Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 13.05.2010, Qupperneq 38
 13. maí 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 13. maí 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Reykjalundarkórinn heldur sína árlegu vortónleika í Fella- og Hólakirkju við Hólaberg 88. Efnisskráin verður fjölbreytt, létt og skemmtileg. 17.00 Rúnar Óskars- son klarínettuleikari heldur tónleika í Hafn- arborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efniskránni verður nýleg íslensk tónlist og klassísk verk. Enginn aðgangseyrir. 20.00 Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir og Valmar Valjaots flytja tónlistardagskrá tileinkaða Ellý Vilhjálms í Samkomuhúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. 21.00 Hljómsveitin The Esoteric Gender heldur tónleika á Kaffibarnum við Bergstaðastræti. 22.00 Hipp Hopp vs. Rokk tónleikar á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma Ástþór Óðinn, Stjörnuryk, Orri Err, Nögl, Narfur og No Matches. Allur ágóði rennur til ABC Barnahjálp. ➜ Opnanir 17.00 Katrín Elvarsdóttir opnar sýn- ingu á nýjum verkum í ljómyndaröðinni Equivocal í Gallerí við Baldursgötu 12. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz fer fram á Enska barnum við Austurstræti. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn. com. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. HVAR ÞRENGIR AÐ? DAGSKRÁ: Málefnaþingið verður haldið föstudaginn14. maí kl. 14 - 17 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 105. Fundarstjóri Gísli Pálsson prófessor og varamaður í stjórn Rauða kross Íslands. EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD - ALLIR VELKOMNIR! Kl. 14:00 Setning. Ungt fólk í atvinnuleit. Niðurstöður skýrslunnar Hvar þrengir að? Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Álit á niðurstöðum skýrslunnar Hvar þrengir að? Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar. Lára Björnsdóttir, formaður Stýrihóps velferðarvaktarinnar. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Kl. 15:10 Kaffihlé. Fátækt á Íslandi. Guðný Björk Eydal, félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands. Rauði krossinn og efnahagsþrengingar í Evrópu. Georg Habsburg, formaður Rauða krossins í Ungverjalandi. Stefna Rauða kross Íslands. Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Kl. 17:00 Fundarlok. MÁLEFNAÞING UM NIÐURSTÖÐUR SKÝRSLU RAUÐA KROSSINS HVAR ÞRENGIR AÐ?”“ Skráning á skraning@redcross.is Nánari upplýsingar á raudikrossinn.is Hvaða hópar eru berskjaldaðir í íslensku samfélagi? Fröken Reykjavík Sigga Thorlacius syngur, Þórdís Nadía og Hlín Agnars segja okkur frá því fyndnasta í tilverunni. Halldóra Geirharðs, Gerður Kristný, Guðlaug Elísabet og fl eiri stíga á stokk með örstuttar eldmessur. Leynigestur, léttar veitingar o.fl . Eigum góða stund saman í hópi frábærra kvenna! Kvennapartý í dag kl. 17 að Grandagarði 8 Allar konur, vinkonur, mæður, dætur, frænkur og systur velkomnar! Styrmir Gunnarsson er kominn í hóp afkastamestu rithöfunda eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og lét af störfum ritstjóra Morgunblaðsins. Hann hefur nú sent frá sér tvær bækur á hálfu ári. „Hruna- dans og horfið fé“ heit- ir sú seinni og er útlegg- ing Styrmis á þeim atriðum sem hann telur að skipti mestu í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Hann las skýrsluna á einni viku og skrifaði bókina á ann- arri. Hún kom í búðir í gær, útgefin af Bjarti. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég las þessa skýrslu var hvernig bankarnir hafa stundað viðskipti með hlutabréf í sjálf- um sér. Það kom mér gersam- lega í opna skjöldu hvað þetta var víðtækt. Ég hafði gert mér grein fyrir að það væri reynt með ýmsum ráðum að halda uppi verði á hlutabréfum í fyrirtækjum sem voru skráð á markað en ekki að það væri unnið að því með svona skipulögðum hætti. Mér finnst þetta eiginlega mestu tíðindin í skýrslunni.“ Verðmyndunin var fölsk Niðurstaða þín er að hér hafi aldrei verið til alvöru hlutabréfa- markaður. „Í ljósi þess að verðmyndun á þeim hlutabréfamarkaði sem hér var starfræktur hefur verið algerlega fölsk þá er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hér hafi ekki verið neinn alvöru markaður. Verð- myndunin var fölsk, bankarn- ir voru ekki bara að hafa áhrif á verð hlutabréfa í sjálfum sér og hver í öðrum. Þeir sem voru stærstu þátttakendur í viðskipta- lífinu hafa unnið að því með ein- hverjum svipuðum aðferðum og bankarnir notuðu með eigin bréf og kannski að einhverju leyti með aðstoð bankanna.“ Athugasemdir án aðgerða Hvers vegna fékk gervihluta- bréfamarkaður að þrífast hér árum saman? „Þetta er náttúrulega hin stóra spurning sem við hljótum sem þjóð og samfélag að spyrja okkur að. Það er mjög athyglisvert að lesa lýsingu skýrslunnar á starf- semi Fjármálaeftirlitsins. Þetta stjórnsýsluapparat sinnti með formlegum hætti því sem því bar að sinna, gerði athugasemdir og skrifaði skýrslur um hitt og þetta en fylgdi ekki sínum niðurstöðum eftir af nægilega mikilli festu og hörku. Hvers vegna gerði Fjár- málaeftirlitið það ekki? Það er hin stóra spurning. Var það vegna þess að það hefur ekki nægileg- an pólitískan bakstuðning til að fylgja þessu fast eftir? Eða bara fámennið, kunningjasamfélag- ið og tengsl á milli manna? Mér finnst erfitt að finna svör við þessum spurningum og verð að viðurkenna að ég á engin skýr svör við þeim. Ég held að þetta sé partur af skýringunni. Þarna er veikleiki í okkar samfélagi sem er smátt og smátt að koma fram.“ Annað atriði sem Styrmir ræðir hvað mest um í bókinni er umfjöll- un rannsóknarnefndarinnar um innistæðutryggingar, tilskipun ESB þar að lútandi og lögleiðingu tilskipunarinnar hér á landi. Hann segir að þarna sé loksins búið að vinna vandaða og ítarlega lög- fræðilega úttekt á því máli. Óskiljanlegt „Það er gersamlega óskiljanlegt hvernig á því stendur að íslenska stjórnkerfið hafi ekki látið taka saman svona ítarlega lögfræði- lega greinargerð eins og þarna birtist um þessa tilskipun og þýð- ingu hennar á íslenska stjórnkerf- ið snemma á árinu 2008 og jafnvel fyrr,“ segir hann. Nefndin taki af öll tvímæli um hið stóra deilumál í íslensku samfélagi síðustu miss- eri, Icesave-málið: „Við Íslending- ar sem þjóð berum ekki ábyrgð á þessum skuldbindingum. Og það er Verðmyndunin var ö hér var aldrei alvöru STYRMIR GUNNARSSON er sestur í helgan stein sem ritstjóri Morgunblaðsins en hefur skrifað tvær bækur á hálfu ári, auk þess að ritstýra vefriti Evrópuandstæðinga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.