Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 2
2 21. júní 2010 MÁNUDAGUR FÉLAGSMÁL „Eftir kreppuna er mikið af fjölskyldufólki sem hefur ekki efni á því að senda börnin sín á leikjanámskeið,“ segir Lovísa Arn- ardóttir verkefnastjóri um ókeyp- is leikjanámskeið Rauða krossins. Námskeiðin heita Gleðidagar – hvað ungur nemur, gamall temur. Nafnið er tilkomið af því að leiðbeinendur á námskeiðinu eru að mestu leyti eldri borgarar. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Námskeiðin voru haldin í fyrsta skipti í fyrra og var hugmynd- in sú að sameina kynslóðir og miðla gömlum gildum og þekk- ingu á milli þeirra. „Eldri borg- ararnir miðla þekkingu til barn- anna og kenna þeim alls konar hluti,“ segir Lovísa. Fólkið fékk að miklu leyti að ákveða sjálft hverju það vill miðla og hefur dagskráin verið fjölbreytt. „Hér er til dæmis búið að kenna framsögn og ræðu- mennsku, hnútabindingar og ljós- myndun.“ Þá var farið í heimsókn í hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi auk þess sem farið er á söfn. „Svo kennum við skyndihjálp fyrir börn.“ Fyrsta námskeiðið var haldið í Kópavogi í liðinni viku og gekk mjög vel að sögn Lovísu. Í næstu viku verður haldið námskeið á Kirkjubæjarklaustri, því næst á Álftanesi og að lokum í Mosfells- bæ. Laus pláss eru á námskeiðin. thorunn@frettabladid.is Miðla þekkingu á milli kynslóða Rauði krossinn stendur fyrir ókeypis leikjanámskeiðum fyrir börn annað sum- arið í röð. Eldri borgarar sjá að mestu leyti um að leiðbeina börnunum. Mark- mið námskeiðanna er að miðla þekkingu og koma á tengslum milli kynslóða. LEIKJANÁMSKEIÐIN Krakkarnir lærðu hina ýmsu hluti daginn sem ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði, svo sem hekl, prjón og hnútabindingar. Hér eru þær Sóley og Guðrún ásamt leiðbeinendum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKEMMTANIR Erill var hjá lög- reglunni á Akureyri um helgina. Bíladagar voru haldnir þar í bæ frá fimmtudegi til sunnudags. Að sögn Guðmundar Svan- laugssonar, varðstjóra á Akur- eyri, var aukið við mannskap fyrir helgina. Hann segir að sex menn hafi verið teknir fyrir ölv- unarakstur og einn fyrir vímu- efnaakstur frá miðvikudags- kvöldi og þar til í gærkvöldi. Einnig er vitað um eina líkams- árás sem ekki hefur enn verið kærð. - mmf Bíladagar á Akureyri: Mikill erill hjá lögreglunni UMFERÐARSLYS Kona á sextugsaldri lést eftir árekstur vélhjóls og jeppa á þjóðveginum við bæina Litla- og Stóra-Holt, skammt sunnan Gils- fjarðarbrúar, síðdegis í gær. Konan var í hópi vélhjólafólks sem var á leið norður í átt til Vest- fjarða. Á gatnamótunum við bæina Litla- og Stóra-Holt ók jeppi í veg fyrir hana. Vélhjól hennar skall á jeppanum við afturhjól hans. Við höggið snerist jeppinn og valt, en ökumann og farþega hans sakaði ekki. Tilkynning um slysið barst lög- reglu klukkan 17.30 í gærdag og fóru lögreglumenn úr Búðardal og Hólmavík á slysstað. Þyrla Land- helgisgæslunnar var jafnframt kölluð til og lenti við slysstað með lækni, en lífgunartilraunir hans báru ekki árangur. Ekki er unnt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Hún var erlend en búsett hér á landi. - hhs Banaslys varð þegar bifhjól og jeppi skullu saman við Gilsfjörð á laugardag: Kona á sextugsaldri lét lífið BÚÐARDALUR Kona lést eftir árekstur skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar í gær- dag. Lögreglumenn frá bæði Búðardal og Hólmavík komu á slysstað. BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd stefna enn að því að hefja brotthvarf bandaríska hersins frá Afganistan í júlí á næsta ári. „Það hefur ekkert breyst,“ sagði Rahm Emanuel, skrifstofu- stjóri í Hvíta húsinu. Robert Gates varnarmálaráð- herra var þó heldur varkárari í orðum, og sagðist ekki vita hve hratt brottflutningurinn geti gengið fyrir sig. Hann sagði hernaðarsókn Bandaríkjanna í suðurhluta landsins hafa gengið hægar en stefnt var að. Fyrr i þessum mán- uði sagði Gates að þetta sumar yrði Bandaríkjaher að sýna fram á árangur. - gb Stórsókn miðar hægt: Stefnt að brott- hvarfi að ári ROBERT GATES Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Skaftárhlaup hófst upp úr hádegi í gær. Fylgst var með framvindu þess á mælum Veður- stofu Íslands, en enginn sérstakur viðbúnaður var viðhafður af hálfu lögreglu. Íbúar efstu bæja í Skaftárdal fóru þó af bæ til að lokast ekki inni, að sögn lögreglunnar á Hvols- velli, þar sem oft hefur flætt í kringum bæina í Skaftárhlaupum. Þau eru nánast árlegur viðburður og eiga upptök sín í Vatnajökli. Fólk var beðið um að fara var- lega í nágrenni árinnar og halda sig fjarri upptökum hennar. - gb Skaftárhlaup hófst í gær: Enginn sérstak- ur viðbúnaður „Voru ungu brúðhjónin í blóma lífsins?“ „Já. Þau eru innstillt á rómantíkina og munu ekki þurfa aðstoð við að vökva garðinn sinn.“ María Másdóttir blómaskreytir sá um blómaskreytingar í brúðkaupi Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar sem fram fór á laugardag. PÓLLAND, AP Niðurstaða forsetakosninganna í Pól- landi í gær varð sú að eftir tvær vikur þarf að greiða atkvæði á ný milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði hlutu. Þeir eru Bronislaw Komorowski þingforseti, sem hefur gegnt forsetaembættinu síðan Lech Kaczynski fórst í flugslysi í apríl, og Jaroslaw Kaczynski, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og eineggja tvíburabróðir hins látna forseta. Átta aðrir frambjóðendur voru í kjöri, en þeir falla nú brott. Samkvæmt fyrstu útgönguspám hlaut Komor- owski 45,7 prósent atkvæða og Kaczynski 33,2 prósent. Samkvæmt annarri útgönguspá hlaut Komorowski 41,2 prósent en Kaczynski 35,8 pró- sent. Opinber úrslit verða væntanlega birt í dag. Útgönguspárnar sýna að í þriðja sæti kom fram- bjóðandi vinstri- og miðjumanna, Grzegorz Napi- eralski, sem fékk um 13,5 prósent. Stjórnmála- skýrendur segja afar ólíklegt að þeir sem kusu hann muni greiða hægrimanninum Kaczynski atkvæði sitt. - gb Kjósa þarf aftur milli tveggja efstu frambjóðenda til forseta Póllands: Enginn fékk meirihluta BRONISLAW KOMOROWSKI Þykir enn sigurstranglegur fyrir seinni umferð kosninganna. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐI Tveir stórir laxar, 22 hæng- ur og 20 punda hrygna, veidd- ust í Laxá í Aðaldal í morgun, á fyrsta veiðidegi árinnar. Veiði- maðurinn var Viðar Tómasson og veiddi hann á rauða Francis- flugu. Báðum löxum var sleppt aftur. Nokkrir leigutakar eru að veiðinni í Laxá í Aðaldal en Róbert Brink, hjá Laxárfélaginu sem hefur haft meirihluta árinn- ar á leigu síðastliðin sextíu ár, segir sumarið líta vel út og byrj- unina lofa góðu. „Það er þokka- lega bókað og um tíu manns að veiða á okkar svæði núna. það hefur verið mjög hlýtt og gott veður undanfarið en það hefur ekki staðið fyrir veiðinni.“ - jma Góð byrjun á laxveiðisumri: Laxá í Aðaldal opnaði í gær TVEIR STÓRIR Löxunum sem veiddust í gærmorgun var báðum sleppt aftur. SPURNING DAGSINS EGYPTALAND, AP Hópur austur- rískra fornleifafræðinga við störf í Egyptalandi hefur náð góðum árangri með því að nota ratsjár- myndatöku til að ákvarða stað- setningu 3.500 ára gamallar höf- uðborgar Egyptalands. Á ljósmyndunum má sjá útlín- ur gatna, húsa og trúarhofa sem faldar eru undir grænum ekrum og nútímabæjum á óshólmum Nílar. Talið er að svæðið geti verið hluti af Avaris, sumarhöfuðstað Hyksosa sem réðu Egyptalandi á árunum 1664 til 1569 fyrir Krist. - hhs Vísindamenn í Egyptalandi: Fornrar borgar leitað með ratsjá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.