Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 2. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR8 S K O Ð U N Öll ríki, fátæk og rík, ættu að tryggja grunnheilbrigðisþjónustu, þar með talið aðgengi að öruggum fæðingardeildum, næringu, bóluefni, malaríueftirlit og læknisþjónustu. Á hverju ári deyja níu milljónir barna af völdum sjúkdóma eða áverka sem hefði mátt koma í veg fyrir eða lækna og tæplega 400 þúsund konur deyja af völdum vandkvæða á með- göngu. Yfirþyrmandi meirihluti þessara dauðs- falla er í fátækustu ríkjum heims. Að koma í veg fyrir þessi dauðsföll myndi ekki aðeins draga úr þjáningum, held- ur myndi það líka stuðla að efnahagsleg- um bata í fátækum samfélögum þar sem óstöðugleiki ríkir. Stærsta ljónið í veginum er að fátækustu ríkin hafa ekki efni á grunnheilbrigðis- þjónustu fyrir alla, jafnvel þótt kostnað- ur á hvern og einn sé mjög lágur. Með tilkomu bólusetninga, nýrra lyfja, góðra sjúkdómsgreininga, farsíma og annarrar nýrrar tækni, er grunnheilbrigðisþjón- usta orðin bæði skilvirk og ódýr; kostnað- urinn nemur aðeins um sjö þúsund krón- um á mann á ári í fátækustu löndunum. Vegna bágrar stöðu sinnar geta fátæk- ustu ríkin aðeins varið um 1.800 krón- um á mann til heilbrigðisþjónustu. Þau þarfnast erlendrar fjárhagsaðstoðar til að brúa bil upp á 5.200 krónur á mann. Í dag þarfnast um einn milljarður manna heil- brigðisþjónustu. Heildarupphæðin sem vantar upp á er því um 5,2 billjónir (5.200 milljarðar) króna á ári. Erlend ríki, þar á meðal Bandaríkin, Japan og Evrópusam- bandið, skaffa nú um mundir einn þriðja af því, um 1,8 billjónir á ári. Gatið sem þarf að stoppa í nemur því um 3,4 billjónum króna á ári. Ef þeir pen- ingar væru til, mætti bjarga lífi milljóna barna og kvenna á hverju ári. LÍTIÐ FÉ FYRIR RÍKUSTU LÖNDIN Þetta er ekki mikið fé fyrir ríkustu lönd- in. Samt láta þau það ekki af hendi rakna. Augljósustu götin eru í Alþjóðabaráttu- sjóðnum gegn alnæmi, berklum og mal- aríu; alþjóðlegu verkefni til að hjálpa fá- tækustu ríkjunum í baráttunni við þessa illvígu sjúkdóma. Sjóðinn sárvantar nú fé. Hvorki Obama-stjórnin í Bandaríkj- unum né aðrar ríkisstjórnir hafa brugð- ist við því. Ríkustu löndin gætu auðveldlega skaff- að peningana sem upp á vantar. Í fyrsta lagi gætu Bandaríkin bundið enda á dýrt og árangurslítið stríð í Afganistan, sem kostar þjóðarbúið um þrettán billjónir króna á ári. Ef Bandaríkin verðu aðeins broti af þeirri upphæð í þróunaraðstoð í Afganistan, yrði þeim miklu meira ágengt í að koma á friði og stöðugleika í þessu stríðshrjáða landi. Tökum dæmi: Bandaríkin setja rúmar þrjár billjónir króna í þróunaraðstoð og annað eins í alþjóða heilbrigðisaðstoð en spara samt rúmar sex billjónir og geta þar með minnkað fjárlagahallann. Afgan- istan yrði öruggara land og þarafleiðandi Bandaríkin líka; heimurinn yrði hraust- ari og bandarískt efnahagslíf myndi efl- ast mikið. ALÞJÓÐLEGUR SKATTUR Önnur leið væri að skattleggja stóru al- þjóðlegu bankana, sem þéna formúgur með spákaupmennsku. Jafnvel eftir að Wall Street gekk næstum því af hagkerfi heimsins dauðu hlupu bandarísk stjórn- völd undir bagga með fjármálamarkaðn- um, svo þar á bæ gátu menn tekið upp fyrri iðju og halað inn ofurgróða. Banka- menn byrjuðu aftur að borga sjálfum sér risabónusa – um 2,6 billjónir árið 2009. Þessir peningar hefðu betur farið til fá- tækustu ríkja heims en bankamanna, sem unnu sannarlega ekki fyrir þeim. Það er orðið tímabært að koma á al- þjóðlegum skatti á hagnað bankanna, kannski er hægt að leggja hann á milli- færslur milli landa. Með þessum hætti mætti afla fleiri billjóna á ári. Þróunar- lönd ættu þrýsta á slíkan skatt og ekki sætta sig við rýrar afsakanir sem Banda- ríkin og önnur lönd bera fyrir sig, til að vernda bankamenn. MILLJARÐAMÆRINGAR ALLRA LANDA Þriðja leiðin væri að fá ríkasta fólk í heimi til að láta meira fé af hendi. Í þeirra hópi má þegar finna marga stórmannvini, til dæmis Bill Gates, George Soros, Warren Buffet og Jeffrey Skoll, sem leggja mikl- ar fjárhæðir til að bæta heiminn. Fleiri milljarðamæringar mættu fylgja þeirra fordæmi. Samkvæmt nýjasta lista Forbes eru 1.011 milljarðamæringar í heiminum (það er þeir sem eiga meira en milljarð Bandaríkjadala, 130 milljarða króna). Ef þeir myndu allir leggja til 0,7 prósent af auði sínum yrði heildarupphæðin 3,2 billjónir króna á ári. Hugsið ykkur, þús- und manns gætu tryggt grunn- heilbrigðisþjónustu fyrir einn milljarð manna, sem búa við sára fátækt. OLÍUFÉLÖG OG NÝMARK- AÐSSVÆÐI Fjórða leiðin væri að leita til fyrirtækja á borð við Exxon-Mobil, sem hagn- ast um tugi eða þúsund- ir milljarða í Afríku á hverju ári, en varði ekki nema um 651 millj- ón á ári í varnir gegn malaríu á árunum 2000 til 2007. Exxon-Mobil gæti og ætti að kosta miklu meira af heilbrigðisþjón- ustu álfunnar, annaðhvort gegnum arð- greiðslur eða líknarsjóði. Fimmta leiðin er að líta til nýrra landa til að láta fé af hendi rakna, til dæmis Brasilíu, Kína, Indlands og Kóreu. Þau hafa öll sýnina, kraftinn, efnahagslega vöxtinn og diplómatíska hagsmuni til að auka aðstoð sína við fátækustu ríkin, sem og við fátækustu hluta sinna eigin ríkja. Ef Bandaríkin og Evrópa eru of sinnulaus til að gera sitt, munu nýmarkaðssvæðin axla hluta af byrðinni. Ríku löndin segjast skorta fé til að gera meira. Í raun skortir þau hugmyndaauðgi, ekki úrræðin. Bandaríkin ættu að draga úr hernaðarkostnaði og verja meira fé í heilbrigðismál. Koma ætti á alþjóðlegum bankaskatti. Milljarðamæringarnir eiga að láta meira fé af hendi rakna. Olíufé- lögin ættu að láta meira af sér leiða. Ný- markaðssvæðin á borð við Kína geta minnkað gatið sem ríkustu löndin hafa vanrækt að stoppa í. Peningarnir eru til. Neyðin er brýn. Prófsteinninn snýst um sið- ferði og nýja sýn. ©Project Syndicate. Fimm leiðir í þróunaraðstoð Jeffrey D. Sachs Höfundur er hag- fræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Millifyrirsagnir eru Markaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.