Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 17
FÖSTUDAGUR 11. júní 2010 17
KRINGLAN
Í grein í Fréttablaðinu í gær (9. júní) eftir Svavar Gests-
son, fyrrverandi þingmann og
ráðherra, birtast vangaveltur
manns sem lengi sat á Alþingi
um synjunarvald forseta lýð-
veldisins. Tilefnið sem Svavar
notar til að fjalla um efnið er ný
út komið hefti tímaritsins Sögu en
í því eru greinar nokkurra valin-
kunnra einstaklinga sem hugs-
aðar eru sem svör við spurningu
Sögu (spyrjandi er Ragnheiður
Kristjánsdóttir, sagnfræðingur)
vorið 2010 um sögulegar rætur
26. greinar íslensku stjórnar-
skrárinnar.
Sérstaka athygli Svavars vekur
grein Helga Bernódussonar skrif-
stofustjóra Alþingis en hann
rekur tilurð 26. greinarinnar og
þátt Bjarna Benediktssonar í því
verki. Nú má margt segja um
grein Helga en ætlunin hér er þó
fyrst og fremst að skoða nálgun
Svavars Gestssonar við efni sem,
eins og hann orðar það í Frétta-
blaðinu (bls. 10), „heitast hefur
verið í umræðu á þessum vetri.“
Tilurð 26. greinar
Svavar fullyrðir að Helgi reki það
hvernig 26. gr. varð til, hvernig
hún var skrifuð á árinu 1940 og
hvernig umræðan var um grein-
ina á Alþingi. Einnig beri hann
saman 26. grein Lýðveldisstjórn-
arskrárinnar og sambærilega
grein stjórnarskrárinnar í kon-
ungsríkinu Íslandi.
Áður en ég sný mér frekar
að grein Svavars sem slíkri þá
leyfi ég mér að fullyrða að ekki
sé hægt að fullyrða með réttu að
Helgi reki það hvernig 26. grein-
in varð til og hann gerir nær enga
grein fyrir umræðunni um hana
á Alþingi. Samanburðurinn við
„sambærilega“ grein í stjórnar-
skrá konungsríkisins Íslands er
líka bæði veigalítill og vafasam-
ur og ætti bæði Svavar og aðrir
þeir sem áhuga hafa á íslenskri
stjórnskipan að kynna sér efni
greina Sigurðar Líndal sem hann
skrifaði fyrir Skírni 1992 (Stjórn-
skipuleg staða forseta Íslands) og
2004 (Forseti Íslands og synjun-
arvald hans) um stöðu þjóðhöfð-
ingjans.
Grundvallar misskilningur
Í grein sinni brýtur Svavar niður
efnisatriði þeirra greina þessara
tveggja stjórnarskráa sem fjalla
um neitunarvald konungs og synj-
unarvald forseta. Umfjöllun Svav-
ars um efnisatriði umræddrar
greinar konungsstjórnarskrárinn-
ar er í þremur örstuttum liðum og
auka varla á skilning lesandans á
viðfangsefninu. Umfjöllun Svav-
ars um 26. greinina er í sjö liðum
álíka knöppum og hinir þrír. Til-
gangurinn með þessu niðurbroti
virðist vera sá að tilgreina hvað
sé óbreytt og hvað sé nýtt í 26.
greininni frá þeirri grein kon-
ungsstjórnarskrárinnar sem
fjallaði um neitunarvald þjóð-
höfðingjans. Þarna er augljóslega
grundvallar misskilningur á ferð
því Svavar virðist ekki átta sig á
því lykilatriði að 26. greinin er
einfaldlega ný. Forsetinn er ekki
konungsígildi heldur þjóðhöfðingi
lýðveldis.
Rökin sem koma ekki fyrir
Þá er komið að umfjöllun Svav-
ars um hlut Bjarna Benedikts-
sonar að málinu en kjarninn í
grein Helga Bernódussonar er
að sýna fram á (örugglega með
réttu) að Bjarni hafi verið aðal-
höfundur texta 26. greinarinnar
(í samvinnu við Einar Arnórs-
son, Gizur Bergsteinsson og Þórð
Eyjólfsson) og drög að þeim texta
hafi legið fyrir í síðasta lagi í jan-
úar 1940.
Í þessum hluta greinar Svavars,
sem hann kallar Mörgum spurn-
ingum ósvarað, segir hann Bjarna
hafa sagt að ekki væri fært að
veita forsetanum algert synjunar-
vald og nýja greinin væri því mál-
skotsréttur til þjóðarinnar. Þetta
telur Svavar nægja sem skýringu
en aðeins á ákvæðinu um þjóðar-
atkvæði og í framhaldinu telur
hann upp fimm atriði sem enn sé
ósvarað í þessu sambandi.
Ekki verður auðveldlega séð
hvert Svavar er að fara með
fyrstu fjórum atriðunum en
þegar hann spyr „Af hverju er
valdið tekið af Alþingi og flutt í
þjóðaratkvæðið ef forseti vill?“
(5) skýrist málið. Svavar segir
það merkilegt að rök fyrir þess-
ari breytingu komi ekki fram í
umfjöllun Alþingis um stjórn-
skrána. Miðað við greinina í heild
sinni er ekki hægt að álykta annað
en að Svavar hafi látið hjá líða að
fletta upp í Alþingistíðindum áður
en hann settist við skriftir.
Ákalli svarað
Í lokahluta greinar sinnar (Þing-
ræði og þjóðaratkvæðagreiðsla)
segir Svavar að „Fróðlegt væri
að sjá ítarlegri skrif um þessi
mál ekki síst þar sem menn
velta því nú fyrir sér [ ]að halda
stjórnlagaþing.“ Mig langar til að
bregðast við þessari ósk Svavars
og senda honum grein mína „Lýð-
veldið, stjórnskipun og staða for-
seta“ sem birtist í tímaritinu Lög-
fræðingi í vor en þar kemst ég að
þeirri niðurstöðu að með sam-
þykkt 26. greinar stjórnarskrár-
innar hafi Íslendingar gengist
stjórnarskrárfestunni á hönd og
tryggt nauðsynlega takmörkun á
ákvörðunarvaldi pólitísks meiri-
hluta. Þetta ber að hafa í huga
þegar þjóð og þing sameinast um
að endurskoða stjórnarskrána
með verðugum hætti.
Lýðveldið, stjórnskipun og staða forseta
Stjórnmál
Ágúst Þór
Árnason
aðjúnkt við Háskólann
á Akureyri
Miðað við greinina í heild sinni er ekki
hægt að álykta annað en að Svavar
hafi látið hjá líða að fletta upp í Al-
þingistíðindum áður en hann settist
við skriftir.
AF NETINU
Alls konar fyrir aumingja
Að venju hitti ég fína félaga í
KR í hádeginu í dag, svo er alla
fimmtudaga. Vonbrigðin með
liðið okkar leyndu sér ekki. Menn
voru daprir. Einhver sagði leik-
menn og þjálfara vera aumingja,
að geta ekki betur.
Allir voru sammála um að allt
sé gert til að létta leikmönnum
og þjálfurum lífið. Fínasta
aðstaða, margir áhorfendur, fín
laun, mikill stuðningur og allt
það. Niðurstaðan var því sú að
KR geri allskonar fyrir aumingja.
http://eyjan.is/goto/sme
Sigurjón Egilsson
Dráp á stórlaxi
Ennþá er mannskepnan söm við
sig. Við útrýmdum geirfuglinum
og við erum að útrýma stórlaxin-
um í ánum okkar. Þetta vita allir
veiðimenn sem kasta flugu og
renna fyrir með maðki í árnar,
en engu síður geta menn ekki
hamið sig og drepa stórlaxinn
eingöngu vegna þess að egóið
þeirra er svo stórt að það rænir
þá allri skynsemi. Siðferðið er
ekki með í veiðiferðinni líkt og
myndir sem hafa birst í blöð-
um af opnunum í Blöndu þar
sem þjóðþekktir veiðimenn eru
brosandi með dauðan stórlax í
höndunum. Það sem vekur sorg
mína er að allir þessir einstakl-
ingar vita vel hvaða vá vakir yfir
laxinum.
http://www.pressan.is/press-
upennar/Lesa_Bubba/drap-a-
storlaxi-er-sidferdislega-rangt
Bubbi Morthens