Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 2. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Versnandi fjárhagsafkoma Símans
var eitt atriði sem áfrýjunarnefnd
samkeppnismála tók tillit til þegar
hún ákvað að lækka sektargreiðslu
Símans vegna samkeppnisbrota úr
150 milljónum í 50 milljónir.
Þetta kemur fram í úrskurði sem
nefndin kvað upp nýlega. Þar er
staðfest álit Samkeppniseftirlits-
ins um að Síminn hafi brotið alvar-
lega gegn samkeppnislögum gagn-
vart fyrirtæki sem heitir TSC. Það
selur internettengingar til íbúa á
norðanverðu Snæfellsnesi.
TSC taldi að óheimilt væri að
bjóða þeim sem kaupa internet-
tengingar frá Símanum ókeypis
sjónvarpstengingar, eins og gert
var. Einnig hefði Síminn neit-
að að veita aðgang að sjónvarps-
merki svo að dreifa mætti til Snæ-
fellinga í gegnum dreifikerfi TSC.
Þar hafði meðal annars verið brot-
ið gegn skilyrðum sem sett voru
við samruna Símans og Íslenska
sjónvarpsfélagsins.
Í 37. grein samkeppnislaga, þar
sem fjallað er um stjórnvaldssekt-
ir vegna brota á samkeppnislög-
um, kemur ekki fram að lækka
megi sektirnar vegna versnandi
fjárhagsafkomu fyrirtækja. - pg
Tugmilljóna sekt
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. AMarkaðsreikningur bundinn í tíu
daga. BAð auki er 3% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild.
CAð auki er 5% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. DVaxtareikningur bundinn í sjö daga.
EAð auki er 1,5% heimildargjald skuldfært mánaðarlega af heimild.
FFer eftir því hvernig fyrirtækið er metið hjá MP. Aðeins eru greiddir vextir af nýttri heimild. GPM er
bundinn í tíu daga. HEkkert heimildargjald. I0,25% úttektargjald
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
4,30%A
13,85%B 13,50%B
Vaxtaþrep
5,05%
13,75%C 13,50%C
Vaxtareikningur
5,60%D
14,00%E 14,00%E
MP Sparnaður 12,05 til
3,95%
13,55% 13,55% F
PM-reikningur 13,65 til
5,15% G
14,10% 15,40% H
Netreikningur
5,30% I
14,50% 14,70%
Sparnaðarreikningur
4,50%
12,00% 12,00%
SAMKEPPNI Síminn þarf að greiða
50 milljónir í sekt vegna samkeppnis-
brota gegn litlu netþjónustufyrirtæki á
Snæfellsnesi.
Bankasýsla ríkisins er að taka á
sig mynd og hefur ráðið þrjá nýja
starfsmenn: tvo hagfræðinga í
eignastýringu og einn bókasafns-
og upplýsingafræðing.
Bankasýslan var stofnuð um síð-
ustu áramót og fer með eignarhluta
ríkisins í viðskiptabönkunum þrem-
ur. Eignir í stýringu hjá stofnuninni
nema nú í kringum 190 milljörðum
króna. Starfsmenn eru fjórir, með
forstjóranum.
Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka-
sýslunnar, segir það verða ærin
verkefni fyrir fjóra starfsmenn að
sjá um allt eignasafnið, ekki síst
þegar eignarhlutar í sparisjóðum
færast undir stofnunina. Fimm
sparisjóðir hafa óskað eftir fram-
lagi ríkisins og viðbúið að þeir fær-
ist í hendur Bankasýslunnar. Óvíst
er hverjir fara með eign hins op-
inbera í Byr sparisjóði, sem færð-
ur hefur verið inn í hlutafélag, og
Sparisjóðinn í Keflavík sem ríkið
tók yfir í enda apríl.
„Þetta er í ferli hjá Fjármála-
ráðuneytinu. Við vitum satt að
segja ekki til hvers sú vinna mun
leiða. En við verðum að vera búin
undir að taka við auknum verk-
efnum,“ segir Elín. Ekki er gert
ráð fyrir sparisjóðunum í núver-
andi greiningu á umfangi Banka-
sýslunnar. „Að mínu mati er þessi
starfsmannafjöldi algjört lágmark
til að sinna þeim verkum sem okkur
eru falin,“ segir forstjórinn. - jab
Bankasýslan brettir upp ermar
• Hagstæðar afborganir
• Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus
• Söluaðilar greiða ekkert þjónustugjald af Kortalánum
• VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram
FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar
sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu
ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir
að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni.
„Með því að taka höndum saman við hið opinbera
í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið
bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“
segir hann.
„Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í
atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að
hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af
útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir
nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið
af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að
hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Dan-
mörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins op-
inbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira.
„Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn
um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar land-
ið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækni-
land,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann
á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðal-
tali og 16,4 prósent meðal ungs fólks.
„Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem
greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna
með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stór-
fellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við
getum komið honum inn í ný störf.“
Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að
vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í
að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem
er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunn-
inn í þann geira. Við viljum endurmennta og endur-
þjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í
nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti geng-
ið inn í ný störf sem til verða á markaði.“
Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa
fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund
til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn
ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan
og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnað-
inn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar
fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“
Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar
Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti
fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar.
Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk
til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppn-
ishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað
í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga
vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar
tæknigreinar.“
Miklu fleiri þarf að
mennta í tæknigeira
Iðnfyrirtæki vilja endurmennta ungt og atvinnulaust fólk svo
það nýtist til starfa þar sem uppbygging á sér stað. Tölvu- og
vélaverkfræðinga vantar. Breytingar kalla á öðruvísi menntun.
20 til 29 ára menntaðir í stærðfræði, vísindum og verkfræði.*
Land Fjöldi
Frakkland 20,7
Finnland 18,8
Írland 18,7
Bretland 17,5
Danmörk 16,4
Japan 14,4
Svíþjóð 13,6
Ítalía 12,1
Rúmenía 11,9
Þýskaland 11,4
Spánn 11,2
Ísland 10,2
Bandaríkin 10,1
Noregur 9,3
Holland 8,9
Malta 7,1
*Fjöldi af hverjum þúsund einstaklingum. Samanburður
við valin ríki. Heimild: Eurostat.
F J Ö L D I T Æ K N I M E N N T A Ð R A
„Við vinnum vel saman. Það sem
við gerðum með Teton kom vel út
og því ákváðum við að fara dýpra
inn í stýringuna,“ segir Styrmir
Guðmundsson sem ásamt Ragn-
ari Páli Dyer hefur gengið til liðs
við MP Banka um sjóðastýringu
rekstrarfélags sjóða bankans.
Þeir munu jafnframt eiga hlut í
rekstrarfélaginu.
Styrmir og Ragnar hófu störf
hjá Straumi Burðarási 2007 en
hafa rekið vogunarsjóðinn TF-
2 í samstarfi við fjárfestingafé-
lagið Teton frá því skilanefnd tók
Straum yfir í fyrravor.
Í stýringu hjá sjóðum MP
Banka eru milli átta og tíu millj-
arðar króna.
Styrmir segir markmiðið að
stækka sjóðina og bæta úrvalið.
„Það eina sem er í boði nú eru ís-
lenskir vextir; innlán, skuldabréf,
peningamarkaðsskjöl og milli-
bankaafurðir auk þess sem mark-
aður er að myndast fyrir valrétti
og skiptasamninga,“ segir hann.
- jab
Reynsluboltar stýra
sjóðum MP Banka
Banki Eignarhluti
Nýi Landsbankinn 81,33%
Arion banki 13%
Íslandsbanki 5%
* Heimild: Bankasýsla ríkisins
E I G N I R B A N K A S Ý S L U
R Í K I S I N S *