Fréttablaðið - 11.06.2010, Side 2

Fréttablaðið - 11.06.2010, Side 2
2 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Gert er ráð fyrir minni samdrætti í efnahagslífinu en áður, þótt staðan sé enn erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja tak- markað. Þetta kemur fram í endur- skoðaðri hagspá hagdeildar ASÍ. Hagdeildin spáir því að lands- framleiðsla dragist saman um 4,8 prósent á þessu ári. Það er minna en gert var ráð fyrir í spá í febrú- ar. Þá er því spáð að botni niður- sveiflunnar verði náð í lok þessa árs en eftir það hefjist hægur við- snúningur. Gert er ráð fyrir hag- vexti upp á 2,3 til 2,8 prósent árin 2011 til 2013. A SÍ seg i r mikilvægt að hraða endur- reisn atvinnu- lífsins og fjölga nýjum störf- um. Atvinnuá- stand sé erfitt og áfram verði útlit fyrir mikið atvinnuleysi. Brýnt sé að hraða eins og hægt sé þeirri end- urskipulagningu á fjárhag fyrir- tækja og heimila, sem sé nauðsyn- legt eftir efnahagshrunið. Í hagspánni segir einnig að bjart- ari horfur séu í efnahag heims- ins og veikt gengi krónunnar hafi jákvæð áhrif á útflutnings- og sam- keppnisgreinar. Mikil skuldsetning takmarki þó möguleika margra fyrirtækja til frekari vaxtar og atvinnusköpunar. - þeb Áætlaður samdráttur í landsfram- leiðslu í ár. Hann er minni en gert var ráð fyrir í febrúar. 4,8% NEYTENDAMÁL Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir varar Jónínu Benediktsdóttur við því að ristilhreinsunarmeðferð hennar geti stangast á við lög um skottu- lækningar. Landlæknisembættið tók saman greinargerð vegna „svokallaðr- ar „Detox-læknismeðferðar“ eða „Detox-heilsumeðferðar“ á vegum Jónínu Benediktsdóttur íþrótta- fræðings. Kveikjan er sögð fjöldi kvartana og ábendinga. Fram kemur í greinargerðinni að Jónína hafi í október 2008 viljað hitta Matthías aðstoðarlandlækni til að ræða þá hugmynd að breyta einhverri af heilsustofnunum rík- isins í Detox-læknismeðferðarstöð. Áður hafði Jónína sent Matthíasi bréf. „Matthías þröngsýni þín segir mér að þú sért starfi þínu ekki vaxinn,“ skrifaði Jónína og bætti við: „Ef þú heldur að læknar hafi einkarétt á sjúkdómum fólks þá er það rangt. Fólkið vill sjálft lækna sig. Má það?“ Í bréfi til Jónínu kveðst Matthí- as „ekki bjartsýnn“ á þátttöku rík- isins í þjónustu sem ekki byggist á miklum vísindarannsóknum. „Tilfinning okkar nægir ekki, enda hefur til dæmis komið til okkar fólk sem telur sig geta læknað allt frá áfengissýki og ein- hverfu með sérstökum aðferðum,“ skrifar hann. Í greinargerðinni segir að Jón- ína hafi gert athugasemd við það að fulltrúar landlæknis hafi ekki komið og skoðað meðferðarstöðina eða fræðst sérstaklega um „Detox- prógrammið“. Matthías segir hins vegar að auðvelt sé að kynna sér meðferðina án þess að koma á stað- inn, því enginn skortur sé á auglýs- ingaefni. „Engin ástæða er til að eftirlitsstofnanir reyni alla með- ferð á eigin skrokki,“ segir hann. Þá tekur Matthías fram að þótt ráða hafi mátt af auglýsingum að um læknismeðferð væri að ræða hafi Jónína ekki gert formlegt tilkall til þeirrar skilgreining- ar. Starfsemin sé því í raun ekki undir eftirliti landlæknis. Emb- ættið hafi hins vegar skyldur við almenning. „Megingagnrýni á hina svokölluðu Detox-meðferð varðar ristilhreinsanir. Enginn fótur er fyrir gagnsemi þeirrar meðferð- ar. Líkaminn sér að jafnaði sjálf- ur um að hreinsa út eiturefni. Sé haldið fram að slíkt sé hægt með því að skola neðsta hluta ristils- ins þarf að sýna fram á vísinda- rannsóknir sem styðja slíkt, en þær hafa ekki komið fram,“ segir í greinargerðinni. Í bréfi til Matthíasar í desember 2009 frábiður Jónína sér afskipti hans af detox-stöðinni: „Ef þú og þetta fólk heldur áfram þessu ein- elti á hendur mér, starfsfólki mínu og fyrirtæki mun ég kæra þig og þau til dómstóla fyrir ítrekaðan atvinnuróg.“ gar@frettabladid.is Ristilhreinsun Jónínu sögð vera gagnslaus Aðstoðarlandlæknir segir ekkert gagn af ristilskolunum Jónínu Benediktsdótt- ur. Hún segir hann ekki starfi sínu vaxinn og gagnrýnir að hann hafi ekki skoð- að meðferðarstöðina. Hann segir óþarft að reyna meðferðina „á eigin skrokki“. MATTHÍAS HALLDÓRSON OG JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Aðstoðarlandlæknir telur ekki nóg að byggja þátttöku ríkisins í kostnaði við ristilshreinsun í Detoxi Jónínu Ben á tilfinningu fyrir heil- næmi þess heldur þurfi vísindaleg rök byggð á rannsóknum. Jónína býður upp á ristilskolun að póls- kri fyrirmynd í meðferðarstöð sinni Detox Jónínu Ben sem er til húsa á Keflavíkurflugvelli. Þorleifur, er þetta lúxusvanda- mál? „Þetta orkar að minnsta kosti tvímælis.“ Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt sjö milljóna króna lúxusjeppa fyrir fjármála- stjóra fyrirtækisins. Þorleifur Gunnlaugs- son borgarfulltrúi situr í stjórn OR. ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum sem veita gjaldþrota einstaklingum heimild til að búa í íbúðarhúsnæði sínu í allt að tólf mánuði eftir nauðung- arsölu, með leyfi skiptastjóra. Einnig að eftir að eign hefur verið seld nauðungarsölu geti kröfuhafi ekki krafist greiðslu hærri eftirstöðva en sem nemur mismun á uppboðsverði og mark- aðsverði. Þá eru í lögunum ákvæði um að sett verði þak á innheimtukostn- að lögmanna og að innheimtu- kostnað megi ekki heimta af van- skilum afborgana og vaxta. - pg Lög um nauðungarsölur: Setja þak á inn- heimtukostnað DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Gísla Birgissyni um eitt ár, úr tveimur og hálfu í þrjú og hálft. Gísli nauðgaði fjór- tán ára barnfóstru sinni í bíl í maí 2008. Gísli var 32 þegar brotið átti sér stað. Hann fór með stúlkuna á afvikinn stað og nýtti sér yfir- burðastöðu sína til að þröngva henni til kynferðismaka í læstri bifreið. Árásin er talin hafa valdið stúlkunni miklum sálrænum erfið- leikum og er Gísla gert að greiða 800 þúsund í miskabætur - sh Í þriggja og hálfs árs fangelsi: Nauðgaði barnfóstrunni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða pólskum manni 50 milljónir króna í skaðabætur vegna alvarlegs slyss sem maðurinn varð fyrir í Laugardalslaug í apríl 2007. Maðurinn stakk sér í grunna enda 50 metra laug- arinnar í Laugardal, hálsbrotnaði og varð fyrir miklum mænuskaða. Hann er nú ósjálfbjarga í hjólastól og þarf þvaglegg og lyfjaaðstoð til að hafa hægðir. Héraðsdómur komst að því að merkingum hefði verið ábótavant á bakkanum og voru manninum dæmdar 33 milljónir króna í bætur í héraðsdómi. Hann var þó látinn bera þriðjung kostnaðarins sjálf- ur enda talinn meðábyrgur fyrir slysinu. Hæstiréttur ákvað hins vegar að nýta þá heimild í skaðabótalögum að líta fram hjá meðábyrgð hins slasaða, með tilliti til þess að ábyrgð hans var óveruleg, tjónið gríðarlega mikið og að Reykjavíkur- borg var tryggð fyrir því. Ólafur Örn Svansson, lögmaður mannsins, segir dóminn marka tímamót að því leyti að þetta sé í fyrsta sinn sem dómstóll á Íslandi beitir þessari heimild. Þar að auki hafi Íslendingar tekið skaða- bótalöggjöf sína svo til beint upp úr dönskum lögum og hann viti ekki til þess að heimildinni hafi nokkru sinni verið beitt þar heldur. - sh Í fyrsta sinn sem litið er framhjá meðábyrgð af sanngirnisástæðum: Sundlaugardómur markar tímamót LAUGARDALSLAUG Maðurinn stakk sér í grynnri enda laugar- innar og beið af varanleg örkuml. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN ALÞINGI Tíu milljóna króna eftir- gjöf á veðskuld hjá einstaklingi verður skattfrjáls, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Hjá hjónum getur skattfrjáls afskrift numið allt að 20 milljónum. Sé afskriftin á bilinu 20 til 40 milljón- ir hjá einstaklingi en tvöfalt hærri hjá hjónum ber að telja helminginn fram til skatts. Í frumvarpinu kemur fram að það teljist skattfrjáls skilmála- breyting ef endurgreiðsla láns er flutt úr erlendum gjaldmiðli í íslenskar krónur og höfuðstóll leiðréttur til lækkunar. - pg Frumvarp fjármálaráðherra: Lög um skatt- frelsi afskrifta IÐNAÐUR Níu af hverjum tíu Íslend- ingum þykir ferðaþjónustuátakið Inspired by Iceland hafa heppnast vel. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar MMR um viðhorf og þátttöku almennings í átakinu. Tæplega 70 prósent svarenda sögðust hafa séð myndbandið sem Íslendingar voru hvattir til að senda fólki í útlöndum. Hátt í þriðjungur þeirra sagðist hafa sent myndbandið til vina eða kunningja erlendis. 65 prósent þeirra sem sendu myndbandið höfðu fengið jákvæð viðbrögð við því. - þeb Íslendingar jákvæðir: Ánægja með Íslandsátakið AUSTURVÖLLUR Myndbandið hefur vakið mikla athygli og um þriðjungur svarenda sagðist hafa sent það til vina í útlöndum. ALÞINGI Óvíst er hvenær þing- störfum lýkur. Samkvæmt starfs- áætlun á að funda um helgina og fresta þingi á næsta þriðjudag. Stjórn og stjórnarandstöðu greinir á um forgangsröðun þeirra mála sem óafgreidd eru. Meðal þess sem helst steytir á eru frumvörp um stjórnlagaþing, nið- urlagningu Varnamálastofnunar og breytingar á stjórnarráðinu, en þær fela í sér að ráðuneytum verði fækkað úr tólf í níu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins funduðu forystu- menn flokkanna í gær og reyndu að ná samkomulagi en niðurstaða fékkst ekki. Þingfundur stóð enn þegar blaðið fór í prentun. - pg Ósamlyndi á Alþingi: Þinglok eru enn í óvissu Alþýðusamband Íslands gaf út nýja hagspá í gær: ASÍ spáir minni samdrætti GYLFI ARNBJÖRNSSON Sprakk í flugtaki Suður-kóresk geimskutla sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak í gær. Fréttastofa CNN greindi frá þessu. Geimskutlunni var ætlað að ferja gervihnött út í geiminn sem átti að mæla loftslagsbreytingar. SUÐUR-KÓREA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.