Fréttablaðið - 18.06.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI18. júní 2010 — 141. tölublað — 10. árgangur
FÖSTUDAGUR
skoðun 16
veðrið í dag
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Við erum með salat, brauð og
svo pönnukökur í eftirrétt. Þetta
er sumarsalat en á sumrin er gott
að borða eitthvað annað en kjöt
og fisk,“ segir Gígja Svavarsdótt-ir, skólastjóri Tungumálaskólans.
„Við nemendur og kennarar borð-um alltaf saman á fimmtudög-um og þá reynum við að elda eitt-hvað íslenskt. Við reynum að hafa
fulla máltíð þannig að við borð-um í klukkutíma og þá er verið að
spjalla og læra íslensku í tengslum
við það.“
Gígja segir að nýrnabaunirna ísalatinu h fi
Læra íslensku við borðið
Gígja Svavarsdóttir var grænmetisæta í mörg ár og býr því til sumarlegt salat eftir sinni eigin uppskrift.
Hún ákvað að hætta að vera grænmetisæta þar sem henni fannst oft flókið að fara í matarboð.
Gígja segist eitt sinn hafa verið grænmetisæta og býr því til sumarsalat með marineruðum nýrnabaunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Salat
1 poki nýrnabaunir1 haus jöklasalat2 paprikur
Tómatar eftir smekk5 hvítlauksrif
2 dl ólívuolía
Salt og pipar
Leggið nýrnabaunirnar í bleyti yfir nótt Sjóð
Skerið jöklasalat, papr-ikur og tómata. Hellið nýrnabaununum yfir sal-atið og berið fram með ólívuolíu, salti og pipar.
Brauðbollur2 bollar hveiti1 bolli heilhveiti15 bolli t
SUMARSALAT GÍGJUmeð brauðbollum Fyrir 8
SUMARSÓLSTÖÐUGANGA á Snæfellsjökul verður farin í kvöld á vegum Ferðafélags Íslands. Brott-
för er frá Mörkinni 6 klukkan 17 og ekið vestur að jökli
þar sem gangan hefst klukkan 21. Upplýsingar á fi.is.
V
4ra rétta
Góð tækifærisgjöf!
Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 18. júní 2010
SKRÁSETUR
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
Ríkur af mysupróteinum
ostur
Prófaðu nýja
braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn
í ostaúrvali dagsins.
9%
aðeins
Sumarið er yndislegt!
www.isafold.is - Sími 595 0300
Einu Íslendingarnir
Tveir nýútskrifaðir
skrúðgarðyrkjufræðingar
unnu fyrstu verðlaun í
keppni í Finnlandi.
tímamót 20
BJART Á AUSTANVERÐU land-
inu. Í dag verða suðlægar áttir, 8-13
m/s suðvestan- og vestanlands en
annars hægari. Vestan til verður
heldur skýjað og lítils háttar væta,
einkum fyrri part dags.
VEÐUR 4
15
16
20
20
14
Yrsa arftaki Larssons
Yrsa Sigurðardóttir var
sögð ein af arftökum Stiegs
Larsson í grein í NY Times.
fólk 38
EVRÓPUSAMBANDIÐ „Ég fagna þess-
ari niðurstöðu og er mjög ánægð-
ur með hana,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra í gær,
þegar ljóst var orðið að Evrópusam-
bandið mun hefja aðildarviðræður
við Ísland.
„Þetta eru kaflaskipti og mjög
mikilvægur áfangi fyrir okkur
Íslendinga að geta nú hafið samn-
ingaviðræður. Ég tel að þær muni
um síðir leiða til þess að Íslend-
ingar gangi í Evrópusambandið,
en það verður ákvörðun þjóðar-
innar.“
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra og formaður Vinstri-
grænna, segir niðurstöðuna í Brus-
sel ekki eiga að koma neinum á
óvart. Þótt flokkur hans sé sem fyrr
andvígur aðild þá hafi það orðið nið-
urstaðan að láta á það reyna í við-
ræðum: „Síðan er það þjóðarinnar
að taka ákvörðun. Ég reikna með að
flestir séu sáttir við það.“
Varðandi lítt dulda skírskotun í
ályktun ráðsins um að Íslending-
ar þurfi að takast á við skuldbind-
ingar sínar í Icesave-málinu segir
Össur að það þurfi ekkert að segja
okkur Íslendingum að standa við
skuldbindingar okkar: „Forystu-
menn allra flokka og forseti Íslands
hafa lýst því yfir, í kjölfar synjun-
ar á Icesave-samningnum í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, að Íslendingar
muni ekki hlaupast undan skuld-
bindingum sínum. Hjá mörgum
er hins vegar vafi um hverjar þær
eru.“ - gb
Össur Skarphéðinsson fagnar niðurstöðu leiðtogaráðs Evrópusambandsins:
Aðild styrkir fullveldi Íslands
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir þjóðina
taka ákvörðun á endanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lið Maradona í gírnum
Argentínumenn búnir að
vinna báða sína leiki á HM.
íþróttir 32
BRUNI Mildi þykir að ekki fór
verr þegar eldur kviknaði í íbúð á
neðstu hæð í fjölbýlishúsi við Íra-
bakka í Breiðholti á ellefta tím-
anum í gær. Nágrannar sáu að
kviknað var í íbúðinni og brutust
þrír inn til að bjarga eldri manni
sem þar býr. Maðurinn lét ekki
segjast og vildi bjarga verðmæt-
um úr íbúðinni. „Ég sá bara reyk.
Við vorum þrír sem þurftum að
taka hann út með valdi,“ segir
Jón Birgir Ragnarsson, íbúi í Íra-
bakka.
Þótt eldurinn hafi ekki verið
mikill náði hann að teygja sig í
plast sem í íbúðinni var. Fyrir
vikið fylltist íbúðin og stigagangur
fjölbýlishússins af svörtum reyk.
Sex íbúar á efri hæðum lokuðust
því inni.
„Ég er bara í sjokki. Það var
fullt af reyk og ég vissi ekki hvað
ég átti að gera,“ segir Vigdís
Óskars dóttir, sem býr á efstu hæð-
inni í húsinu. Vigdís lokaðist inni
ásamt ungu barni sínu.
Eldurinn kviknaði út frá feiti í
potti. Flytja þurfti manninn sem
býr í íbúðinni á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun. - sv, kh
Eldur í Írabakka:
Lokaðist inni
með ungabarn
EFNAHAGSMÁL Dómar Hæstarétt-
ar um gengistryggð bílalán verða
ræddir á fundi ríkisstjórnarinnar í
dag. Fulltrúar Seðlabankans, Fjár-
málaeftirlitsins og Samtaka fjár-
málafyrirtækja munu jafnframt
mæta á fund efnahags- og skatta-
nefndar til að fara yfir stöðuna sem
upp er komin.
Óvissa og uppnám ríkir hjá
eignaleigufyrirtækjum, þar sem
menn hafa unnið myrkranna á milli
frá því að dómarnir féllu án þess þó
að vita í raun hvað beri að gera. Þar
á bæ bíða menn þess að stjórnvöld
tilkynni hvort og þá hvernig þau
muni bregðast við niðurstöðunni,
enda er mörgum spurningum enn
ósvarað um það hvernig gera skuli
upp hina ólögmætu samninga.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekki líklegt að gripið
verði til bráðaaðgerða í formi laga-
setningar til aðstoðar fjármálakerf-
inu enda hafa þau skilaboð fengist
að niðurstaðan sé fjarri því að vera
rothögg fyrir kerfið, eins og það er
orðað, þótt eignaleigufyrirtækin
fari eflaust illa út úr málinu.
Fyrirspurnum hefur rignt yfir
eignaleigufyrirtækin frá því á mið-
vikudag og krefjast sumir þess að
fyrirtækin greiði þeim tafarlaust
til baka það fé sem þeir telja sig
eiga inni hjá þeim.
„Menn þurfa sinn tíma til að átta
sig á því nákvæmlega hvað dómur-
inn þýðir og hvernig unnið verði
úr honum,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra. Guð-
jón Rúnarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka fjármálafyrirtækja, segir
málið þurfa að skýrast innan fárra
daga. - sh / sjá síðu 4
Beðið eftir stjórnvöldum
Eignaleigufyrirtækin bíða þess nú að stjórnvöld tilkynni hvort þau muni bregðast við dómi Hæstaréttar
um gengistryggingu lána og þá hvernig. Málið verður rætt í ríkisstjórn og efnahags- og skattanefnd í dag.
HEIMT ÚR HELJU Vigdís Óskarsdóttir var himinlifandi þegar hún tók við átta mánaða gömlum syni sínum, Óskari Pétri, úr
öruggum höndum slökkviliðsmanna. Slökkviliðið þurfti að nota björgunarmaska til að koma henni og öðrum íbúum út. Á
annan tug slökkviliðsmanna tók þátt í slökkvistarfi. MYND/STEFÁN LOFTSSON