Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 33

Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 33
11. júní föstudagur 5 BLOGGAR UM MAT Evu er margt til lista lagt og hefur hún meðal annars mikinn áhuga á matargerð og veit fátt skemmti- legra en að halda matarboð fyrir vini og vandamenn. Eva heldur einnig úti vinsælu matarbloggi á Miðjunni.is þar sem hún kennir lesendum hvernig má elda holla og skemmtilega grænmetisrétti. „Á Gautaborgarárunum ákváðum við hjónin að hætta að borða kjöt og fisk og þurftum þá að finna nýjar hugmyndir um hvað ætti að hafa í matinn. Í kjölfarið fékk ég mikinn áhuga á að þefa uppi ýmsa grænmetisrétti sem væru bæði hollir og afskaplega bragð- góðir,“ segir Eva sem hóf fyrst að blogga stuttu eftir fæðingu dóttur sinnar. „Ég er þannig manneskja að mér þykir best að hafa alltaf nóg fyrir stafni. Ég ákvað því að byrja með matarblogg á meðan ég var í fæðingarorlofi. Fólk tók mjög vel í það og mér þótti sjálfri mjög skemmtilegt að sjá hvað öðrum þótti gaman að fá nýjar hugmynd- ir að grænmetisréttum.“ Hún við- urkennir þó að í óléttunni og framboðinu hafi hún haft lítinn tíma til að sinna matarástinni. ÝMISLEGT OG ALLS KONAR Eva segir Heiðu Kristínu Helga- dóttur, kosningastjóra Besta flokksins, hafa leitað til sín þegar verið var að skipa á lista fyrir kosningarnar og beðið sig að leggja flokknum lið. Að sögn Evu þótti henni tilboðið spenn- andi og tækifærið of gott til að sleppa því. „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á samfélagsmálum og málefnum Reykjavíkur. Þess utan finnst mér fólkið sem leiðir list- ann líka spennandi og skemmti- legt og hlakka mikið til þess að vinna með því,“ segir Eva, sem á von á öðru barni sínu um miðjan júlí og viðurkennir að henni þyki erfitt að missa af þessum fyrstu mánuðum Besta flokksins í borg- arstjórn. „Þó ég hlakki mikið til fæðingarorlofsins þá viðurkenni ég að mér finnst mjög leiðinlegt að missa af þessum fyrstu mán- uðum. Þetta verða örugglega mjög spennandi og mótandi tímar fyrir starf flokksins, en við erum flott og samrýnd þannig að ég fæ að vera með á kantinum eins og maður segir. Ég vil þó nýta tæki- færið og taka fram að ég fer ekki strax á spenann sem óléttur borg- arfulltrúi eins og sumir virðast hafa áhyggjur af, því fæðingaror- lof tekur mið af síðustu tveimur starfsárum manns.“ Eva vann áður á öðrum vett- vangi fyrir Reykjavíkurborg, sem atvinnuráðgjafi fyrir ungt fólk í Hinu húsinu, og þó hún sé ekki kvíðin fyrir því að hefja nýtt starf segist hún kveðja gamla vinnu- staðinn og fólkið í Hinu húsinu með söknuði. „Ég hlakka mikið til að byrja í nýju starfi þó það sé auðvitað margt sem við eigum eftir að læra. En svona almennt er ég bjartsýn á framtíðina og ég trúi því að jákvætt hugarfar muni koma ýmsum góðum breytingum til leiðar.“ Uppáhaldsborgin? Það fer dálítið eftir því hverju maður er að sækjast eftir. Reykjavík fær hjartað til að slá en ég væri alveg til í róm- antíska helgi í París með betri helmingnum. Besti tími dags? Ég er mikil kvöldmanneskja, en fyrsta spjallið við dóttur mín á morgnana er líka dásamlegt. Stjörnumerki? Ég er og þyki víst týpísk- ur hrútur. Uppáhaldsmatur? Ítalskur matur. Uppáhaldsbókin? Engin sérstök, en ég hef gaman af bókum eftir Milan Kundera og Nick Hornby … og matreiðslu- bókum. Listakonan Patricia Waller er væntanleg hingað til lands um helgina en hún tekur þátt í prjón- alistahátíðinni Lykkjur: Norræn prjónalist dagana 17. júní til 4. júlí. Um er að ræða alþjóðlega sýn- ingu á listaverkum þar sem nær eingöngu er not- ast við hekl- og prjónatækni. Heklverk Patriciu eru einstök blanda af krútt- skap og hryllingi sem vekur mismunandi við- brögð hjá fólki að hennar eigin sögn. „Hekl hefur þetta sakleysislega yfirbragð og ull kallar fram hlýjar tilfinningar hjá fólki. Heklað blóð fær fólk oft til að fara að hlæja, jafnvel þó það sé að horfa á einhverja skelfilega senu,“ segir Patricia. Hún hefur unnið listaverk úr ull frá því hún lauk námi í höggmynda- list snemma á tíunda áratugnum. „Mig lang- aði þá að vinna með efnivið sem væri enn ekki búinn að ná fót- festu í listum. Svo ég fór að hekla mín verk úr ull. Kollegar mínir gerðu mikið grín að mér fyrir að vinna með svo gamaldags efnivið. Og það var í raun erfitt, sem kona, að vinna með efni sem var svo rækilega tengt við húsfreyju- list.“ En Patricia gafst ekki upp á ullinni og var fljótlega komin með algjörlega sér- stöðu. Sýning hennar á Ís- landi verður unnin í sam- starfi við átta íslenska listamenn, þau Melkorku Huldudóttur, Kristínu Evu Rögnvaldsdóttur, Charlie Strand, Juliu Staples, Vig- dísi Þormóðsdóttur, Hildi Hermanns, Jóa Kjartans og Magnús Helgason. Hvert þeirra hefur fengið stórt heklað skordýr frá Patr- iciu til að skapa sögu í kringum og taka ljós- myndir af í náttúrulegum híbýlum þeirra. Dýrun- um verður svo stillt upp á sýningu, eins og á nátt- úrugripasafni, ásamt ljós- myndum og sögum. - hhs Prjóna- og hekllistakonan Patricia Waller sýnir með íslenskum listamönnum: KRÚTTLEGUR HRYLLINGUR ✽ b ak v ið tj öl di n M Y N D /PATR IC IA W A LLE R Dýr úr smiðju Patriciu Eitt dýr- anna sem verða á sýningu Patriciu og íslenskra listamanna á alþjóðlegu prjónalistahátíðinni Lykkjur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.