Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 2
2 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Guðmundur Gunnarsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að rík- issaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrr- verandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. „Mér er algerlega ofboðið hvert framferði Sigurðar Magnússonar í starfi bæjarstjóra Álftaness frá júní 2006 til október 2009 er með öllu látið átölulaust. Manns sem ber mesta ábyrgð á klárum afglöpum, óvandaðri stjórn- sýslu og klúrri meðferð á almannafé á Álftanesi,“ segir í bréfi Guðmundar til ríkissaksóknara. Guð- mundur bætir meðal ann- ars við að Sigurður hafi „orðið uppvís að afbrigði- legri hegðun“ og „sýnt af sér fullkomið gáleysi og ábyrgðarleysi“ í starfi. Sigurður segist ekki hafa séð umrætt bréf. „Það er erfitt að gefa komment á það sem maður hefur ekki séð en í sjálfu sér kemur þetta ekki á óvart. Í fjögur ár er hann búinn að gera svipaða hluti og þennan; kæra ákvarðanir mínar til ráðuneytisins og fengið til baka svör um að mín störf hafi verið samkvæmt sveitarstjórnar- lögum,“ segir Sigurður. Í komandi bæjarstjórnar- kosningum leiðir Sigurður Á-listann. „Það er verið að þyrla upp moldviðri til að koma höggi á mig og ekk- ert annað. Það tekur eng- inn hér á Álftanesi mark á Guðmundi Gunnarssyni lengur. Hann hefur ekkert traust – ekki einu sinni hjá sínu fólki sem hafnaði honum í prófkjöri,“ segir Sigurður. - gar Bæjarfulltrúi segir fyrrverandi bæjarstjóra gálausan og klagar til ríkissaksóknara: Vill ákæru fyrir afglöp í starfi GUÐMUNDUR GUNNARSSON SIGURÐUR MAGNÚSSON SKIPULAGSMÁL Þorleifur Gunnlaugs- son, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunn- laugssonar á Lauganestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl. Þá verði lóðinni komið í það horf sem hún var í þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa margbrotið það. Líkt og Fréttablaðið greindi frá barst Hrafni erindi frá byggingar- fulltrúa 4. mars þar sem tilkynnt var að allar framkvæmdir í óleyfi yrðu stöðvaðar. „Það er ekki líðandi að fólk fái að gera það sem því dettur í hug í almannarými. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig borgin okkar liti út ef allir gerðu þetta.“ Þorleifur segir Hrafn fá sérmeð- ferð hjá borgaryfirvöldum. Hann hafi fengið 10 milljónir króna árið 2003 fyrir að fara ekki í frekari framkvæmdir. Það hafi hann brotið með því að koma upp mannvirkjum, stækka tjarnir og gera hóla úr upp- greftrinum. Það sé allt gert á við- kvæmu svæði sem ekki megi hrófla við nema með leyfi minjaverndar. „Sá grunur læðist að manni, eftir allar hótanir borgarinnar sem ekk- ert er gert í, að það séu óeðlileg tengsl milli Hrafns Gunnlaugsson- ar og borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík.“ Þorleifur óttast að meirihlutinn hafi þæft málið með því að vísa tillögu hans til hverfa- ráðs. Staðreyndir málsins séu löngu þekktar. Hrafn Gunnlaugsson segist munu svara erindi byggingarfull- trúa eftir réttum boðleiðum. Málið sé flókið, enda sé um að ræða leik- myndir úr myndum hans. Þær séu hannaðar til að blekkja augað og því sé meira í málinu en sýnist. Hvað framkvæmdir við tjarnir varðar segist Hrafn vinna að því að fegra umhverfið, öllum til ánægju. Allir séu velkomnir í Laugarnesið og þangað sæki margir. Fjöldi ferða- manna hafi heillast af húsinu og umhverfi þess. Ekki síst sé það hús hans sem veki athygli, en það sé unnið úr endurnýjanlegum efnivið. „Þetta er experíment í environalisma. Þetta er náttúrlega bara dúfnakof- inn sem maður fékk ekki að smíða þegar maður var krakki.“ Hrafn vill ekki tjá sig um hvort hann hafi leyfi fyrir framkvæmd- unum og segist munu svara bygg- ingarfulltrúa með það. kolbeinn@frettabladid.is Borgarfulltrúi segir Hrafn fá sérmeðferð Borgarfulltrúi VG telur Hrafn Gunnlaugsson fá sérmeðferð hjá meirihlutanum og spyr hvort þar séu óeðlileg tengsl. Vill að borgin fjarlægi mannvirki við hús Hrafns. Þetta er dúfnakofinn sem maður fékk aldrei að smíða, segir Hrafn. SKÝLIÐ Í FLÆÐARMÁLINU Byggingarfulltrúi tilkynnti Hrafni um að framkvæmdir við húsið yrðu stöðvaðar þar sem ekki væri fyrir þeim byggingarleyfi. Hrafn segir framkvæmdir tengjast gömlum leikmyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Borgaryfirvöld gerðu samkomulag við Hrafn árið 2003. Þar var kveðið á um samkomulag við borgarminjavörð um allar hugsanlegar framkvæmdir. Þá yrðu framkvæmdir utan lóðar fjarlægðar, en Hrafn ekki krafinn um kostnað. Í júlí 2009 sendi Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, Hrafni bréf. Þar segir um úttekt á lóð Hrafns: „Í ljós kom að verulegar fram- kvæmdir og jarðrask hafa átt sér stað eftir undirritun meðfylgjandi sam- komulags sem gert var milli þín og Reykjavíkurborgar þann 9. apríl 2003.” Í mars 2010 sendi byggingarfulltrúi Hrafni bréf þar sem bent var á að verið væri að steypa hús í fjöruborðinu án leyfis. Þær framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Margar athugasemdir hafa verið gerðar TÖLVUR IBM og Simmtronics ætla að setja á markað fartölvu með hugbúnaði frá Lotus og Ubuntu. Vélinni verður helst beint að litlum fyrirtækjum í fátækum ríkjum, sérstaklega Afríku, og kemur til með að kosta rúmar 24.000 krónur. IBM hefur í nokkur ár unnið að því að draga úr forystu Microsoft á stýrikerfamarkaðinum og hefur sérstaklega litið til Linux-kerfa eins og Ubuntu. IBM telur fyrir- tæki geta sparað mikið á því að nota Linux í stað Windows. - kóþ Ný Linux IBM-fartölva: Fartölva á 24 þúsund krónur Sara Hlín, ertu orðin fluglæs á bókstaf laganna? „Ég hef að minnsta kosti flogið gegnum mörg fluglög.“ Sara Hlín Sigurðardóttir flugmaður kláraði flugnámið meðfram menntaskólanum. Hún hafði svo gaman af að læra flugregl- urnar í Flugskólanum að hún stundar nú í nám í lögfræði við Háskóla Íslands. FRUMKVÖÐLAR Sprotafyrirtækið Remake Electric hlaut gulleggið 2010. MYND/HERMANN SIGURÐSSON FRUMKVÖÐLAR Sprotafyrirtækið Remake Electric sigraði í frum- kvöðlakeppni Innovit, Gulleggið 2010. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisins eina milljón króna í sigurlaun og Gulleggið við athöfn á Háskólatorgi á laugardaginn. Remake Electric hefur þróað nýja og byltingarkennda tegund rafskynjara sem markar nýja kynslóð rafmagnsöryggja en skynjarinn gefur meðal annars hljóðviðvaranir við yfirálagi raf- magns svo fyrirbyggja megi elds- voða vegna rafmagnsbilana. -rat Fengu Gulleggið: Skynjar bilanir í raftækjum BJÖRGUNARSTARF Tveir þýskir ferðamenn um þrí- tugt urðu veðurtepptir í þrjá daga í Baldvins- skála á Fimmvörðuhálsi. Þeir lögðu af stað að gosinu á föstudag í góðu veðri en þegar upp var komið skall á vitlaust veður. Leituðu þeir þá skjóls í skálanum og létu vita af sér í gegnum talstöð í gærmorgun. Björgunarfélag Árborgar kom ferðamönnun- um til hjálpar og sótti þá í skálann á bíl sínum. „Þeir voru vel búnir og vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir voru búnir með allan mat og þess vegna kölluðu þeir á hjálp. Þeir mátu aðstæður rétt,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Árborgar. Það tók björgunarsveitarmenn fjórar klukku- stundir að aka upp hálsinn og að skálanum. „Þetta gekk hægt upp eftir. Bæði er Skógáin illa fær og þungt færi þaðan og upp úr. Það gekk á með leiðinlegum hryðjum uppi og þeir gerðu það eina rétta, að bíða.“ Mennirnir hafa áður komið til Íslands og þekkja því nokkuð vel til aðstæðna hér á landi. Að sögn Ármanns Inga sneri björgunarsveitin tveimur öðrum erlendum ferðahópum við á leið- inni og voru sumir úr hópunum orðnir ansi kald- ir. Eftirlit lögreglu vegna veðurs hófst upp úr hádegi á laugardag við Skóga en enginn ferða- maður var á ferð þann daginn. Örfáir jeppar ætluðu upp á Mýrdalsjökul í átt að gosstöðvum en sneru allir við. - fb Tveir þýskir ferðamenn um þrítugt voru lengur en þeir ætluðu á Fimmvörðuhálsi: Voru veðurtepptir og matarlausir í Baldvinsskála Á GÖNGU Fjöldi ferðamanna heldur gangandi upp að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁTÖK Í NABI SALEH Meðan Netanjahú forsætisráðherra veltir fyrir sér Banda- ríkjaferð halda átök milli Palestínu- manna og ísraelskra hermanna áfram. NORDICPHOTOS/AFP ÍSRAEL, AP Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er hætt- ur við að halda til Bandaríkjanna á ráðstefnu um útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Hann hafði áður boðað komu sína. Samkvæmt embættismönnum á skrifstofu hans snerist honum hugur eftir að hafa frétt af því að spjótin kynnu að beinast að Ísrael á ráðstefnunni. Leiðtogar um það bil 40 ríkja koma til Washington í dag til að ræða hvernig koma megi í veg fyrir að hryðjuverka- menn komist yfir kjarnorkuvopn. - gb Netanjahú hættir við ferð: Óttast að spjót beinist að sér 12% lögreglumanna konur Um 12 prósent lögreglumanna hjá lögreglunni á Suðurnesjum árið 2009 voru konur. Alls voru konurnar 10 á móti 73 körlum. Kynjahlutfall hjá öðrum starfsmönnum embætt- isins var á annan veg. Konur voru 78 prósent, eða þrettán af sextán starfsmönnum. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS Sparnaði þínum er vel varið hjá Auði Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 13. apríl kl. 17:15 að Borgartúni 29. Taktu góða ákvörðun Eignastýring og séreignarsparnaður Allir velkomnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.