Fréttablaðið - 11.06.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 11. júní 2010 3
Vegleg bæjar-, fjölskyldu- og
tónlistarhátíð hefst á Selfossi í
dag og stendur yfir helgina.
Kótelettan er nafnið sem hátíðin á
Selfossi hefur hlotið. Ástæðan er
sú að hluti af henni er svokallað
„kjötfestival“ þar sem heilgrillað
naut, svín og lamb verður á boð-
stólum og bændur og sunnlensk
fyrirtæki kynna vörur sínar.
Viðamikil barnadagskrá verð-
ur á morgun þar sem fram koma
Björgvin Franz, íþróttaálfurinn og
Skoppa og Skrítla. Frítt verður inn
á svæðið að degi til og fjölskyldu-
fólk fær að tjalda endurgjaldslaust
á tjaldstæðinu alla helgina. Einnig
er frítt í Sundhöll Selfoss.
Á kvöldin verða stórtónleikar og
dansleikir, bæði í kvöld og annað
kvöld. Þar koma fram Sálin hans
Jóns míns, Dikta, Páll
Óskar, Mánar og
Karma.
- gun
Kótelettan
Páll Óskar
kemur
fram.
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040
LAGERSALA
Góðir skór - gott verð
Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna
Opið virka
daga 12-18
laugardag
12-16
Takkaskór
besta verði
ð
í bænum ?
Stærðir 31-46
kr. 5.495.-
Verkið varð þannig til að við start-
línuna hlupu þúsundir kvenna yfir
renninga sem lagðir voru saman
með málningu á milli. Þannig
mótuðu þær með sporum sínum
listaverk sem skiptist í tvo 10x2
metra striga sem endurspegla
hvor annan. Hluti verksins hefur
verið bútaður niður í litlar mynd-
ir sem verða til sýnis og sölu til 20.
júní og allur ágóði rennur óskipt-
ur til Krabbameinsfélags Íslands.
Hinn hlutinn hefur verið keyptur
af Garðabæ.
Hugmyndina að verkinu átti
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
listmálari en fleiri úr hennar stétt
lögðu sitt af mörkum. Hrafnhild-
ur telur að um fjölmennasta list-
gjörning sé að ræða sem gerður
hafi verið á Íslandi því um 5.500
konur hafi hlaupið yfir renning-
ana. „Þátttaka í hlaupinu sýnir
hina miklu samstöðu kvenna sem
aftur endurspeglast í verkinu,“
bendir hún á. Myndirnar eru 40x40
og 45x45 sentimetrar að stærð.
- gun
Gjörningur til sölu
Spor þúsunda kvenna nefnist listaverk sem varð til í Kvennahlaup-
inu 2009 og er til sýnis í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ.
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari og Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélagsins. MYND/ATHYGLI