Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.06.2010, Qupperneq 22
Jóhanna og Þórarinn fara helst um hverja sumarhelgi í útilegu ef þau geta. Þau voru nýlega á bæjarhá- tíðinni Sjóaranum síkáta í Grinda- vík og bráðlega er stefnan sett á Þjórsárdal. Eftir það er ferðalag um allt land á dagskránni fram að 20. júlí og svo ætla þau á ættarmót í Hornafirði í ágúst. Þau láta fara vel um sig í hús- bílnum sem þau keyptu árið 2005 og hafa gjarnan fleiri úr fjölskyld- unni með enda nóg pláss. „Við höfðum átt húsbíla í fjölda ára og vantaði orðið stóran bíl fyrir okkur og barnabörnin sem eru ell- efu. Því lágum við í bandarískum netsíðum og buðum í nokkra en svo nenntum við því ekki heldur fórum til Bandaríkjanna og keyptum þennan með öllum innréttingum. Keyrðum hann frá Boston til Fíla- delfíu til að koma honum um borð í skip og stoppuðum víða. Síðan eru liðin fimm ár og bíllinn hefur reynst okkur sérstaklega vel. Við erum búin að fara á honum nánast um allt land.“ Í fyrrasumar leigðu þau hjón bílinn vegna töku myndarinn- ar Kóngavegur 7. Þar með komst hann á hvíta tjaldið. Þórarinn segir stöku sinnum hafa komið upp hug- myndir um að selja gripinn þegar olíureikningarnir blasi við þeim. „En svo tímum við því ekki,“ segir hann. „Krakkarnir kalla bílinn blokk- ina. Hann er samkomustaður fjöl- skyldunnar og við hlökkum alltaf til sumarsins og ferðalaganna.“ gun@frettabladid.is Bíllinn samkomustaður Húsbíll hjónanna Jóhönnu Jóhannesdóttur og Þórarins Sigvaldasonar er líkastur meðalstórri rútu að utan en vel búnu hefðarheimili að innanverðu. Barnabörnin þeirra kalla hann blokkina. Eldhúsið er búið bestu græjum. Bíllinn vekur víða athygli á tjaldstæðum vegna stærðar sinnar. Þau Jóhanna og Þórarinn verða meira og minna á flakkinu í sumar á farkostinum góða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JÓNSMESSUHÁTÍÐ á Hofsósi hefst í dag. Íbúar Hofs- óss bjóða til ævintýradaga með skemmtilegri og afslappaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna fram á sunnudag. Opið frá kl. 11–19 í Smáralind Full búð af nýjum vörum Hinn sívinsæli kjóll komin a ur 3990 kr. s–xl. Klútar l í öllum litum og gerðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.