Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 10
10 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR „Í stað Lehman Brothers gæti allt eins staðið Glitnir,“ segir Mark T. Williams, höfundur nýrr- ar bókar um fall bandaríska fjár- festingarbankans Lehman Broth- ers. Williams er Íslandi að góðu kunnur, hefur komið hér bæði til námskeiðahalds og sem ráðgjafi í áhættustýringu. Mark Williams er Íslandsvin- ur og kveðst glaður leggja sér til munns hval, lunda, hrossakjöt, og hvaðeina annað bragðgott. Hann kom fyrst hingað til lands fyrir um sex árum sem ráðgjafi í áhættu- stýringu fyrir Glitni banka. Hann hefur einnig komið hingað sem fyrirlesari í Háskólanum í Reykja- vík vegna samstarfs skólans við Boston-háskóla þar sem Willi- ams kennir. Hann viðurkennir að hafa fundist erfitt að sjá þann við- snúning sem hér hafi orðið í hag- kerfi þjóðarinnar. „En ástæðnanna fyrir því hruni er náttúrlega ekki eingöngu að leita innanlands held- ur stuðluðu líka að þættir í alþjóða- hagkerfinu,“ áréttar hann. Kafa þarf eftir orsökum hrunsins Williams segir að sömu lögmál hafi verið að verki hér og í Banda- ríkjunum. Óhófleg áhættusækni hafi einkennt rekstur bankanna um leið og eftirlit og umgjörð hins opinbera vegna fjármálaþjónustu hafi brugðist. „Í bókinni er áhersla lögð á umfjöllun um kerfislæga áhættu,“ segir hann, en skortur á eftirliti hafi orðið til þess að for- ráðamenn banka á borð við Leh- man Brothers hafi fengið að fara offari í áhættusækni og skuldsetn- ingu fjármálafyrirtækja. Sama hafi gerst í íslenska bankakerfinu. Ábyrgðin á hruni fjármálafyrir- tækja liggur nokkuð víða að mati Williams. „Það átti sér stað stórslys í fjármálaheiminum og á slysstaðn- um má finna marga sem hlut áttu að máli. Stjórnmálamenn eiga stór- an hlut. En svo líka endurskoðend- ur, seðlabankinn, líkt og hjá ykkur, eftirlitsstofnanir, fræðimenn sem hefðu átt að gera sér grein fyrir hættunni, matsfyrirtækin sem gáfu und- irmálslánavafn- ingum hámarks- e i n k u n n og sögðu þá lausa við áhættu og svo höfum við fjárfesta sem lögðu fjármuni sína í áhættusama hluti án þess að vinna heimavinnu sína.“ Williams segir að í Bandaríkjun- um, eins og hér á landi, hafi margir viljað skella skuldinni á fjármála- fyrirtækin, en hann telur að leita þurfi dýpra að orsökum hruns- ins. „Fjármálamarkaðurinn á Wall Street fékk lausan tauminn. Það má líkja þessu við handboltaleik þar sem dómararnir eru utan vall- ar. Hverjum er það þá að kenna ef leikurinn fer úr böndunum?“ Ísland málaði sig sjálft út í horn Lykilinn að endurreisninni segir Willams líkast til að hlutaaðeig- andi gangist við ábyrgð á mistök- um sínum þannig að hægt verði að byggja á nýjum grunni. Hann bend- ir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hafi nýverið vísað frá sér allri ábyrgð. Þó hafi vaxtastefna Banda- ríkjanna ýtt undir ofgnótt lausafjár og þenslu um heim allan. „Leiðin út er að horfast í augu við þá þætti sem stuðluðu að hrun- inu og það þarf að efla og sameina eftirlit með fjármálafyrirtækj- um,“ segir Willams og bendir á að á meðan fjöldi banka hafi farið á hausinn í Bandaríkjunum hafi ekki einn einasti fallið í Kanada. „Það er af því þeir hafa einn eftirlitsað- ila og aðhaldið er því meira. Þetta er eins og barn sem lýtur aðhaldi eins foreldris, í stað þess að geta hlaupið á milli tveggja, eða jafn- vel stjúpforeldra líka til að fá sínu framgengt.“ Í nýju bókinni er vísað til Íslands í framhjáhlaupi sem eitt af fórnar- lömbum hruns Lehman-bankans, en fall hans í september 2008 hafði áhrif um heim allan. Williams segir marga í fræði- mannasamfélaginu hafa haft samúð með Íslandi í þeim hamförum sem hér riðu yfir með falli bank- anna. Hann hafi sjálfur haft sam- band við stjórnvöld og boðið fram aðstoð sína, endurgjaldslaust, sem ráðgjafi. Þá vissi hann um kollega ytra sem gert höfðu það sama. „En maður fékk eiginlega engin svör. Það var eins og enginn vissi hver væri við stjórnvölinn.“ Hann segir marga í samfélagi fræðimanna þó hafa orðið fyrir vonbrigðum með þau skilaboð sem héðan komu um að fremur ætti að kenna Bretum um íslenska hrunið en að beina sjónum inn á við. Reiptog banka og eftirlits „Þó svo að Bretar hefðu getað verið liðlegri og unnið með landinu í stað þess að ýta undir lausafjár- kreppuna þá sáuð þið sjálf um að mála ykkur út í horn. Þar voru þið með ykkar eigin pensla og máln- ingu. Þar er Ísland í sömu sporum og Bandaríkin. Þeir sem ábyrgð bera þurfa að stíga fram og við- urkenna hana, svo að hægt sé að taka skrefin fram á við.“ Williams segir þó líkast til standa nærri eðli mannsins að vilja leita að sök Skipta má út nafni Lehman fyrir Mark T. Williams, höfundur nýrrar bókar um fall bankans Lehman Brothers í Bandaríkjunum, segir íslenska banka hafa fallið af sömu sé sýnidæmi um þörf á auknu opinberu aðhaldi. Íslendingar hafi sjálfir málað sig út í horn. Óli Kristján Ármannsson ræddi við höfund- MARK T. WILLIAMS FRÉTTAVIÐTAL: Sama óstjórnin var að baki hruns íslenskra banka og risabanka í Bandaríkjunum. Mark T. Williams leggur á næstu dögum upp í ferðalag um heiminn vegna kynningar á nýrri bók hans, Uncontrolled Risk. Bókin er á leið í verslanir en í henni fjallar hann um orsakir falls bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og stöðu fjármálakerfisins í heiminum. Mark nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem sérfræðingur á sviði áhættustjórnunar, en hann er kennari við viðskipta- og hagfræðideild Boston-háskóla. Þá hefur hann komið hingað til lands, bæði vegna samstarfs Boston-háskóla við Háskólann í Reykjavík og sem ráðgjafi við áhættustjórnun hjá Glitni. Frekari upplýsingar um bókina og höfund hennar er að finna á vefnum www.uncontroll- edrisk.com. Kynningarferð vegna útgáfu að hefjast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.