Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 10
 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR Það er algjör óþarfi að missa af einni einustu mínútu á HM. Með áskrift að Stöð 2 sport 2 tryggir þú þér alla leiki keppninnar, kvölds og morgna, á þremur rásum samtímis. Fjörleg og fróðleg umfjöllun bestu sparkspekinga þjóðarinnar tryggir þér hámarks ánægju af þessari einstöku keppni. allir 64 leikirnir á hliðar- rásum allan sólarhringinn hm 442 með rögnu lóu og loga bergmann alla leikdaga kl: 21:00 reynslumestu mennirnir lýsa leikjunum alvöru u p p lif u n leikir í beinni 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR ÞAÐ MARGBORGAR SIG AÐ VERA Í STÖÐ 2 VILD 5-30% AFSLÁTTUR AF ÁSKRIFT TILBOÐ Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU FLEIRI STÖÐVAR allt að fjórum sinnum meiri myndgæðidýpri litir aukin skerpa ALLIR LEIKIR Í HD VEISLAN HEFST Í KVÖLD FRÉTTASKÝRING Hvernig er brugðist við vanskilum á ársreikningum? Algengt er að fyrirtæki skili ekki ársreikningum til Ársreikninga- skrár. Helsta ástæðan er gleymska og trassaskapur, samkvæmt upp- lýsingum frá skránni. Mörg dæmi eru um að félög, sem jafnvel hafa töluverð umsvif, hafi ekki skilað reikningum svo árum skipti. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur félagið Akurey, sem á 61 prósent í lyfjafyrirtækinu Icep- harma í gegnum annað félag, aldrei skilað ársreikningi frá stofnun árið 2007. Stjórnarformaður þess og prókúruhafi, Kristján Jóhannsson, er lektor í viðskiptafræði og situr jafnframt í stjórn Arion banka sem fulltrúi Bankasýslu ríkisins. Kristján sagðist koma af fjöllum þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann hefði einfaldlega ekki vitað af vanskilunum. Samkvæmt upplýsingum frá Ársreikningaskrá hafa öllum þeim sem hafa vanrækt að skila ársreikningum verið sendar þrjár áminningar vegna þess fyrir árið 2007 og tvær fyrir árið 2008. Kristján ætti því að hafa fengið sendar samtals fimm áminningar um að skila reikningum fyrir árin 2007 og 2008. Ársreikningum ber að skila í síð- asta lagi í lok ágúst að loknu reikn- ingsári. Skömmu eftir að sá frest- ur líður sendir Ársreikningaskrá áminningu, ítrekar hana í tvígang og sendir að lokum sektarboðun. Sé reikningi þá ekki skilað innan mánaðar leggst 250 þúsund króna sekt á félagið, og tvöföld sú upp- hæð fyrir ítrekuð vanskil. Þessari sektarheimild var bætt í lög um ársreikninga árið 2006. Öðru máli gegnir um félög sem uppfylla tvö af þremur lögbundn- um stærðarskilyrðum tvö ár í röð; eigi 230 milljóna eignir, hafi 460 milljóna rekstrartekjur eða fjöldi ársverka sé 50. Vanskilum fyrir- tækja sem uppfylla þau skilyrði er vísað til skattrannsóknarstjóra til frekari skoðunar. Ólíklegt verður þó að teljast að eignarhaldsfélagið Akurey uppfylli nema eitt þessara skilyrða. Ef félag trassar að skila reikn- ingum þrjú ár í röð kannar Árs- reikningaskrá hvort það sýni ein- hver merki þess að það sé enn starfandi. Ef svo er ekki er félag- ið tekið af skrá í samræmi við 83. grein laga um einkahlutafélög og er þá rekið á ábyrgð eigandans. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri lýsti þeirri skoðun sinni síðasta haust í viðtali við Frétta- blaðið að réttast væri að hann hefði heimild til að afskrá félög á grundvelli vanskilanna einna og hefði látið fjármálaráðuneytið vita af því. Úr því hefur ekki verið bætt. stigur@frettabladid.is Áminningar um skil sendar þrisvar á ári Þeir sem trassa að skila ársreikningum eru minntir á skilin í þrígang. Beri það ekki árangur eru þeir sektaðir um 250 þúsund krónur. Skili félag ekki reikningi þrjú ár í röð er kannað hvort það hafi starfsemi og það afskráð ef svo er ekki. ÁRSREIKNINGAR Á annað þúsund fyrirtækja eru í vanskilum með ársreikninga. Sum þeirra eru nokkuð umsvifamikil. Fyrirtæki mega búast við sektum ef þau bregðast ekki við áminningum um skil. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA MENNTUN Fyrsti nemandinn frá Úganda við Háskól- ann á Akureyri, Lillian Chebet, lauk meistaranámi í auðlindafræði síðasta miðvikudag. Lillian hefur stundað nám sitt síðastliðin tvö ár á Akureyri fyrir tilstuðlan Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) eftir sex mánaða þjálfun í Reykjavík. Meistaraverkefni Lillian ber heitið Rapid (altern- ative) methods for evaluation of fish freshness and quality og fjallaði um þróun á nýjum aðferðum til að meta fiskgæði. Verkefnið tengist einnig gæðamati á Nílarkarfa sem veiðist í Viktoríuvatni, stærsta vatni Afríku, en það þekur landsvæði sem er um 65 prósent af flat- armáli Íslands. Um 200 fisktegundir lifa í vatninu og segir Lillian að námsfyrirkomulag sem þetta sé afar nauðsynlegt: „Ég veit að ég á eftir að verða mikilvæg viðbót í starfsemina í Úganda þegar ég sný aftur heim,“ segir Lillian, en hún segist hafa öðlast ómetanlega reynslu og þekkingu í náminu sem muni koma heimalandi hennar til góða. Lillian vinnur hjá fisk- veiðiþjálfunarstofnun í Entebbe, Úganda. - sv Fyrsti neminn frá Úganda útskrifast við Háskólann á Akureyri frá háskóla SÞ: Nýjar leiðir í gæðamati á fiski VIÐ ÚTSKRIFT Dr. Tumi Tómasson forstöðumaður Sjávarútvegs- skóla háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Guðrún Ólafsdóttir andmælandi, Lillian Chebet og Dr. Hjörleifur Einarsson próf- essor við HA. MYND/BJARNI EIRÍKSSON VEIÐI Veiðifélag Breiðdalsár hefur einsett sér að bæta aðgengi við ána með lagningu veg- slóða og koma í veg fyrir að ökutækjum sé beitt á ósnortið land. Ekki er þetta síst gert til að auðvelda hreyfihömluðu fólki að njóta veiða og samfélags um náttúruskoðun og er það boðið sérstaklega velkomið að ánni. Þetta er hluti af nýrri umhverfisstefnu sem hefur verið mörkuð af veiðifélaginu og leigutaka árinnar. Með nýrri umhverfisstefnu leggur veiði- félagið áherslu á að varðveita lífríkið og nátt- úruna við ána, stuðla að skapandi fiskrækt með seiðasleppingum af stofni árinnar og góðri umgengni þar sem virðing sé í fyrir- rúmi. - shá Veiðifélag Breiðdalsár og leigutaki árinnar marka umhverfisstefnu: Aðgengi bætt fyrir fatlað fólk BREIÐDALSÁ Bryggjuhylur er stórkostlegt dæmi um hina fjölbreyttu veiðistaði í Breiðdalsá. MYND/ÞRÖSTUR ELLIÐASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.