Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.06.2010, Qupperneq 12
12 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Landsmenn héldu þjóðhátíðardaginn 17. júní hátíðlegan í gær. Daníel Rúnars- son ljósmyndari virti fyrir sér mannlífið í miðbæ Reykjavíkur þar sem ýmissa grasa gætti. Tugir þúsunda Íslendinga skelltu sér í miðbæinn og veif- uðu fánum, keyptu sér blöðrur eða léku sér í leiktækjum. Veður var milt þótt sólin hefði ekki látið sjá sig. Hæ, hó og jibbí jei á þjóðhátíðardeginum VUVUZELA Þessi ungi maður fór að dæmi knattspyrnuáhangenda í Suður-Afríku og blés í lúður lýðveldinu til heilla. HJÓLBÖRUKAPPASKTUR Ýmsum leiktækjum var komið fyrir í Hljómskálagarð- inum í gær og gátu gestir meðal annars skoppað í hoppukastölum eða farið í kappakstur eins og þessir drengir. VALLI Á STULTUNUM Skemmtikraftar létu sig ekki vanta í miðbæinn í gær og settu mikinn svip á bæjarlífið. Valli á stultunum sýndi listar sínar og fékk margt barnið til að brosa. SYSTUR FJÓRAR SITJA VIÐ SPIL Drottningarnar fjórar úr spilastokknum fylgdust með mannhafinu í Lækjargötu og virtust furða sig á uppátækjum Íslendinga. INGÓLFUR FYLGIST MEÐ Á Arnarhóli safnaðist fólk saman undir vökulum augum Ingólfs Arnarsonar. Á sviðinu þar fyrir framan fór fram fjölskylduskemmtun um daginn en þegar fór að kvölda hófust þar tónleikar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur 17. júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.