Fréttablaðið - 18.06.2010, Síða 28
4 föstudagur 18. júní
Jóhannes Kjart-
ansson, betur þekktur
sem Jói Kjartans, hefur
skrásett skemmtanalíf
Reykvíkinga með ljós-
myndum sínum undan-
farin fimm ár. Áhugi
hans á ljósmyndun
kviknaði í menntaskóla
og nú á hann yfir þúsund
filmur sem geyma ýmsar
skemmtilegar myndir.
Viðtal: Sara McMahon
Ljósmyndir: Valgarður Gíslason
J
óhannes Kjartans-
son er borinn og barn-
fæddur í Reykjavík,
hann hóf skólagöngu
sína í Ísaksskóla fimm
ára gamall, því næst lá leið hans
í Laugarlækjaskóla og mennta-
skólaárunum eyddi hann í Verzl-
unarskóla Íslands. „Flestir bekkj-
arfélagar mínir úr grunnskóla
fóru í Menntaskólann við Sund
en ég heillaðist svo af félagslíf-
inu í Versló að ég ákvað að sækja
um nám þar. Ég tók nokkuð virk-
an þátt í félagslífinu á námsárum
mínum og strax á öðru ári náði
ég að pota mér inn í skólablaðið
og þar byrjaði ég fyrst að grúska í
grafískri hönnun. Á þriðja ári mínu
sá ég um að hanna alla bækl inga,
plaköt og þess háttar fyrir skól-
ann og á síðasta skólaárinu varð
ég ritstjóri Verzlunarskólablaðsins
V69,“ segir Jóhannes.
DÝRT ÁHUGAMÁL
Að stúdentsprófi loknu sótti Jó-
hannes um í Listaháskóla Íslands
þar sem hann hóf nám í grafískri
hönnun. Hann smitaðist af ljós-
myndabakteríunni á öðru ári sínu
í LHÍ og byrjaði þá að taka mynd-
ir á filmu og hefur að eigin sögn
ekki hætt að mynda síðan þá. Jó-
hannes tekur einungis myndir á
filmuvélar og viðurkennir að það
geti verið afskaplega dýrt áhuga-
mál. „Jú, þetta kostar sitt. Ætli ég
hafi ekki tekið yfir þúsund film-
ur á þessum fimm árum og eytt
kannski um tveimur og hálfri
milljón í filmur og framköllunar-
kostnað. Ég á orðið ótrúlega stórt
safn af myndum og er um þess-
ar mundir að leggja drög bæði að
ljósmyndabók sem mig langar að
gefa út í sumar og sýningu tengda
henni.“ Jóhannes segir það heldur
tímafrekt starf að velja ljósmyndir
í bókina og dvaldi hann nýverið í
Hrísey í heila viku til að sinna því
verkefni. „Ég fór þangað því þar
var ekkert internet til að stela at-
hyglinni. Ætli ég þurfi ekki að fara
aftur seinna í sumar til að fá frið
til að klára bókina. Ég býst við að
hún verði um fimm hundruð síður
og byggist upp þannig að það
verða um átta til sextán myndir
úr hverjum mánuði ársins allt frá
árinu 2005,“ segir hann.
MYNDAR ALLT
Jóhannes mundar vélina ekki að-
eins til að mynda næturlífið í
Reykjavík, hann hefur einnig mik-
inn áhuga á að mynda ýmiss konar
borgarlandslag auk þess sem hann
hefur reynt fyrir sér sem tískuljós-
myndari. „Mér finnst jafn gaman
að mynda borgarlandslag og að
mynda fólk. Menn verða kannski
meira varir við djammmyndirn-
ar því þær eru mikið á Netinu, en
ég er alveg jafn mikið í hinu og
hef til dæmis mjög gaman af því
að mynda skrítin skilti, bláa bíla
og annað sem mér finnst áhuga-
vert.“ Inntur eftir því hvort fólk
taki því illa að það sé myndað á
skemmtistað segir Jóhannes svo
ekki vera. „Flestir taka mjög vel í
þetta. Ég hef meira að segja lent
í því að menn hafi bankað í mig
og beðið mig um að mynda sig
þannig að mörgum virðist finn-
ast það orðið eðlilegt að ég sé með
myndavélina á djamminu,“ segir
Jóhannes sem fer helst ekki út úr
húsi án myndavélarinnar. „Það er
fátt eins pirrandi og að rekast á
flott myndefni einhvers staðar og
vera ekki með myndavélina með
sér. Þess vegna fer ég helst ekki
út án þess að hafa hana meðferð-
is. Auk þess þá neyðir myndavélin
mann til að horfa öðruvísi á um-
hverfi sitt, maður er stanslaust að
leita að einhverju skemmtilegu
til að mynda og oft eru það hlut-
ir sem þú mundir undir venjuleg-
um kringumstæðum bara ganga
fram hjá.“
Þegar Jóhannes er spurður að
því hvers vegna hann kjósi gamla
filmuvél fram yfir starfræna
myndavél segist hann vera hrif-
inn af hinni hráu áferð sem hlýst
af filmunni. „Ég hef alveg átt staf-
ræna myndavél en gallinn var
að þá tók ég allt að sjö hundruð
myndir á kvöldi og margar voru
alls ekki góðar. Með filmuvél tek
ég færri myndir og pæli betur í
hverri mynd. Ég eignaðist reyndar
starfræna myndavél síðasta laug-
ardag, þá unnum við kærastan
mín myndavél í ljósmyndasam-
keppni á vegum Toyota. Það getur
vel verið að ég prófi mig eitthvað
áfram með hana, maður getur
kannski ekki endalaust verið að
snobba fyrir filmunni. Það eru
örfáar alvöru framköllunarstof-
ur eftir á höfuðborgarsvæðinu og
maður getur ekki lengur gengið
inn í sjoppu og keypt filmur. Ég
fór inn í 10-11 um daginn og bað
um filmu en afgreiðslumaðurinn,
sem var um tvítugt, horfði bara á
mig og var eitt stórt spurningar-
merki.“
VINNUR MEÐ KÆRUSTUNNI
Jóhannes er meðal þeirra íslensku
listamanna sem taka þátt í verk-
efninu Lykkjum – Prjónalist sem
opnaði í Norræna húsinu í gær og
myndar hann nokkur verk lista-
konunnar Patriciu Waller ásamt
kærustu sinni, Hildi Hermanns-
dóttur. „Ilmur Dögg Gísladóttir,
verkefnastjóri hjá Norræna hús-
inu, hafði samband við mig og
kærustu mína og bað okkur um að
taka þátt í verkefninu. Við áttum
að mynda stór hekluð skordýr
í náttúrulegum híbýlum þeirra,
finna heiti á þau, útskýra hvernig
þau fjölga sér og hvað þau borða.“
Parið fékk skemmtilegar heklað-
ar flugur til að ljósmynda og segir
Jóhannes að verkefnið hafi verið
mjög hressandi og að gaman hafi
verið að vinna með kærustunni.
„Við máttum túlka þessi dýr á
hvern þann veg sem við vildum.
Við Hildur fórum í ávaxtatorgið
í Hagkaupum og náðum að taka
nokkrar myndir af fígúrunum þar
áður en öryggisvörðurinn kom æð-
andi í áttina að okkur. Myndirnar
verða svo sýndar ásamt skordýr-
unum sjálfum í Norræna húsinu
á meðan á sýningunni stendur.“
Hann bætir við að gaman hafi
verið að vinna verkefnið með Hildi
og telur að þetta verði ekki í síð-
asta sinn sem þau vinni saman.
MISSTI AF ÍSLENSKU SUMRI
Jóhannes segist hafa mikinn
áhuga á tískuljósmyndun og
tekur gjarnan að sér slík verk-
efni. „Ég hélt einu sinni að ég
vildi starfa sem tískuljósmyndari.
Ég ákvað að fara til New York og
vinna sem aðstoðarmaður Magn-
úsar Unnars tískuljósmyndara og
fá smá nasaþef af bransanum. Ég
fór tvisvar til New York og dvaldi
í þrjá mánuði í senn og þó mér
hafi þótt þetta mjög spennandi
þá komst ég að því að þetta var
kannski ekki alveg það sem ég
vildi gera. Ég dvaldi meðal ann-
ars í New York síðasta sumar og
fannst eiginlega of heitt og lítið
um að vera. Mér fannst líka leið-
inlegt að hafa misst af sumrinu
hér heima, því þá næ ég oft bestu
myndunum mínum og hlakka
þess vegna mikið til sumarsins
núna,“ segir hann.
HELST VEL Í HENDUR
Jóhannes hefur starfað sem graf-
ískur hönnuður undanfarin ár
og vinnur nú hjá Hvíta húsinu.
Hann segir grafíska hönnun og
ljósmyndun haldast vel í hendur
og segir hönnunina engu minna
áhugamál en ljósmyndunina.
Spurður út í framtíðaráform sín
segist Jóhannes lengi hafa geng-
ið með þann draum að gefa út
tímarit. „Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á blaðaútgáfu og mig hefur
lengi langað til að gefa út götublað
sem fjallar um það sem er að ger-
ast í listalífinu hér á Íslandi,“ segir
Jóhannes að lokum.
MYNDAR ALLT SEM FYRIR AUG
Jói Kjartans Skilur helst aldrei við sig myndavélina af ótta við að missa af góðu myndefni.
Það er fátt eins pirrandi og að rekast
á flott myndefni einhvers staðar og
vera ekki með myndavélina með sér.