Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI2. júní 2010 — 127. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég fór í afskaplega áhugaverða hópferð til Póllands fyrr í vor. Með í för voru ungskáld og lista-spírur, stórkanónur úr ungskálda-heiminum,“ segir Ólafur Sindri Ólafsson skáld, þegar hann er spurður um eftirminnilegt ferða-lag sem hann hefur farið í. Að sögn Ólafs Sindra fór vel um hópinn í Póllandi. Gist var á fjögurra stjörnu hóteli í Varsjá, matur og drykkur var frír og þess á milli var herbergisþjón-usta pöntuð seint um nætur. „En þrátt fyrir allan þennan lúáhu syðsta hluta Póllands. Borgin hét Bytom og hún var yndisleg,“ segir Ólafur Sindri. „Við fengum gist-ingu í húsnæði sem fyrir tæpum sjötíu árum hýsti skrifstofur Nas-istaflokksins. Í því húsi var ekki einungis að finna íbúðina okkar, sem virtist hafa verið óbreytt frá því að Göbbels yfirgaf hana í fússi, heldur einnig stórkostleg-an djassklúbb með ódýrum bjór og yndislegum mat.“ Hann segir þó ekkert hafa topað lítinn útib mennirnir eldsnemma morguns og drukku allan daginn. Ekkert Disneyland eða Hróarskelda jafn-ast á við að kynnast þessum hráa raunveruleika krummaskuðs í Póllandi. Bytom féll mögulega einungis í skuggann af stórfeng-legum afrekum sumra ferða-félaga minna. Svo sem einn-ar listaspírunnar sem fann sig knúna til að spyrja hvort fisk-veiðar væru hug l Kynntist raunveruleika krummaskuðs í Póllandi Ólafur Sindri Ólafsson fór í hópferð ásamt ungskáldum og listaspírum til Póllands fyrr í vor. Þunglyndis- legur kolanámubær í syðsta hluta landsins vakti mesta athygli, og ekki síst lítill útibar með útikamri. Í borginni Bytom í Póllandi gistu Ólafur Sindri og félagar í húsnæði sem hýsti skrifstofur Nasistaflokksins fyrir margt löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNGLINGAR Á FERÐ OG FLUGI kallast sér- stök unglingaferð Ferðafélags Íslands sem farin verður í Hlöðuvík á Hornströndum og Hesteyri í Jökulfjörðum um verslunarmannahelgina. KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 Jóna María Hafsteinsdóttirjmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttirhenny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttirth Sögurnar... tölurnar... fólkið... Jeffrey Sachs Fimm leiðir í þróunaraðstoð 8 Menntun Fleiri þurfa tæknimenntun 2 Kauphöllin Reynslunni ríkari eftir hrunið 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 2. júní 2010 – 6. tölublað – 6. árgangur Sjóðsstýringarfyrirtækið Fidel- ity á nú sex prósenta hlut í stoð- tækjafyrirtækinu Össuri og er það þriðji stærsti hluthafinn, sam- kvæmt flöggun í gærmorgun. Er- lendir fjárfestar eru skráðir fyrir 64 prósentum hlutafjár. Kaup fyrirtækisins staðfest- ir þann áhuga sem erlendir fag- fjárfestar hafa sýnt Össuri eftir að félagið var skráð á hlutabréfa- markað í Kaupmannahöfn síðasta haust, að því er segir í umfjöllun IFS Greiningar Þar er jafnf t Erlendir eiga mest í Össuri Óli Kristján Árma Skyrið gæti orðið okkar parma kink Unnið er að því að skilgrein eiginleika matvæla á borð við skyr og hangikjöt. Það er fyrsta skrefið í ð vernda vöru-heitin, líkt og gert hefur verið fyr r ýmsa erlenda matvöru. Evran nær nýjum lægðum Evran náði nýjum lægðum gagn- vart Bandaríkjadal í gær og hefur ekki mælst verðminni í fjögur ár. Hún taldist í gær jafnvirði 1,2112 dala um tíma, en skreið áður en degi lauk upp í 1,2169. Í apríl árið 2006 komst hún niður í 1,2029. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn MIÐVIKUDAGUR skoðun 16 veðrið í dag Ómissandi MBA-nám við Háskóla Íslands Opið fyrir umsóknir www.mba.is FÓLK Öll lög í næstu söngva- keppni Sjónvarpsins verða að vera sungin á íslensku. Þetta staðfesti Páll Magnús- son útvarpsstjóri í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að vegna þrýstings frá Félagi tón- skálda og textahöfunda, FTT, hafi verið vikið frá þessari kröfu undanfarin ár en afleiðingin af þeirri ákvörðun hafi verið vond, fá lög hafi verið sungin á íslensku og þau átt undir högg að sækja í atkvæðagreiðslum. Þá segir Páll sigur í Söngva- keppni Sjónvarpsins ekki vera öruggan farmiða í Eurovision, það gætu verið farnar aðrar leið- ir til að velja lag inn í þá keppni. - fgg / sjá síðu 34 Söngvakeppninni breytt: Leyfa aðeins söng á íslensku Semur þjóðhátíðarlagið KK vonar að lagið verði kyrjað í Herjólfsdal. fólk 34 FORNIR STÁLFUGLAR Flugsveit frá þýska flughernum er komin hingað til lands með 140 manna lið til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins dagana 7. til 25. júní. Sex orrustuþotur af gerðinni F4 Phant- om II lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, en þær eru komnar til ára sinna og verða teknar úr notkun árið 2013. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SKÝJAÐ NA-LANDS Í dag verður hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað NA-lands en annars víða bjartviðri einkum NV-lands. Hiti 6-17 stig, mildast SV-til. veður 4 8 7 13 10 12 16 FÓLK Sigurrós Pétursdóttir hefur tvö ár í röð unnið sigur í spar- aksturskeppni Atlantsolíu og FÍB í flokki bensínbíla með vélar- stærð 1201- 1600 cm á Yaris. Hún var eina konan í keppninni í ár og bíllinn hjá henni eyddi 4,45 lítrum á hundraði. „Auðvitað eru öll brögð notuð. Maður kveikir til dæmis hvorki á útvarpi, mið- stöð né sjálfvirkri loftstillingu því rafmagnseyðsla er jafnframt bensíneyðsla. Í daglegum akstri gengur maður ekki svo langt en reynir að hafa tilfinningu fyrir bensíngjöfinni og augu á snún- ingshraðamælinum sem á helst ekki að fara yfir 200.“ - gun / sjá allt Tvöfaldur meistari í sparakstri: Verður að beita öllum brögðum SIGURRÓS PÉTURSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæslu- varðhaldi og einn á meðferðar- stofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslend- ingur en hinir þrír, einn fimm- tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks hand- teknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynn- ingar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pall- bíl í Reykjavík fyrir síðustu atlög- una, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöð- ina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flat- skjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lög- reglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru lang- flest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá árs- skammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þess- ir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðv- að mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamleg- ir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot Fjórir unglingspiltar, 15 til 18 ára, eru í haldi yfirvalda grunaðir um innbrot í yfir áttatíu sumarbústaði á Þingvöllum, í Grímsnesi og í Borgarfirði á innan við mánuði. Lögregla segir að hvorki afköstin né forherðingin eigi sér fordæmi. Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur. ÞORSTEINN JÓNSSON LÖGREGLUMAÐUR Í BORGARNESI Óvænt hjá konunum Valur tapaði sínum fyrstu stig- um í Pepsi-deild kvenna í gær og Þór/KA tapaði fyrir Fylki. sport 30 Ekki eins háð aðstoð Leiðsöguhundur breytti lífi Lilju Sveinsdóttur. tímamót 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.