 28-60 14 ÚRSLIT FÓTBOLTI Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að svo kunni að fara að Liverpool neyðist til að selja eina af stór- stjörnum sínum. Það þýðir að annaðhvort Steven Gerrard eða Fernando Torres gæti verið á förum. Hinir bandarísku eigendur félagsins eru að leita að kaupend- um að félaginu en gangi það ekki og félagið fái enga peninga inn í reksturinn þarf félagið líkast til að selja. Liverpool verður af gríðarleg- um tekjum þar sem liðið kemst væntanlega ekki í Meistaradeild- ina að ári og það gæti þýtt að stjórnendur félagsins þurfi að hugsa fjármálahliðina algjörlega upp á nýtt. „Ég held ekki að við þurfum að selja stórstjörnu en það velt- ur á því hvort við fáum fjárfesta þannig að ég get ekki tryggt að við sleppum við að selja eina af okkar stærstu stjörnum,” sagði Benitez. „Stundum þarf að selja ein- hverja leikmenn sem spila lítið en það skilar ekki miklum peningum í kassann.“ Benitez segir enn fremur að félagið þurfi að styrkja sig í stað þess að selja en hann verð- ur væntanlega ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um þau mál. Hann segist vilja fá þrjá heims- klassaleikmenn. - hbg Peningaskortur á Anfield: Torres verður kannski seldur RAFA BENITEZ Vonast eftir að halda stórstjörnum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Dalvíkingurinn Heiðar Helguson tryggði Watford mikil- vægan 1-0 sigur gegn Plymouth í ensku B-deildinni á Englandi um helgina. Með sigrinum færðist Watford frá botninum upp í 19. sæti deildarinnar. Aðeins mínútu áður en Heiðar skoraði sigurmarkið fékk hann dauðafæri sem hann misnotaði. Heiðar var ekki lengi að bæta fyrir það og markið mikilvæga skoraði hann á 50 mínútu leiks- ins með því að pota boltanum í netið af stuttu færi. Watford er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og sigurinn því mjög mikilvægur fyrir liðið. Scunthorpe og Crystal Palace fylgja fast á eftir Watford í sætunum fyrir neðan en Wat- ford er aðeins þremur stigum frá fallsæti. Þetta er tíunda markið sem Heiðar skorar fyrir Watford eftir að hann kom þangað á láni frá QPR fyrr í vetur. - rog Mikilvægur sigur fyrir Watford: Heiðar skoraði sigurmarkið HEIÐAR HEITUR Heiðar Helguson var á skotskónum um helgina. NORDIG PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Barcelona vann risaslag- inn á Spáni um helgina er liðið sótti Real Madrid heim. Barcelona var miklu sterkara liðið í leikn- um, vann 0-2 en hefði getað unnið stærra. Barcelona hefur eftir leik- inn þriggja stiga forskot á Real á toppi deildarinnar. Það voru þeir Lionel Messi og Pedro sem skoruðu mörk Börsunga eftir sendingar frá Xavi sem átti stórkostlegan leik á miðjunni hjá Barcelona. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, var ekki af baki dott- inn þrátt fyrir tapið. „Barcelona var í öðrum gæða- flokki en við í þessum leik. Við megum samt ekki gefast upp því það eru enn sjö leikir eftir. Við getum enn unnið deildina þannig að menn skulu fara varlega í að tala um vonbrigðatímabil,“ sagði Portúgalinn. Andres Iniesta, leikmaður Bar- celona, var spar á yfirlýsingar eftir leikinn. „Liðið veit hvað það þarf að gera en það eru sjö leikir eftir og við verðum að halda áfram á sömu siglingu,“ sagði Iniesta. - hbg Mikill fögnuður í Barcelona eftir sigur á Real Madrid: Real sá ekki til sólar FÖGNUÐUR Leikmenn Barcelona fagna hér í Madrid um helgina. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það er allt í tómu tjóni hjá Man. Utd þessa dagana. Liðið er fallið úr Meistaradeildinni og kastaði titilvonum sínum á Eng- landi hugsanlega út um gluggann í gær er það gerði markalaust jafntefli gegn Blackburn. United spilaði án Wayne Roon- ey sem er meiddur og liðið er hvorki fugl né fiskur án stjörn- unnar sinnar. Dimitar Berbatov olli enn og aftur vonbrigðum og hefur engan veginn tekist að fylla skarð Rooney. „Þetta eru frábær úrslit fyrir Chelsea sem á heimaleik gegn Bolton á þriðjudag sem búast má við að liðið vinni,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, svekktur eftir leikinn. Antonio Valencia fékk besta færi United í leiknum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en honum brást bogalistin. „Hann hefði átt að skora því þetta er gullið tækifæri og á góðum tíma. Við fengum svo sannarlega færi í þessum leik en við verðum að nýta þau. Það er alltaf erfitt að koma hingað en við hefðum samt átt að gera betur,“ sagði Skotinn. Liverpool er einnig að missa af sínum markmiðum en fjórða sætið varð fjarlægur möguleiki hjá liðinu eftir markalaust jafn- tefli gegn Fulham. Þrátt fyrir það hefur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ekki gefist upp á fjórða sætinu sem hann lofaði fyrr í vetur. „Þetta er ekki lengur í okkar höndum og munurinn er hugsan- lega of mikill. Við verðum samt að halda áfram því það er mikilvægt að gera sitt besta og reyna að enda eins hátt í töflunni og mögulegt er,“ sagði Benitez sem var spurð- ur út í loforðið en hann skautaði fram hjá þeirri spurningu. Man. City er sex stigum á undan Liverpool í fjórða sæti og hefur leikið einum leik minna. Munur- inn gæti því farið í níu stig sem gerir draum Liverpool um fjórða sætið lítið meira en draum. - hbg Ólíkt hlutskipti Manchester-liðanna í enska boltanum í gær – Liverpool að missa af Meistaradeildarsætinu: United ekki svipur hjá sjón án Wayne Rooney ARFASLAKUR Dimitar Berbatov hélt áfram að valda vonbrigðum í búningi Man. Utd í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Tímabil Portsmouth hefur verið ein raunasaga allt þar til í gær er liðið tryggði sér sæti í úrslitum ensku bikarkeppninn- ar. Félagið er gjaldþrota, hefur skipt um eigendur fjórum sinnum í vetur, leikmenn hafa ekki feng- ið greidd laun, liðið er fallið úr úrvalsdeild og svona mætti áfram telja. Þrátt fyrir áföllin hafa leik- menn liðsins gefið allt sem þeir eiga og þeir uppskáru ríkulega gegn Tottenham í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma í leiknum en þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar af fram- lengingunni kom Frederic Piqui- onne Pompey yfir. Boateng kláraði svo leikinn með marki úr víta- spyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni. Eiður Smári lék síðustu 18 mínútur leiks- ins en var lítt áberandi. „Þetta er algjörlega stórkostlegt. Við áttum þennan sigur líka skil- inn. Við spiluðum mjög vel allan leikinn,“ sagði David James, mark- vörður Portsmouth, sem skartaði áhugaverðri bleikri treyju í leikn- um í dag. „Sjáið hvaða máli þetta skiptir fólkið hérna, þetta er bara stórkostlegt. Við afsönnuðum allar hrakspár hér í dag.“ Chelsea tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á laugardag er liðið skellti Aston Villa, 3-0. Það tók Chelsea rúman klukkutíma að brjóta múrinn og liðið gulltryggði síðan sigurinn með tveimur mörk- um rétt fyrir leikslok. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var eðlilega kátur eftir leikinn. „Við erum í góðum málum þessa dagana. Fullir af sjálfstrausti og gríðarlega vel stemmdir,“ sagði Ítalinn. „Ég vil samt ekki hugsa um það sem við gætum unnið. Ég vil bara hugsa um næsta leik. Við erum vissulega afar kátir með að vera í úrslitaleiknum en nú snúum við okkur að deildinni þar sem við eigum fimm leiki eftir.“ Umtalaðasta atvik leiksins var þegar John Terry hjá Chelsea tækl- aði félaga sinn í enska landsliðinu, James Milner, afar illa. Martin O´Neill, stjóri Villa, var brjálaður út í Terry eftir leikinn. „Þetta var viðbjóðsleg tækling á félaga í landsliðinu. James Milner er hreinlega afar heppinn að geta spilað fótbolta aftur. Það hefði átt að sýna Terry beint rautt spjald,“ sagði O´Neill alveg foxillur. henry@frettabladid.is Gjaldþrota á leið í úrslit Hið gjaldþrota knattspyrnufélag, Portsmouth, mun spila gegn Chelsea í úrslit- um ensku bikarkeppninnar í ár. Portsmouth lagði Tottenham af velli í fram- lengdum leik á meðan Chelsea vann seiglusigur gegn Aston Villa. GRÍÐARLEGUR FÖGNUÐUR Kevin-Prince Boateng stóðst ekki mátið og reif síg úr að ofan er hann tryggði Portsmouth sæti í úrslitaleik enska bikarsins í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.